Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Side 19

Frjáls verslun - 01.04.1959, Side 19
nstu ber að selja á réttu verði.“ Ennfremur sagði liaun: „Frakkland vill ekki daga uppi í fortíð- inni. þegar Evrópa lítur framtíð sína í bjarma nýs dags.“ Tilætlunina með hinum nýju ráð- stöfunum kvað hann vera, „ að skipa Frakk- landi aftur í röð efnahagslegra stórvelda.“ — „Pólitísku byltingunni, sem þið þegar merkið í aukinni reglu, mun verða fylgt eftir af efnahags- og fjármálabyltingu, sem þið einnig munuð verða varir við í aukinni reglu á því sviði.“ — „Sú stefna, sem ég túlka, miðar að varanlegum jafn- vægisbúskap í Frakklandi. Framkvæmd við- reisnarinnar mun verða í áföngum.“ — Að morgni dags „Engar unibælur án tilraunai', engin endur- reisn án fórna.“ Lc Monde. Að morgni mánudagsins 29. desember 1958 komu svo hinar nýju efnahagsráðstafanir frönsku stjórnarinnar til framkvæmda. Þær voru Jjessar helztar: 1. Gengisfelling 2. Yfirfærslufrelsi 3. Afnám innflutningshafta 4. Stýfing á niðurgreiðslum 5. Afnám vísitölugreiðslna á kaupgjald (i. Halli fjárlaga minnkaður 7. Nýir skattar og brottnám skattaívilnana Verða einstakir þessara liða skýrðir hér lítils háttar: 1. Gengisfellmg: Gengisskráningu frankans var breytt þannig, að í stað 420 franka á móti Bandaríkja-dollara koma nú 493 frankar. Þann- ig lieíur gengi erlendrar myntar hækkað um 17,55%, en gengi frankans verið fellt um 14,93%; miðað við gull verður gengi frankans 1,8 milli- grannn. Með þessum aðgerðum mun misgengi frankans við flestar eða allar myntir hverfa, og ef verðlag breytist ekki því meir, munu fransk- ar vörur nú verða samkeppnisfærar á hinum sameiginlega markaði þjóðanna sex, sem til starfa tók einmitt núna um áramótin. 2. Yfirfærslufrelsi: Þeir Butler og Erhard fjár- málaráðherrar Bretlands og Þýzkalands höfðu árið 1954 ákveðið að keppa að því að koma á frjálsri yfirfærslu á myntum landanna. Amory, núverandi fjármálaráðherra Breta, tók málið að nýju upp á fundi O.E.E.C. í París á árinu 1958. Frakkar og 9 önuur lönd, sem ráða yfir samanlagt um 40% heimsviðskiptanna, hafa nú horfið að takmörkuðu yfirfærslufrelsi, þ. e. a. s. öllum eigendum erlendra inneigna í sér- hverju landanna er frjálst að yfirfæra þær í mynt annarra ríkja. Er þetta talinn mjög merk- ur áfangi á leið til frjálsari heimsviðskipta. Þýzka markið hefur t. d. ekki verið frjálst yfir- íæranlegt frá því að „neyðarlög“ Brúnings voru gefin út árið 1931. Bretar gerðu tilraun með yfirfærslufrelsi árið 1947, í stjórnartíð jafnaðar- manna, en eftir sex vikna tilraun var svo á gjaldeyrisvarasjóðina gengið, að takmarka varð yfirfærslur að nýju. Þessum aðgerðum á gjaldeyrissviðinu var nú víðast fagnað, t. d. sagði Ludwig Erhard: „Hver getur ásakað mig fyrir, að ég finn til djúprar persónulegrar ánægju? Þegar öllu er á botninn hvolft, var það ég, sem fyrir átta árum, í heimi eyðileggingar, skipulagsleysis og vantrúar, boð- aði yfirfærslufrelsi.“ Brezkir jafnaðarmenn taka yfirfærslufrelsinu hins vegar heldur hryssings- lega. Hugh Gaitskell sagði m. a. á þingi: „Þetta eru alvarleg mistök, — áður en langt um líður munum við sjá eftir þeim.“ Og í New Statesman 3. janúar s. 1. ritar Harold Wilson grein, sem lýkur með þessum orðum: „Það kann svo að fara, að sameiginlegi markaðurinn og fjármála- aðgerðir síðustu viku (yfirfærslufrelsið) hafi í för með sér endalok efnahagslegs sjálfstæð- is Frakka, og að dr. Adenauer og dr. Erhard kunni að ná þeim árangri með utanríkispólitík þýzka marksins, sem Hitler tókst ekki að ná með vopnavaldi.“ 3. Afnám innflulningshafta: Vegna þáttöku í sameiginlega markaðinum lækkuðu Frakkar alla tolla á vörum frá aðildarlöndum um 10%, en jafnframt felldu þeir niður innflutningshöft á 90% af innfluttum vörum frá 10 O.E.E.C.- löndum, jafnframt því að 50% af innflutningi frá dollara-svæðinu er gefinn frjáls. Hefur þetta í för með sér frjálsan innflutning á um það bil 900 vörutegundum. ý. Niðurgreiðslur hverfa: Niðurgreiðslur voru afnumdar á kolum, gasi, rafmagni, flutningum, landbúnaðarvörum og öðrum matvælum. Nam þessi niðurgreiðslustýfing um 10 milljörðum ís- lenzkra króna. 5. Vísitölukerfið afnumið: Greiðsla vísitölu- FRJALS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.