Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 40
Þetta er kötturinn okkar, sem þér eruð búin að setja ó yður, frú!
★
Þefdýr skoraði ljón á hólm, en Ijónið hafnaði
áskoruninni.
„Hvers vegna?“ spurði þefdýrið. „Er konungur
dýranna hrœddur?“
„Já,“ svaraði ljónið, „því að þú mundir hljóta
frægð og sóma af að berjast við ljón, en mán-
uðum saman mundu allir, sem hittu mig á förnum
vegi, vita samstundis, að ég hefði eitthvað haft
saman við þefdýr að sælda.“
★
Sumir segja, að það sé betra að vera snauður og
sæll frekar en vellauðugur og vansæll. Mér kemur
í hug, hvort ekki er hægt að synda á milli skers
og báru í þessu — það er að segja að vera sæmi-
Iega efnaður og í fýlu.
„Bæjarstjórnarskrifstofurnar,“ sagði símastúlkan.
Svo varð löng þögn og þá sagði kvenrödd eymdar-
lega: „Er J>etta raunverulega hjá bænum?“
„Já, frú,“ svaraði símastúlkan. „Við hvern óskið
Jjér að tala?“
Aftur varð óþægileg ljögn, en svo sagði kven-
röddin afsakandi: „Engan, hugsa ég. Eg fann bara
númerið á miða í jakkavasa mannsins míns.“
★
Verkfræðingur hafði komið sér upp glæsilegum
búgarði, og J>ar hafði hann komið fyrir ýmsum
uppfinningum sínum. Einhverju sinni kom gamall
vinur hans í heimsókn. Honum fannst garðshliðið
dálítið stirt, og hafði orð á Jjví við vin sinn.
„Þú verður endilega að athuga hliðið,“ sagði hann,
er þeir höfðu heilsazt. „Verkfræðingur á ekki að
hafa hjá sér hlið, sem er svona stirt.“
„0, það er nú ekki að ástæðulausu,“ sagði verk-
fræðingurinn. „Illiðið er nefnilega í sambandi við
vatnsgeyminn á þakinu. Hver, sem opnar hliðið,
dælir tíu lítrum vatns í geyminn fyrir okkur.“
★
Gamall bóndi skrifaði póstverzlun eftirfarandi
bréf:
„Gerið svo vel að senda mér bensínvél, eins og
sýnd er á bls. 787, og ef hún er í lagi, Jiá sendi ég
ávísun.“
Póstverzlunin svaraði um hæl:
„Gerið svo vel að senda okkur ávísun, og ef hún
er í Iagi, sendum við vélina.“
l | T l
FU.T41S VKRZLUN
40