Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 14
sexn búast má við að verði mjög ódýrt. Pólitískt jafnvægisleysi hefur tafið fyrir framkvæmdum í þessum heimshlutum, en að því hlýtur að koma fyrr eða síðar, að áform um stórvirkjanir í hita- beltislöndunum nái fram að ganga, og er þá hætt við, að við íslendingar fáum hættulegri keppinauta en við höfum nú. Það getur því ráðið úrslitum, að okkur takist að komast af stað með stórvirkjanir hér á landi, áður en þessi samkeppni verður að veruleika. Þegar um er að ræða eins fjárfrekar framkvæmdir og stórvirkjanir og byggingu alúmíníumverksmiðju, hlýtur upphafið ætíð að reynast erfiðast. Hér er um það að ræða, að erlend fyrirtæki og lánastofn- anir festi allt að 3.000 milljónum króna í einni framkvæmd á Islandi, en það er álíka upphæð og allar erlendar skuldir Islendinga til langs tíma eru nú í dag. I samningum um svo gífurlegar fjárhæðir hlýtur að vera óhjákvæmilegt að velja þá leið, scm hagstæðust er bæði frá sjónarmiði okkar sjálfra og hinna erlendu aðila. Gerum við það ekki, er full- komin hætta á, að þessi áform verði að engu, eins og allar ráðagerðir fyrri ára um stórvirkjanir á íslandi og nýtingu liinna nxiklu auðæfa, sem við eigum ónotuð í íslenzkum fallvötnum. Takist okkur hins vegar að komast af stað og hrinda fyrstu stórvirkjun á Islandi í framkvæmd, er ég bjartsýnn á, að framhaldið reynist okkur auðveldara, og þótt þannig kunni að fara, að virkj- un Þjórsár við Búrfell verði fyrir valinu sem fyrsta stórvirkjun á íslandi, þykir mér iíklegt, að með því verði í rauninni bezt tryggt, að hægt sé síðar að koma fyrirætlunum um virkjun Jökulsár á Fjöllum í framkvæmd. Raforkumálastjóri mun hér á eftir gera grein fyrir athugunum á sviði virkjunarmálanna, en áð- ur en ég lýk máli mínu, vil ég nú snúa mér að öðru meginverkefni nefndarinnar og nota tækifærið til að skýra fundarmönnum í stuttu máli frá fyrir- ætlunum um byggingu kísilgúrverksmiðju við Mý- vatn, en því máli hefur verulega miðað áfram að undanförnu. Það eru ekki nema örfá ár, síðan mönnurn varð það ljóst, að botnleir Mývatns væri að mestu hreinn kísilgúr, sem er xnikilvægt efni í margvíslegum efnaiðnaði. Er hér um að ræða örsmáar leifar kísil- þörunga, sem í vatninu lifa og safnazt hafa saman á löngum tíma í nokkurra metra þykkt botnlag. Hreinsaður kísilgúr hefur ýmsa sérstæða eiginleika, t. d. sem síunarefni, er gerir hann að eftirsóttri og verðmætri vöru. Verðmætið fer mjög eftir gæðum, og er verð beztu gæðaflokka allt frá 5 upp í 10 þús. krónur hvert tonn. Allvíðtækar rannsóknir hafa farið fram undanfarin ár á eiginleikum kísilleirsins í Mývatni á vegum Raforkumálaskrifstofunnar og llannsóknaráðs ríkisins. Ilefur Baldur Lindal, eína- verkfræðingur, unnið mest að málinu. Gerðar hafa verið áætlanir um byggingu verksmiðju við Mý- vatn, er notaði jarðgufu við þurrkun á leirnum. Þegar ljóst var orðið, að kísilleirinn í Mývatni virtist óvenjugott hráefni og áætlanir höfðu verið gerðar um vinnslu hans, var eftir því leitað, hvort erlendir aðilar hefðu áhuga á þátttöku i byggingu kísilgúrverksmiðju við Mývatn, enda var mönn- um þegar Ijóst, að íslendingar gætu ekki einir hrundið þessu máli í framkvæmd, þar sem þá skorti t. d. bæði tækniþekkingu og þó sérstaklega aðstöðu til að byggja upp og skipuleggja sölu kísilgúrsins á erlendum mörkuðum. Niðurstaðan hefur orðið sú, að tvö hollenzk fyrirtæki hafa boðizt til þátt- töku í undirbúningi framkvæmda með það fyrir augunr að verða meðeigendur í fyrirtækinu, ef und- irbúningsrannsóknir sýndu, að það væri arðbært. Hafa nú undanfarna mánuði farið fram mjög víð- tækar rannsóknir í Holhtndi á eiginleikum Mý- vatnsleirsins og hugsanlegum framleiðsluaðferðum, og hafa verið send út stór sýnishorn til athugunar. Ilafa íslendingar fylgzt nákvæmlega með jxessum rannsóknum. Rannsóknum þessum og markaðsathugunum sem farið hafa frarn samtímis, er enn ekki fulllokið, en óhætt er að segja, að árangurinn hafi liingað til verið í sanxræmi við fyllstu vonir, sem menn höfðu gerl sér um eiginleika hráefnisins.. Virðist vera unnt að framleiða úr Mývatnsleirnum vöru, sem er sambærileg við beztu gæðaflokka af amerískum kísilgúr og miklu betri en fundizt hefur nokkurs staðar í Evrópulöndunum. Virðist því hér vera fyllsta ástæða til bjartsýni, þótt athugunum sé enn ekki lokið og of snemmt sé að draga lokaályktanir af þeim rannsóknum, sem gerðar hafa verið. Áætlað er, að hinum efnafræðilegu rannsóknum verði fulllokið fyrir haustið og verði þá hægt að taka lokaákvörðun um stofnun fyrirtækis, er setji á stofn verksmiðju við Mývatn. Jafnframt þarf að gera ýmsar rannsóknir hér heima í sumar bæði á kísilléirlögunum sjálfum og aðstæðunum við Mý- vatn, meðal annars þarf að bora eftir gufu handa Framhald ó bls. 24 14 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.