Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 19
Ólafsvík. mynd eftir G. Mackenzie frá árinu 1810 um verzlunina á íslandi. En við þetta varð verzlun- in auðvitað mjög óhagstæð íslendingum. Fyrir Hölter urðu þetta mjög afdrifarík ár, því að ofan á fyrrgreinda erfiðleika bættist það, að dugga hans fórst haustið 1794, mjög lágt vátryggð. Þetta var þeim mun meira áfall sem verð á skipum hækkaði stórum á þessum árum. Átti Hölter nú einungis lítið skip, sem hann varð að bjargast við sumarið 1795 með því að láta það fara tvær ferðir til íslands, þar eð hann hafði hvorki efni á að kaupa nýtt skip né taka skip á leigu. Augljóst var þó, að vonlaust var að halda verzluninni áfram á þennan hátt, því að þetta skip var alls ófullnægjandi jafn- vel þótt hægt væri að láta það fara tvær ferðir ár- lega, sem þó fór mjög eftir tíðarfari. Árið 1795 sá Hölter því ekki aðra leið út úr ógöngunum en leita á náðir sölunefndar um lán til kaupa á skipi, þótt svo væri nú komið fjárhag hans, að hann hafði ekki getað staðið i skiluin með afborganir sínar til nefndarinnar árin 1794—95, en orðið að fá greiðslufrest. Sölunefnd tók beiðni hans heldur þunglega fyrst í stað og benti honum á, að skuld hans við konungs- sjóð væri nú nokkru hærri en þegar liann byrjaði verzlunina árið 1788. Þó viðurkenndi hún, að skipa- kostur hans væri algerlega ófullnægjandi og við slíkar aðstæður fyrirsjáanlcgt að verzlun hans dræg- ist enn meir saman og þar með minnkuðu líkurnar fyrir því, að hann gæti nokkurntíma staðið í skilum. Um þetta leyti kom skip Hölters frá íslandi og hafði meðal annars meðferðis skýrslur um eignir hans þar, sem töldust vera urn 17000 ríkisdala virði. Áleit nefndin þá óhætt að útvega honum 3000 ríkisdala lán úr konungssjóði með vægum kjörurn og gefa honum aukinn frest á afborgunum af eldri skuldum. Gegn þessu átti hann þó við fyrsta tækifæri að selja það litla skip, sem hann átti fyrir og láta andvirði þess ganga upp í afborg- anirnar, svo að eftir sem áður gat hann aðeins haft eitt skip í förum. Hið nýja skip Ilölters, Salvator, var þó aðeins 30 stórlestir þar eð lánið hrökk ekki fyrir stærra skipi. Nægði það honum því aðeins, að hann gæti látið þar fara tvær ferðir árlega til íslands. Fyrsta ferð þess sumarið 1796 gekk að óskum, en ekki komst það af stað í síðari ferðina fyrr en 20 ágúst. Náði það heilu og höldnu til Stykkishólms og hélt þaðan aftur með fullfermi 18. október, en hreppti hið versta veður nóttina eftir brottförina og fórst á Breiðafirði með allri áhöfn. Hölter, sem var sjálfur um kyrrt í Kaupmanna- höfn, frétti ekki um slysið fyrr en í byrjun maí vorið eftir, en mikið hafði raunar verið i húfi fyrir hann að skipið kæmist til Hafnar um haustið með FRJÁbS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.