Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 7
EINAR ÁSMUNDSSON, hrl.: „HINAR VINHANÐISTÉTTIR OG SÓSÍALISMINN n Það hefir komið fram mjög mikill skoðana- munur milli verkalýðsleiðtoga í Bandaríkjunum annars vegar og Englandi liins vegar. Undir forystu Attlee hefur enska ríkið nú tekið allar kolanámur til ríkisrekstrar, svo nú á hver borg- ari í Englandi, a. m. k. að nafninu til, lilut í kolanámu. En um sama leyti átti blaðamaður nokkur frá Norðurlöndum tal við John Lewis, sem er í fylkingarbroddi námumanna í Banda- ríkjunum, en námuverkfalli var þá nýlega lok- ið. Lewis sagði að hver námumaður í Ameríku hefði tíföld iaun á við starfsbræður sína í Eng- landi, og það væri vegna þess að Englendingar kynnu ekki að reka stóriðju í námunum, þeir væru á eftir tímanum. Lewis sagði að ekki kærni til mála að taka námurnar vestra af eigendun- um, á sama hátt og það hefði verið gert í Bret- landi. Hin góðu lífskjiir námumanna í Ameríku hefðu fengist fyrir samkeppni og dugnað eig- endanna, og það væri lífsskilyrði fyrir námu- menn og alla aðra verkamenn í Ameríku, að frjálst framtak gæti haldist áfram. Hann er eld- heitur andstæðingur allrar þjóðnýtingar. Hann telur að verkalýðssamtökin á Norðurlöndum, og raunar annars staðar í Evrópu, hafi farið rangt að, er þau blönduðu ýmsum kenning- um, svo senr marxismanum og hugsjónum stjórn- málalegs eðlis, inn í starfsemi sína. Amerískir verkamenn hefðu ekki farið þá leið heldur lengst af búið í friði við vinnuveitendur en þó beitt verkföllum, þegar þeir töldu þurfa. Lewis sagði, að ekki væri vafi á að áfram yrði haldið á sömu braut. Aðspurður um áhrif kommúnista innan verkalýðsins vestra, taldi hann þau hafa náð hámarki sínu og væru minnkandi. Umrnæli Lewis eru athyglisverð. Það er rétt, að amerískir verkamenn, við hvað senr þeir starfa, hafa yfirleitt aðhyllzt stefnu hinna frjáls- lyndu, sem vilja að einstaklingsframtak fái að njóta sín með sem minnstum hömlum, en í Evrópu hafa verkalýðsflokkarnir tekið gagnólíka stefnu. Lewis bendir á, að tvisvar sinnum á minna en mannsaldri hafi England boðað heims- styrjöld og haft sigurinn sín megin í bæði skipt- in, vegna franrleiðslugetu Bandaríkjanna. • En því ber ekki að neita, að freisting verka- manna í Evrópu, til að ganga sósíalistum á hönd, hefur verið mikil. Mönnum var talin trú unr að ríkjandi Jrjóðskipulag hlyti að hrynja í rúst- ir, vegna þess að Jreir fátæku yrðu sífellt fátæk- ari og Jreir auðugu sífellt auðugri. Mönnum var bent á ójöfnuðinn í lífskjörum manna. Unr slíkt átti sósíalisminn að jafna nreð því að öll franr- leiðsla yrði á hendi lrins opinbera og allir bæru jafnt úr býtum. En ekkert var minnzt á að sósíal- isnrinn nrundi skerða persónulegt frelsi allra ein- staklinga að stórum mun, lreldur var Jrví blá- kalt haldið fram, að þjóðnýtingin nrundi leiða til Jress að rikishömlur og ríkiseftirlit yrði að engu. Þessu var haldið að „hinum vinnandi stétt- um“ í Evrópu, nreð eldnróði, senr ekki er hægt að líkja við annað en trúarofstæki. En ef litið er til Norðurlandanna og raunar víðar um Ev- rópu, var sú stefna ofan á að hætta sér ekki óðara út í stórfelldar þjóðnýtingar, lieldur fara þá leiðina, að bæta kjör verkalýðsins til byrjunar innan ramma ríkjandi Jrjóðskipulags, áður en sósíalisminn tæki við. Verkalýðsfélögin skyldu fá launahækkun framgengt og vinnuskilyrði bætt. Samvinnufélagsskapurinn skyldi draga úr mætti stórkaupmanna, en liin pólitíska hreyfing, sem tengd var verkalýðsfélögunum skyldi koma á FRJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.