Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 4
DR. ODDUR GUÐJÓNSSON: Þróun gj aldeyrismálanna Á fundi í fulltrúanefnd Verzlunarráðs íslands, sem haldinn var 11. marz s.l., hélt form. Við- skiptaráðs, dr. Oddur Guðjónsson, erindi um ástand og horfur í viðskipta- og gjaldeyrismál- unum. Verður hér tilgreint aðalefni erindis hans. GJALDEYRISÁSTANDIÐ Á S.L. ÁRI. Árið 1946 var allmikil rýrnun á gjaldeyris- forða landsins og liggja þar til ýmsar ástæður, sem víkja skal að. í ársbyrjun 1946 nam gjaldeyriseign vor 467.3 millj. kr., en á árinu lækkaði hún um 242.5 millj. kr. og var um s.l. áramót komin niður í 224.8 millj. Af þessari upphæð voru þá 132.8 millj. kr. á reikningi Nýbyggingarráðs til ráðstöfunar handa nýsköpun atvinnuveganna, en 93.6 millj. kr. voru á óbundnum reikningi, sem Viðskiptaráð hefur umráð yfir. Hafði þá gjaldeyrisupphæð þess reiknings lækkað um 115.7 millj. kr. á árinu. Af reikningsupphæð Við- skiptaráðs um s.l. áramót, 93.6 millj., voru um 65 millj. í dollurum en mismunurinn mestmegn- is í sterlingspundum. Gekk mjög mikið á inn- eign vora í £-gjaldeyri á árinu sem leið, þar eð viðskiptum var beint til sterlingssvæðisins eins og framast var unnt. Var jafnvel gengið svo langt í sumum tilfellum, að kaupa dýrari vörur á £- svæðinu en hægt var að fá frá $-löndunum. Er vitanlega umdeilanlegt, hvað rétt lrefði verið að gera í þessum efnuin, en álitið var naðsvnlegt að viðhafa sem mestan sparnað á dollurum. GJ ALDE YRISRÝRN UNIN. Helztu ástæður fyrir gjaldeyrisrýrnuninni tel ég vera þessar: 1. Tekjur frá setuliðinu voru hverfandi litlar árið 1946, en þær höfðu verið stór liður í gjald- eyristekjum vorum á stríðsárunum. Hefði ný- sköpunin áreiðanlega ekki getað átt sér stað í jafn ríkum mæli og raun ber vitni, ef þessara tekna hefði ekki notið við. Reyndar kemur ný- sköpunin fyrst verulega til framkvæmda árið 1946, en eins og kunnugt er, var til hennar stofn- að miklu fyrr. Samkvæmt þeim tölum, sem nú liggja fyrir, en þær eru ekki fullnaðartölur, nam innflutningur nýsköpunartækja ca. 100 millj. kr. árið 1946. 2. Fyrir stríð skulduðu Islendingar um 100 millj. kr. í erlendum gjaldeyri. í lok ófriðarins var þessi skuld komin niður í 50 millj., en er nú að fullu greidd. Hefur því einnig gengið á gjald- eyrinn, sem þessu svarar. 3. Þá á það og sinn ríka þátt í rýrnun gjald- eyrisforðans, hver aflabrestur varð á síldveiðum s. 1. ár og stirðlega gekk með ísfiskssölu til Bret- lands. Varð þar af leiðandi mun minni útflutn- ingur á mörgum helztu afurðum vorum heldur en hógværar áætlanir höfðu gert ráð fyrir, en samkvæmt þeim hefði útflutningsverðmætið átt að fara um 100 rnillj. kr. fram úr því, sem raun varð á. í ljósi þessara framantöldu staðreynda verður ekki sagt að rýrnun gjaldeyrisforðans hafi verið óeðlileg og mundi hún hafa orðið enn meiri, ef afgreiðsla á erlendum vörum hefði verið greið- ari, því eins og vitað er, er afgreiðslutíminn ntt óeðlilega langur í mörgum vöruflokkum. Svo sem að framan er sagt, nam gjaldeyrisinn- eign á reikningi Viðskiptaráðs 93.6 millj. kr. um síðustu áramót. í sumum blöðum höfðu þó birzt fullyrðingar um að allur gjaldeyrir væri upp- etinn og þjóðin væri farin að safna skuldum. Var þá vitnað í álit hagfræðinganefndarinnar, sem starfaði á vegum þingflokkanna s.l. haust. Nefnd þessi gerði áætlun um gjaldeyrisnotkun til áramóta og notaði við þá útreikninga reikn- ingsmáta, sem deila rná um, hvort réttur sé. Þeir reiknuðu sem sé svo, að allar upphæðir, sem standa í bankaábyrgðum (rembourse), jal'n- 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.