Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 13
Afgreiðslumaðurinn getur líka sýnt ríkulegan vott samvinnulipurðar með því að fara viður- kenningarorðum um samstarfsmenn sína í öðr- um deildum og mæla með vöru þeirra við við- skiptavini sína. Góð niðurskipan og umhirða þeirra vöru- birgða, sem eru í vörzlum eða ábyrgð afgreiðslu- mannsins, er mikilsvert atriði fyrir velgengni fyrirtækisins og sýnir samvinnuþýðleik gagnvart því. Gagnvart viðskiptamönnunum er hægt að sýna samvinnulipurð á margvíslegan hátt, t. d. með því að gefa þeim glöggar upplýsingar um tízku, vörugæði, vöruverð o. fl. Heilbrigði. Heilbrigði er undirstaða allra framkvæmda og velgengni í lífinu. Þess vegna er ekkert rneira áríðandi en gæta heilsunnar vel og eíla hana á allan hátt. Heilbrigði manna kemur ætíð fram í dagfari þeirra, og viðskiptamenn verða þess fljótt varir, ef afgreiðslumaður er óhraustur að staðaldri. Það verkar illa á þá og getur fælt þá frá viðskiptum. Afgreiðslufólk skal gæta þess að vera í þægi- legum skóm á vinnustað, vegna hinnar löngu stöðu. Þeir, sem líða af skókreppu daginn langan, eru tíðast ekki í nógu góðu skapi til að veita fullkomna afgreiðslu. Þótt mikið hafi verið skrifað um líkamlega hreysti, hefur minna verið ritað um andlega heilsu, sem er nátengd hinni fyrri. í slíkri grein sem þessarri eru reyndar ekki tök á að fara út í langar umræður um þetta efni, en ég vil aðeins vekja athygli á mikilvægi þess, að lifað sé reglu- bundnu og siðlegu lífi, unninn bugur á hræðslu- semi gagnvart einu og öðru, krufin til mergjar vandamál, sem á daginn koma, og haft vald á hugsunum og tilfinningum. Sé þessa gætt vel, er grundvöllurinn fenginn að vinsældum meðal samborgara, og hæfilegt sjálfsálit skapast. Áhugi. Áhugi er nauðsynlegur, ef hátt eða langt er stefnt. Hverjum manni er hollt að setja sér tak- mark, sem hann beitir áhuga sínum og kröftum til að ná. Marga dreymir dagdrauma um fram- tíðina en skortir einbeitingu, til þess að gera þá að veruleika. Fyrir þeim verður draumurinn framkvæmdin sjálf — en vitaskuld aðeins nei- kvæð framkvæmd. Ef þú fæst af sjálfsdáðum við nám í einhverri grein, hlýtur þú að vera gæddur áhuga. Haltu náminu áfi'am þar lil kunnátta er fengin. Fyrir afgreiðslumann er ekki nóg að læra einungis bókleg fræði heldur verður hann einnig að afla sér vöruþekkingar, mannþekkingar og sölu- kunnáttu. Það er oftast gott til lærdóms að heim- sækja verksmiðjur, og kynna sér hvernig fram- leiðslu vörunnar er hagað. Láttu framkomu þína bera vott um námsvilja. Vertu fús til að taka að þér starf í annarri deild fyrirtækisins, sé þess óskað. Vertu þakklátur fyrir hollar leiðbeiningar annarra, og færðu þér þær í nyt. Reyndu að vera jafnan í léttu skapi og frjálsmannlegur. Skip- aðu þér ekki í þann flokkinn, sem fyllist gremju yfir velgengni annarra og telja hana fengna fyrir kunningsskap eða framhleypni. Þótt jafnvel sé sýnilegt að slíkar ástæður hafi valdið, skaltu vera of önnum kafinn við að ná takmarki þínu, til þess að þú látir slíkt og þvílíkt telja þér hughvarf. Góð starfshæfni á oftastnær sigurinn vísan, þrátt fyrir hindranir. Varastu að láta starf þitt verða litlaust vanastarf. Gættu og þess, hvernig þú lætur áhuga þinn í ljós. Áhuginn skapar vinnugleðina, en án vinnu- gleði hlýtur lífið að verða næsta bragðdauft. Fyr- ir afgreiðslumanninn er áhugi á að leysa vanda- mál kaupandans eitt af aðalskilyrðunum, og til þess er honum falið starfið. T. d. sýnir það áhuga, meðan viðskiptamaðurinn bíður eftir að pen- ingum sé skipt eða vörum pakkað inn, að stinga hóglátlega upp á að hann líti á aðrar vörur, sem verzlunin hefur á boðstólum. Það sýnir líka áhuga, að afgreiða síðbúna skiptavini með fús- leik, án þess að láta bera á stirfni eða önuglyndi. Greind. Sumir eru haldnir þeim misskilningi, að ekki þurfi vitsmuni til að ná góðum árangri sem af- greiðslumaður. Þeir, sem þannig álykta gera sér áreiðanlega ekki fulla grein fyrir eðli starfsins. Enda þótt nokkuð sé mismunandi, hve ýmsar greinar verzlunarinnar krefjast mikilla hæfileika, þarf óhjákvæmilega góða greind til að leysa af- greiðslustörf af hendi með prýði. Fullkomin þekking og vandvirknisleg með- ferð á vörunni, listræn útstilling hennar, góð dómgreind á þarfir viðskiptamannanna, verk- hyggindi og ótal margt annað eru atriði, sem óneitanlega krefjast góðrar greindar. Skynsamur afgreiðslumaður notar tíma sinn vel, jafnt á vinnustað sem utan. Hann veit að þekk- FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.