Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 24

Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 24
M.s. Selfoss, hinn nýi. í reynsluferS á Limafirði 4. nóv. 1958 Viggó E. Macick, slcipaverkfrœðingur: mití er Uomib ab Siglingar hafa verið einn snarasti þátturinn í atvinnulífi landsmanna allt frá landnámi, enda hafa afurðir til lands og sjávar takmark- azt við gjafmildi móður náttúru, hér „á tak- mörkum hins byggilega heims“, eins og oft hef- ur verið sagt. Það er eðlilegt að þróun í skipa- byggingum landsmanna hafi verið skýrt mörk- uð af ferðum og aðstæðum öllum til lands og sjávar. en erfiðari aðstæður til aðdrátta er vart annars staðar að íinna. Vegna lítilla og lélegra hafna, sem og lítilla flutninga til og frá hverri höfn, hefur starf flutningaskipanna miðazt að nokkru við það, en aftur á móti hafa skipin orðið að vera stór og traust, til þess að bjóða úthafssjóum Norður-Atlantshafsins byrginn. Vegna skerja og grunnsævis hefur djúpristan takmarkazt, en til sjóhæfni hafa skipin þó þurft að rista hæfilega djúpt. Til aukinna afkasta og öruggari siglinga í þröngu og erfiðu farvatni þarf mikið vélaafl, en það kemur óhjákvæmilega nið- ur á vöruburði skipsins. Síðastliðin 45 ár hefur Eimskipafélag Islands verið brautryðjandi í siglingum landsmanna. Þróun siglingaflota landsmanna á síðari árum, má lesa út úr skipasmíðum félagsins. Frá smíði fyrsta skipsins, e.s. „fíullfoss“ 1015, og til og með smíði m.s. „Goðafoss“ 1048, m.s. „Detti- foss“ og m.s. ,.Lagarfoss“ 1040, m.s. „Gullfoss“ 1950, m.s. „Tungufoss“ 1953, m.s. „Fjallfoss“ 1954 ognú síðast m.s. „Selfoss“ 1058, má fylgjast með þróun skipastólsins samkvæmt siglingaþörf- um landsmanna. Endrum og eins hefur félagið keypt skip. sem á markaðnum hafa verið, þegar þörfin hefur verið brýnust, en sýnt er að til alhliða notkunar henta bezt þau skip, sem sniðin eru eftir staðháttum hér. 24 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.