Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 1
FRJÁLSVERZLUN
Útg.: Frjáls Verzlun Útgáfufélag h/f
Ritétjóri:
Birgír Kjaran
Ritnefnd:
Birgir Kjaran, formaður
Gísli Einarsson
Gunnar Magnússon
FRJALS
VERZLUN
22. ÁRGANGUR — 5.-6. HEFTI — 1962
í ÞESSU HEFTI:
ÁRNI ÓLA:
Gömul bæiarskrifstoia hverlur
★
ÓTTARR MÖLLER:
Eimskipaiélag Islands
★
Frjálsari verzlun
JÓHANNES NORDAL:
Virkjanir og stóriðja ó Islandi
★
SIGFÚS HAUKUF. ANDRÉSSON:
Verziunin í Stykkishóimi 1788—1806
★
NíræS bókaverzlun í Reykiavík
★
Ný stióm í Verzlunarráði Islands
★
Alþióðlegar vörusýningar 1963
★
Aldarminning Magnúsar Ólafssonar
ljósmyndara
★
ÞÓRIR BERGSSON:
Rökkurspiall (sagai
★
o. m. fl.
Stjóm útgáfujélags
FRJÁLSRAR VERZLUNAR
Birgir Kjaran, formaður
Gunnai' Magnússon
Helgi Olafsson
Sigurliði Kristjánsson
Þorvarður J. Júlíusson
TJðandi ár hejur í heild verið gjöfult til lands og sjávar og
afkoma almennings sjaldan verið almennt betri, enda atvinna
stöðug. Á siðustu árum hefur verið horfið að frjálsara efna-
hagskerfi í landinu, sem örfað hefur árœði manna til nýrra
átaka í atvinnurekstri og framkvœmdum; afrakstur þeirrar
iðju fer nú að skila sér til almennings í bœttum lífskjörum.
Með aitknu jafnvœgi í þjóðarbúskajmum liefur reynzt mögu-
legt að losa um viðjar haftanna og verzlun verið gefin frjáls-
ari. Ef til vill er aukið frjálsræði í verzlun og viðskiptum
ein mesta kjarabótin til lianda alþýðu manna, neytendum í
landinu, þvi að henni hafa fylgt hagstæðari vörukawp, sam-
kei)])nisverðlag og stóraukið vöruval, svo að sjaldan mun í
tíð núverandi kynslóðar hafa verið um fjölskrúðugri vaming
að velja í verzlunum og við verði sem hæfir mismunandi
kaupgetu manna. Það er von manna að framhald megi verða
á þessari þróun þannig að verzlunarfrelsið nái í framtíðinni
ekki einungis til innfluttra vara heldur einnig til útflutnings
landsmanna, því að vissulega hafa Islendingar einir þjóða
ekki efni á að virkja ekki þekkingu og dugnað kaupsýslu-
manna sinna við sölu erlendis á afurðum þjóðarbúsins.
Skrijstoja:
Vonarslræti 4, 1. hæð
Sími 1-00-83 — Pósthólf 1193
Víkingsprent h.f.
Prentmót h.f.