Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 23
son sýslumaður Árnesinga réttarþing út af strand-
inu, eins og lög mæltu fyrir, cn ekki varð fundið
að skipstjóri og menn hans yrðu sakfelldir fyrir
það eða drukknun Hölters.
Það, sem bjargaðist úr skipinu af vörum og öðru,
var selt á uppboði á strandstaðnum, og kom
Trampe stiftamtmaður þangað sjálfur frá Bessa-
stöðum til að gæta hagsmuna konungssjóðs. Síðan
sendi hann fyrirmæli til sýslumannsins í Snæfells-
nessýslu að skrifa upp allar eignir dánarbús Hölters
í Stykkishólmi. Fór hann svo þangað sjálfur seinna
um sumarið og seldi á uppboði allar vörur og annað
lauslegt, svo að ekkert var þá óselt af eignum Hölt-
ers á Islandi nema sjálf verzlunarhúsin og jarðirnar
Grunnasundsnes, Melrakkaey og Bíldudalseyri, en
allt var þetta selt árið eftir.
Ráðstafanir Trampes í Stykkishólmi 1806 voru
gerðar alveg á eigin spýtur, en sölunefndin og skipta-
rétturinn í Höfn féllust þó algerlega á þær.
Þess má geta, að það drengskaparbragð sýndi
Trampe ekkju Hölters, sem átti mjög erfitt upp-
dráttar, að láta ganga til hennar þau ómakslaun,
er hann átti rétt á vegna fyrirhafnar sinnar við
þessi mál, en það voru 150 ríkisdalir. Auk þess
mæltist hann til þess við sölunefnd, að hún liðsinnti
henni.
Lokaorð
Ekki virðist ástæða til að gera hér nákvæma
grein fyrir því, hve mikið konungssjóður fékk að
lokum upp í skuldir þær, sem Hölter lét eftir sig.
En tapið varð annars furðulítið, er öll kurl komu
til grafar. Munaði það miklu að skijiið Annaogfarm-
ur þess voru sæmilega vátryggð, og allmiklu meira
fékkst fyrir fasteignirnar á íslandi en búizt hafði
verið við. Hins vegar mun hafa gengið heldur treg-
lega að ná sumum af útistandandi skuldum verzl-
unarinnar á íslandi. Aðrir aðilar, sem Hölter skuld-
aði, fengu að sjálfsögðu ekkert upp í sínar kröfur.
Eins og fram hefir komið hér á undan, gekk verzl-
unin í Stykkishólmi löngum ærið skrykkjótt í tíð
Hölters. En það var þó síður en svo, að nokkuð
betra tæki við næstu árin eftir fráfall hans. Þannig
lá verzlun þar að mestu leyti niðri árin 1806 og
1807, og engin von var til að ástandið yrði betra
eftir að Danmörk dróst inn í Napóleonsstyrjald-
irnar haustið 1807. En þá gerðist íslenzka verzlunin
afar erfið og áhættusöin, einkum fyrstu styrjaldar-
árin, svo að lítil eða engin sigling var á ýmsar
hafnir.
í skrá nokkurri, sem til er í skjölum rentukamm-
ers yfir skip, er sigldu milli íslands og annarra
landa Danaveldis á fríhöndlunartímabilinu (1788—
1855), er þannig ekki getið um að neitt skip hafi
siglt frá Kaupmannahöfn eða öðrum verzlunar-
borgum ríkisins til Stykkishólms árin 1807—14. Þar
með er auðvitað ekki sagt, að engin sigling hafi
verið þangað á þessum árum, þar eð skip, sem sögð
eru ætla á nágrannahafnirnar, hafa efalaust sum-
liver einnig komið við í Stykkishólmi. Ekki er
heldur tekið fram um sum skip lausakaupmanna
á hvaða hafnir þau ætli, en aðeins sagt að þau ætli
til íslands. En það, að Stykkishólmur er ekki nefnd-
ur þessi ár, ber þó órækan vott um, að hafa sigl-
ingar þangað verið heldur stopular. Það var ekki
fyrr en árið 1815 og eftir það, að þetta breyttist til
batnaðar, en þá sigldi eitt skip Ólafs Thorlacíusar
á Bíldudal árlega beint frá Kaupmannahöfn til
Stykkishólms.
Hér að framan hefur verið leitazt við að rekja
í aðalatriðum verzlunarferil Peters Hölters kaup-
manns og varpa þannig nokkru ljósi yfir ástand
verzlunarinnar í Stykkishólmi á árunum 1788—
1806. Það basl, sem Hölter átti jafnan i og hin
voveiflegu ævilok hans, vekja óhjákvæmilcga sam-
úð með honum. Augljóst er hins vegar að slíkur
verzlunarrekstur sem hans, var ekki sérlega heilla-
vænlegur fvrir íslendinga, en þetta var þó ekkert
einsdæmi á þessum árum. Hölter og hans líkar áttu
þó ekki ncma litla sök á þessu. Aðalmeinið var
fólgið í sjálfu verzlunarfyrirkomulaginu, sem ekki
aðeins sneið íslendingum allt of þröngan stakk með
því að einskorða íslenzku verzlunina við Dana-
veldi, heldur og kaupmönnum sjálfum.
Aðalheimildir: Skjöl sölunefndar í Ríkisskjalasafni Dana.
„Heyrðu, elsku kúturinn. Mundirðu eftir að póstleggja pakk-
ann, sem ég gaf þér í morgun?"
FR.TÁLS VERZLUN
2Í5