Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 39
sem var talinn ágætur læknir þótt ólærður væri, presturinn og fleiri greindir menn. Ætli þeir hafi ekki þekkt lík frá lifandi manni. Og þegar þeir konni með brekánið niðureftir, þá var negrinn setzt- ur upp. Þeir studdu hann heim. Og presturinn sagði: Guð hjál])i þér Rögnvaldur, hvað hefur þú gert? Þá sagði Rögnvaldur með þrumandi rödd, svo allir Keyrðu: Bjargað mannslífi, ef mannslíf skyldi kalla. Með guðs hjálp vona ég, sagði prestur. Þá sá pabbi að Rögnvaldur leit undan og glotti við tönn. Jú, hann lifnaði við, sá dökki. Þetta var rosa- menni að kröftum og enginn skildi orð af því er hann sagði. Allir voru hræddir við hann, nema Rögnvaldur, einkum konur, að ég ekki tali um krakkana. Rögnvaldur tók hann með sér í kirkju, þeir vildu koma af orðrómnum, hann og presturinn gamli. En það var ekki mál við komandi að hann tæki á móti náðarmeðulunum. Hann kreisti aftur kjaftinn og ranghvolfdi augunum, sem nú voru bæði orðin hvít, fyrir utan þennan stóra, kol- svarta augastein. Hvort sem hann var draugur eða maður, ])á var eitt víst, þetta var hundheiðinn djöfull. Og var hann lengi þarna í Raftavík milli Gnúpa? spurði Arnór. Eengi, nei, jú, lengi og lengi ekki, eftir því hvern- ig á það er litið. Nógu lengi, meintu menn, já, of lengi. Það var sent til sýslumannsins, en það var langur vegur og tíð afleit að sögn. Og svo var sýslumaðurinn veikur og treysti sér ckki úteftir. Hann bað þá Rögnvald og prestinn að sjá um greftrun hinna dauðu og að forvara góss það er á land kynni að berast, en það var víst lítið og ónýtt nema undir vor, er upp rak tvær ámur, sagði faðir minn, með víni, góðu og sterku, og var önnur flutt heim til Rögnvalds en hin til prests, og hlutu þar beztu fyrirgreiðslu, enda aldrei vitað hvað mikið i þeim var, en báðir hófsemdarmenn, Rögnvaldur og presturinn gamli. Á Rögnvaldi kvað aldrei hafa séð vín þótt aðrir yrðu ölvaðir, er jafnmikið drukku. Miklir þrekmenn þeir Raftavíkurmenn hver fram af öðrum, og varla gefur hann þeim eftir sá Rögn- valdur sem nú býr þar, hvað þrek snertir þótt hin forna kunnátta og vísindi séu nú gleymd og grafin. Nú, og sat hann þar lengi, negrinn? spurði Arnór. Negrinn? Nei, Rögnvaldur lét hann vinna að grjótflutningi við sjávargarða og túngarða þá um veturinn og fram á vor þegar veður og færð leyfði, annars við snjómokstur og öniiur slik verk. Hann tók negrann og með sér í hákarlalegur og sjóróðra, því aldrei þorði hann að skilja við þann svarta. Systur átti Rögnvaldur, ekkju um þrítugt að sagt var. Ilét hún Guðmundína, burðakvenmaður og myndarleg. Er hún varð ekkja flutti hún heim i Raftavík. Var negrinn oft að sniglast kringum hana, brosandi og hjalandi sitt hrognamál og vék hún heldur góðu að honum. Þá var það einn dag snemma vors, að presturinn var kominn að Raftavík, sátu þeir Rögnvaldur og hann í húsinu inn af baðstofunni og dreyptu á víni. Kom þá Guðmundína æðandi inn til þeirra, en fólk var flest úti við vinnu, á sjó og landi. Voru fötin mjög rifin af henni og féll hún þar í ómegin. Var hún lögð upp í rúm, öll blá og marin og illa til reika. Náði hún sér seint og var lengi lasin. Ekki vissi faðir minn hvað gei'zt hafði, en hug- mynd hafði hann um það af orðsproki manna, að negrinn myndi hafa ráðizt á konuna, þar sem hún var einsömul að berja hlass í hvarfi frá bænum. lllugi þagnaði nú lengi. Og hvað svo? sagði Arnór loks. Já, livað svo, skepnan þín, sagði Illugi, bara ekkert. Negrinn var horfinn, hvort sem það var draugur eða maður. Einhver hafði séð honum bregða fyrir úti við Gnúp ytri, að hann hélt, sagði faðir minn sálugi. — Þeir sátu lengi og töluðu, prestur og Rögnvaldur. Eftir það gékk Rögnvaldur með presti út á hálsinn ofan við Innri-Gnúp. Undir rökkur sá faðir minn að Rögnvaldur gekk út með hlíðum og hvarf út með sjó. Ekki varð vart við liann um kvöldið fyrir háttatíma. En um morgun- inn eftir var liann kominn. En negrinn? Negrinn sást aldrei eftir það. Ilvorki tuska né tangur af honum. Jæja, sagði Arnór og tók vel í nefið. Ilann Rögn- valdur hefur komið honum fyrir, meina ég. Ojá, Iiann átti þá líka lífið í honum, trúi ég. Mikið andskoti tekur ]>ú í nefið, maður. Eg segi það bara, ])ú ert þungur á fóðrunum hjá séra Sig- urði. — Komið honum fyrir, segir þú. Já, eitthvað varð að gera og eitthvað hefur gerzt. Sunnudag- inn eftir fór Rögnvaldur til kirkju, sagði faðir minn sálugi, fékk aflát hjá presti og sakramenti. Og það var víst, að bókina brenndi hann á laugardags- kvöldið áður og blöðum. Svo fór með vísdóm þann. En nú ætla ég að halla mér útaf og reyna að blunda í rökrinu þangað til kvöldskatturinn kemur. 1901 FRJÁLS VERZLUN 39

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.