Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Side 25

Frjáls verslun - 01.04.1959, Side 25
Með tilkomu hins nýja m.s. „Selfoss“ hefur skipastólnum bætzt góður liðsauki, þar sem hér er traust og afkastamikið skip. M.s. „Selfoss“ er smíðaður hjá Aálborg Vœrft í Alaborg, og var afhentur Eimskipafélagi Tslands í byrjun nóv- ember á fvrra ári. Skipið er smiðað samkvæmt ströngustu smíðareglum Lloyd’s Register of Shipping, og útbúnaður allur er samkvæmt ströngustu gildandi reglum um siglingar á öllum höfum. Þar sem skipið er byggt sem opið hlífðar- þilfarsskip, er ])að lítið í brúttósmálestum (2340 smálestir), en duglegt í burði (3460 burðarsmá- lestir). Einnig hefur skipið fullan styrkleika til þess að lestast dýpra sem lokað hlífðar-þilfars- skip, og þá verður það enn burðarmeira (4065 burðarsmálestir). Tvær af fjórum lestum skips- ins eru búnar sem frystilestar, eða um 100 þús. rúmfet, en þar með getur „Selfoss“ flutt allt að 2000 smálestir af frosnum fiski í einu. Til þess að drýgja afköstin hafa lúgur og vindur verið „Tröliafoss“, þ. e. a. s. ein lest með skutþilfari (poop-deek) l'yrir aftan yfirbyggingu, en þrjár fyrir framan. Iíelztu stærðarmál skipsins eru sem hér segir: Mesta lengd Lengd milli lóðlína Breidd Djúprista (opinn) Djúprista (lokaður) 334T0” (102.05 m) 302’2” ( 92.00 -) 50’4” ( 15.35 -) 20’6” ( 6.25 -) 22’4” ( 6.80 -) Aðalvél skipsins er smíðuð hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn, og er hún rúm 4000 hestöfl. Með yfirþrýstingi á skolloftinu til vélar- innar er hægt að fá meira afl úr henni en ann- ars, og er hér um að ræða 15% sparnað i þunga og 20% sparnað í rúmi, miðað við eldri gerð véla. Hjálparvélar framleiða 380 volta riðstraum, en það er algjör nýlunda í íslenzkum skipum en eykur burð og rúm skipsins til vöruflutninga. E.s. Selfoss siglir úr Reykjavíkurhöfn í síðasta sinn. Hann var seldur til Belgíu til niðurrifs valdar sem hraðvirkastar og jafnframt er skipið búið tveim krönum, sem hvor um sig getur unn- ið við 2. eða 3. lest (frystilestarnar). Frystilest- arnar eru einangraðar með glerull, en innra byrðið er aluminiumplötur, en það er einangr- andi (geislun) og mjög auðvelt að halda hreinu án málningar. Reynslan hefur sýnt að frystingin gengur mjög vel, og hægt er að kæla sumar lest- ar skipsins allt niður í 30° C ef með þyrfti. M.s. „Selfoss“ hefur líkt byggingarlag og m.s. Hraði skipsins eru 15 sjómílur á klst. fullhlaðið. Aður en „Selfoss“ var afhentur í Álaborg varð hann samningi samkvæmt að þola ýmsar „raun- ir“, sem sýndu, að skipið var starfi sínu vaxið. Hraði þess og stjórntök voru reynd, sönmleiðis legufærin, radar, djúplóð, loftskeytastöð, kæli- vélar og lestar, lyftiásar, vindur, hjálparvélar, raflagnir o. s. frv. Sem endranær biðu verkefnin, og skipið lestaði þegar í Álaborg 50 smálestir af sementi, en hélt FRJÁLS VERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.