Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 3
Séð norður Smiðjustíg. Næst t. v. er Eyjólfshús þar sem eitt sinn var bæjarskrifstofa Reykjavíkur Jón Jónsson heitir og er hann kallaður húseigandi. Síðan búa þau þarna fram til ársins 18(i4. Árið 1865 er þangað kominn Arnkell Scheving snikkari og býr með ráðskonu er Arndís Daðadóttir hét. En þá búa þau þar einnig Jón Jónsson prentari frá Stafni og Sólveig Ottadóttir kona hans, ásamt þremur börnum sínum. Þau hafa fengið þarna inni er þau komu alfarin heim frá Hólmabúðum í Vog- um, en þar hafði Jón verið fisktökumaður eða verzlunarstjóri um þriggja ára skeið. Árið eftir eru þau farin þaðan. Árið 1866 kaupir Bogi Smith snikkari húsið og sezt þar að ásamt konu sinni, Oddnýu Þorsteins- dóttur, systur Jóhanns prófasts Þorsteinssonar í Stafholti. Þau voru þá nýlega gift og áttu eitt barn á fyrsta ári, Ragnhciði. Bogi var elzti sonur Martin Smiths konsúls og kaupmanns, sem verzlaði í Ný- höfn í Hafnarstræti. Hann var kvæntur Ragnheiði dóttur Boga á Staðarfelli. — Þarna bjuggu þau Bogi og Oddný í fjögur ár, en flpttust þá vestur að Arnarbæli á Fellsströnd og bjuggu þar þangað til Bogi andaðist. Meðal barna þeirra var Soffía kona Magnúsar Guðmundssonar ráðherra. Eftir lát tengdaforeldra sinna erfði Oddný húsið Hótel Alexandra i Hafnarstræti í Reykjavík og fluttist þá þangað. Bjarni Bjarnason á Esjubergi keypti Eyjólfshús af Boga og fluttist í það 1871. Bjarni var ættaður frá Seli í Grímsnesi, en hafði búið rausnarbúi á Esjubergi á Kjalarnesi um 30 ára skeið. Var hann talinn bezti búhöldur, hagsýnn og framtakssamur. Kona hans var Kristín Bjarnadóttir frá Vatns- horni í Skorradal. Er hún fræg fyrir það, að hún var fyrsta íslenzka konan sem nevtti kosningar- réttar; það var í bæarstjórnarkosningum í Reykja- vík 1888. Dóttir þeirra Bjarna var Ingibjörg og var hún rúmlega tvítug er lnin fluttist með foreldr- um sínum til Reykjavíkur. Þótti hún þá einna beztur kvenkostur hér um slóðir. Árið 1876 giftist hún Þorláki kaupmanni Johnsen og keypti þá Bjarni FR.TÁLS VERZLUTf 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.