Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 10
Vöruþekking cr eitt veigamesta atriSiS í kunnáttu afgrciöslulólks. Það er reyndar ekki nægjanlegt að hafa gott auga fvrir fallegum og hentugum fötum. Allur fatnaður þarfnast daglegrar umhirðu, ef hann á að endast vel og halda sér í formi. Gott útlit er mörgum öðrum skilyrðum bund- ið en fötunum einum. Hárið, tennurnar og hend- urnar eru mikilsverð atriði í persónulegum á- hrifum manna. Hárið á að vera hreint og vel greitt. Tennurnar skulu hirðast daglega og vera í reglubundinni umsjón tannlæknis, þar sem þær eru stór liður í útliti hvers og eins. Hendurnar og neglurnar verða að vera hreinar og snyrtar, því að þær eru jafnan fyrir augum viðskipta- mannsins, meðan honum eru sýndar vörurnar. Ef notað er naglalakk, á það að vera ljóst að lit. „Hreinlæti er höfuðdyggð". Tíð böð eru nauð- synleg, til þess að útiloka slæma útgufunarlykt. Svitaþefur og andfýla hafa illvænleg áhrif og eru vægast sagt óþolandi. Útlit fólks er einnig að miklu leyti komið undir líkamlegri og andlegri heilbrigði. Afköstin eru afleiðing áhugans. Andleg heilbrigði er hornsteinn gjörvallrar framkomu. Rósemi hugans endurspeglast í yfir- bragðinu. Hætt er við að jafnvægi í lundarfari náist ekki, ef hinni sálrænu orku er í miklu áfátt. Það er raunar með öllu ókleyft að komast hjá áhyggjum og skakkaföllum. En sé haft í huga, að enginn getur smokrað sér undan erfiðleikum lífsins, heldur verður sérhver að gera sér far um að mæta þeim á mannsæmandi hátt, er fengin undirstaðan að því að hægt sé að temja sér eðli- lega framkomu að staðaldri. Þá má ekki gleyma að drepa á þýðingu hugs- ananna og heilbrigðs lífernis fyrir útlit og áhrif. Flest höfum við tilhneigingu til að opinbera öðr- um hugsanir okkar og gerðir, og það hefur aftur sitt að segja, þegar þeir leggja saman áhrifa- tölur okkar. Öll viljum við að útkoman verði sem hæst! Viðfelldinn raddblœr og málfar. Hreimfalleg rödd hefur ómetanleg áhrif á hvern mann, og ekki sízt viðskiptamanninn. Þegar talað er við þreytta og taugaóstyrka við- skiptamenn, er áríðandi að beitt sé lágum og hlý- legum rómi. Fljótmæli er alvarlegur ókostur, sem hægt er að vinna bug á með ástundun og sjálfsaga. Allar upplýsingar og athugasemdir, sem beint er til viðskiptamannsins, eiga að ber- ast skýrt fram. Það kemur óþægilega við alla að þurfa að hvá eftir orðum annarra. 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.