Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 24
AFANGAR Ottarr M'óller tók við forstjórastarfi Eimskipa- félagsins hinn 1. júní sl. Óttarr er fæddur 24. október 1018, í Stykkishólmi. Hann lauk námi við Verzlunarskóla íslands árið 1936 og var síðan eitt ár við verzlunarnám í Eng- landi jafnframt því sem hann starfaði við heildsölu í Manchester. Hinn 1. október 19.88 réðst hann til Eimskipafélagsins og hefur starfað þar síðan að einu ári undanskildu, en árið 1952/1953 fékk hann leyfi frá störfum til þess að gegna starfinu sem viðskiptalegur framkvæmdastjóri hjá Sameinuðum verktökum hér í bæ. Árin 1942—1046 starfaði Ottarr sem fulltrúi á skrifstofu Eimskipafélagsins í New York, jafnframt því sem hann stundaði nám í ,,shipping“ við skóla þar í borg og tók þátt i námskeiðum fyrir yfir- menn skipafélaga á vegum War shipping Admini- stration. Eftir heimkomu frá New York hefur Óttarr Möllcr starfað sem fulltrúi Eimskipafélagsins. Vultýr 11ákonarson hefur ný- lega verið ráðinn skrifstofustjóri á aðalskrifstofu Eimskipafélags Islands í Rcvkjavík. Valtýr er fæddur 17. febrúar 1923 að Rauðkollsstöðum, Eyjahreppi í Hnappadalssýslu. Hann stund- aði nám við Samvinnuskólann í Reykjavík, og lauk þaðan prófi árið 1943. Að námi Ioknu starfaði Valtýr í eitt ár við Kaupfélag Austfjarða á Seyðisfirði og réðst til Eimskipafélagsihs árið 1944. Ilann starfaði fyrst sem bókari og síðar sem deildarstjóri farþegadeild- ar Eimskipafélagsins, en frá 1954, sem skrifstofu- stjóri í Kaupmannahöfn. Asberg Sigurdsson hefur ný- lega verið ráðinn skrifst.ofustjóri Eimskipafélags í.slands í Kaup- mannahöfn. Ásberg er fæddur 18. apríl 1917 að Hvítárbakka í Borgarfirði. Hann brautskráðist stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og lauk lögfræði- prófi við Háskóla íslands 1944. Sama ár varð hann skrifstofustjóri hjá Sölunefnd setuliðscigna. En 1946 var hann kjörinn bæjarstjóri á ísafirði, fékk lausn 1948. Stundaði síðan lögfræði- störf og var formaður útgerðarfélagsins ísfirðings hf. frá 1948 unz hann lét af því á sl. ári. Sigurlaugur Þorlcelsson hefur nýlega verið ráðinn blaðafulltrúi Eimskipafélagsins. Sigurlaugur er fæddur 27. apríl 1924 á Stokks- eyri. Iíann lauk námi við Verzl- unarskóla íslands árið 1942 og réðst þá til Eimskipafélags ís- lands. Hann hefur starfað þar síðan, fyrst sem bókari og frá árinu 1954 scm deildarstjóri farþegadeildeildar. — Um nokkra þætti í störfum . . . Framhald af bls. 14 verksmiðjunni við Námaskarð, og er ráðgert að Norðurlandsborinn hefji þar boranir í haust. Ef allt gengur að óskum, er því hugsanlegt, að hefja undirbúning að byggingarframkvæmdum á næsta ári. Samkvæmt þcim áætlunum, sem gerðar voru á vegum raforkumálastjóra og rannsóknarráðs, um byggingu kísilgúrverksmiðju, liefur verið gert ráð fyrir 10 þús. tonna ársframleiðslu á kísilgúr, cn út- flutningsverðmæti hennar vrði 40—50 milljónir kr. Stofnkostnaður er áætlaður 110—120 milljónir kr., og mundi slík verksmiðja veita 70—80 mönnum atvinnu. líáðgert hefur verið, að verksmiðjan verði byggð nálægt Námaskarði og fullunnin vara flutt þaðan til Húsavíkur. Þessi áætlun verður að sjálf- sögðu rækilega endurskoðuð, ef úr framkvæmdum verður í samvinnu við hin hollenzku fvrirtæki. Þyk- ir mér þá líklegt, að verksmiðjan yrði höfð heldur stærri, t. d. miðuð við 15 þús. tonna ársframleiðslu. Hér yrði þó líklega eingöngu um byrjunarfram- kvæmd að ræða. Markaður f.vrir kísilgúr er svo mikill og vaxandi, að búast má við, að kísilgúr- verksmiðja við Mývatn muni stækka ört á kom- andi árum, ef hún reynist á annað borð samkeiipn- ishæf. Hefur það mikið að segja, að nánran í Mý- vatni er svo stór að hún mundi nægja miklu stærri verksmiðju heldur en komið hefur lil greina að reisa og þó endast í hundruð ára. Þessi framkvæmd gæli því vel orðið upphaf nýs útflutningsiðnaðar, er skili hundruðum milljóna króna í þjóðarbúið á ári hverju og veiti fjölda manns atvinnu. 24 FR.TALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.