Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 35
flutningsverzlun landsnianna. Segir hann að alltof margir menn fáist við verzlun hér á landi og í þeirri atvinnugrein sé bundið meira fjármagn en eðlilegt geti talizt. „Ekki er allt búið úr honum Jóni mínum enn“, sagði kerlingin. Sama má segja um öll endemin, sem reka livert annað út úr heilafylgsnum „stjórnvitring- anna“, og eiga að vera til endurbóta á verzlunarmál- unum. Þar er ekkert lát né endir á hugkvæmninni. En framangreint frumvarp ber fyrst og fremst vott um barnalega hugkvæmni. í lýðfrjálsu landi getur ríkisvaldið ekki rekið menn frá lieiðarlegri atvinnu, sem þeir hafa kosið sér að lífsstarfi, og sagt þeim að gera eitthvað allt annað. Það er auðvitað beint brot á ákvæði stjórnarskrárinnar um einstaklingsfrelsi. Slík atvinnukúgun og skerðing almennra mannréttinda þekkist hvergi nema í einræðislöndum. Island er sjálfstætt ríki og vill ekki láta aðrar þjóð- ir segja sér fyrir verkum lieldur gera það, sem því finnst sjálfu réttast og hagkvæmast. Eins er hver og einn Islendingur sjálfstæður þegn, sem vill í friði fá að stunda þau nytjastörf, er hann telur sér bezt henta. Þetta er eitt af lögmálum lýðræðisins og gildir ekki síður um verzlunarstéttina en aðrar starfsheildir. Með- an til eru „fagrir fiskar“ á landi, sem vilja hnekkja þessu lögmáli, er óþarfi fyrir verzlunarstéttina að sækja þá út á djúpmiðin. « NÝLEGA HENTI ÞAÐ ÓHAPP, að þurrkaðir á- vextir, sem fluttust hingað til lands, reyndust að ein- hverj'u leyti skemmdir af maðki. Strax og uppvíst varð, voru sýnishorn af ávöxtunum send til rann- sóknar, og að henni lokinni var gefin út yfirlýsing um að meirihluti ávaxtanna væri góð og gallalaus vara. En dagblaðið „Þjóðviljinn“ beið ekki eftir þeim úrskurði. Meðan á rannsókn stóð birti það æsingagrein- ar um ávaxtainnflutninginn og skellti sökinni á inn- flytjendurna. Á einum stað komst það m. a. svo að orði: „Það hefur slegið óhug á almenning við þá frétt að seinasta afrek heildsalastéttarinnar sé að flytja inn maðkaða ávexti. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn til þeirra tíma þegar danskir einokunarkaupmenn seldu íslend- ingum úldinn mat og maðkað korn, almenningur bjó við vöruþurrð en í Kaupmannahöfn risu upp skraut- legar hallir sem árangur af striti hins þrautpínda fólks. Síðan hafa stórkostlegar umbætur orðið í verzl- unarmálum, segir „Frjáls Verzlun“, og sízt mun nokk- ur verða til að neita því“. Hér og síðar í þesarri sömu grein er beinlínis borið á innflytjendur að þeir hafi vísvitandi flutt inn skemmda vöru, og eru það tvímælalaust þyngri ámæli en „Þjóðviljinn“ gæti risið undir til sönnunar fyrir dómi. Vitanlega getur endrum og eins komið fyrír að verzlunarvara flytjist skemmd milli landa eða skemm- ist í flutningum. Oftast er þar engan sérstakan um að saka heldur valda þar um slæm geymslu- og flutn- ingaskilyrði. Stöku sinnum getur verið um að kenna kæruleysi eða ósvífni erlendra útflytjenda, og könn- umst við Islendingar sjálfir frá fyrri árum mæta vel við tíðar umkvartanir erlendra neytenda um slæma verkun og léleg gæði íslenzku síldarinnar. Hinsvegar er óhætt að fullyrða að enginn íslenzkur kaupmaður kaupir skemmda vöru að gamni sínu, og kemur m. a. þar fram reginmunurinn á þeim og dönsku einokunar- kaupmönnunum, svo og hinar stórkostlegu umbætur í verzlunarmálum, sem „Þjóðviljinn“ lætur sér ratast viðurkenningarorð um í enda ofangreindrar klausu sinnar. e ÍÐNAÐARMANNAFÉLAGIÐ I REYKJAVÍK átti 80 ára afmæli 3. febr. s. 1. Iðnaðarmenn og verzlunarmenn eru einna nátengd- astir allra starfsstétta hvers þjóðfélags og eiga jafnan mikil viðskipti saman. Fáir reka svo framleiðslufyrir- tæki í iðnaði að þeir ekki þurfi að halda á starfs- kröftum verzlunarstéttarinnar við kaup á hráefnum og sölu hinnar fullunnu vöru. Hér í Reykjavík eru iðnaðarmenn fjölmennasti at- vinnuhópurinn og verzlunarmenn sá næststærsti, og hafa báðar þessar stéttir látið margt gott og nytsam- legt af sér leiða fyrir bæjarfélagið. Hefur þó verið minna en skyldi um sameiginleg átök þeirra, og væri betur að þær tækju oftar höndum saman um ein og önnur menningarmál höfuðstaðarins. Síðustu árin liafa verið á döfinni áform um að iðnaðar- og verzlunarmenn heiðri sameiginlega minn- ingu Skúla landfógeta Magnússonar, með því að reisa honum veglegt minnismerki. Undanfarið mun mál þetta hafa legið í láginni, en nú þarf að blása að því á nýjan leik og koma því í framkvæmd. Skúli fógeti er frumkvöðull íslenzkrar verzlunar og iðnaðar, og minning hans er báðum stéttunum jafn kær. Hér er því um sjálfsagt verkefni að ræða fyrir þessar starfs- stéttir, og þar á eftir munu svo finnast önnur og fleiri, sem þær geta í sameiningu hrundið fram. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur sendir elzta stétt- arfélaginu á íslandi, Iðnaðarmannafélaginu í Reykja- vík, beztu afmæliskveðjur. NOKKUÐ HEFUR UNDANEARIÐ verið rætt um Viðskiptaráðið og störf þess. Neitanir þess á fram- lengingum innflutnings- og gjaldeyrisleyfa liafa sætt mikilli gagnrýni, og virðist svo sem mjög sé þar kastað höndum til afgreiðslu mála. Kringum áramótin síðustu fékk t. d. einn af inn- flytjendum þessa bæjar talsvert af enskum ljósaperum 32 og 220 volta. Var þetta tollafgreitt, eins og lög FIÍJÁLS.NERZLILN 35

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.