Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 21
vísast að viðgangur verzlunarinnar þar yrði betri í höndum hans sjálfs en faktors, sem enga hlut- deild átti í henni. Sumarið 1802 leið þó án þess að gengið væri frá nokkrum samningum, enda mun hinn væntanlegi meðeigandi hafa viljað fá áður nánari fregnir um ástandið i Stykkishólmi. En þaðan, eins og víðast hvar annar staðar af landinu, bárust heldur dapur- legar fregnir þetta sumar. Afkoman til sjós og lands hafði verið ákaflega erfið um veturinn sökum af- leits tíðarfars, og komu mörg skip kaupmanna l>að- an aðeins með hálfa farma haustið 1802.. Og við þessar aðstæður komust kaupmenn ekki heldur hjá því að veita viðskiptamönnum sínum á íslandi tiltölulega meiri reikningslán en ella. Þátttaka í Stykkishólmsverzlun virtist því ekki sérlega eftirsóknarverð eins og á stóð. Og að þessu sinni eins og svo oft áður, var ekki heldur ein bár- an stök í hrakföllum Hölters, því að þetta haust urðu kunningjar hans, Schött og Herlew gjaldþrota. Þegar hér var komið sögu, voru þeir í sjálfskuldar- ábyrgð fyrir hór um bil 13000 ríkisdölum af skuld- um Hölters við konungssjóð, en hann hafði þá ný- lega skrifað upp á nokkra víxla fyrir þá. Þessir víxlar voru nú látnir falla á Hölter, sem átti ekki um annað að velja en gefa upp bú sitt sem þrotabú. Um þetta leyti skuldaði Hölter konungssjóði nærri því 30.000 ríkisdali alls. En eignir hans voru þrjár jarðir á Islandi, verzlunarhús og vörur í Stykkishólmi, tvö skip og eitthvað af vörum o. fl. í Kaupmannahöfn, og var þetta samtals 1.5—20.000 ríkisdala virði. Auk þess átti hann nokkur þúsund ríkisdali í útistandandi skuldum á Islandi, sem þótti heldur vafasöm eign, eins og hagur manna þar var þá bágborinn. Abyrgðarmenn hans, Sclúitt og Ilerlevv, áttu ekki fyrir sínum eigin skuldum, og var því einskis að vænta úr þeirri átt, svo að viðbúið var, að tap konungssjóðs vegna Iíölters yrði allmikið. Þá skuldaði hann nokkrum einka- aðilum í Ilöfn 12—13000 ríkisdali og eit.thvað á Islandi, og var ekki annað sýnna en þátttöku hans í íslenzku verzluninni væri nú endanlega lokið. Verzlun í Stykkishólmi á vegum sölunefndar Þannig stóðu málin fram á vor 1803, og var allt í óvissu um framhald verzlunar í Stykkishólmi. Benti ekkert til þess, að neinn myndi að sinni vilja kaupa eignir Hölters þar á viðunandi verði cða hefja þar fasta verzlun á annan lnítt. Það virtist því allt annað en gróðavænlegt að efna til uppboðs á þessum verzlunareignum í einu lagi eða öðruvísi. Og tnlið var víst, að fyrir þær íslenzku útflutnings- vörur, sem voru fyrirliggjandi í Stykkishólmi, feng- ist aðeins smánarverð, ef þær yrðu seldar á upp- boði þar, en aftur á móti mætti fá allgott verð fyrir þær í Katipmannahöfn. Þessar vörur voru áætl- aðar nægur farmur í skip og þótti þvi vænlegast að láta skip, sem jafnframt flytti vörur til íslands, sækja þær. Rentukammerið og sölunefnd voru líka sammála um, að bráðnauðsynlegt væri fvrir íbúa þeirra héraða, sem jafnan sóttu verzlun til Stvkkis- hólms, að verzluninni þar yrði haldið áfram. Var því ákveðið, að nefndin skyldi senda þangað skip með vörur á kostnað konungssjóðs og halda verzl- uninni þannig gangandi, unz úr rættist á annan hátt. Skiptarétturinn í Kaupmannahöfn, sem hafði þrotabú Hölters undir höndum, féllst á að láta sölu- nefnd fá fyrst um sinn umráð yfir eigmim hans á íslandi og öðru skipi hans. Tók nefndin við þessum eignum eftir mati, og skyldi svo skiptárétturinn fá staðfest afrit af öllum reikningum um verzlunar- reksturinn. Framkvæmd verzlunarinnar var síðan falin Hölter sjálfum, og átti hann að vera í förum með skijiinu, en engin laun voru honum ætluð nema það, sem hann þurfti fyrir brýnustu nauð- synjum handa sér og fjölskyldu sinni. Aftur á móti áttu þær hreinu tekjur, sem verða kynnu af þess- ari verzlun, að ganga upp í skuldir hans við kon- ungssjóð, og var honum gefin von um að fá umráð vfir verzluninni aftur, ef skuldir hans lækkuðu svo um munaði. Yrði hins vegar tap af þessum verzl- unarrekstri, átti það að sjálfsögðu að falla á Hölter. Þótt Hölter liefði allt að vinna og engu að tapa í þessu starfi, taldi sölunefnd samt ekki ráðlegt að trúa honum einum fyrir því, en öðrum assistent hans, Christian Hjorth að nafni, var falið að stjórna verzluninni með honum, og var þeim gefið rækilegt erindisbréf. Jón Kolbeinsson faktor í Stvkkishólmi, skyldi hins vegar látinn hætta, enda átti að gæta hins ýtrasta sparnaðar í hvívetna. Sér til aðstoðar máttu þeir Hölter og Hjorth þó hafa einn mann, Pál Hjaltalín, sem lengi hafði starfað við verzl- unina. Þetta fyrirkomulag á verzluninni átti að sjálf- sögðu ekki að standa nema lil bráðabirgða, eða þar til vandamálin varðandi hana og þrotabú Hölt- ers hefðu verið leyst. Hölter sjálfur taldi það vitan- lega æskilegustu lausnina, að hann gæti á einhvern liátt fengið fnll umráð yfir eignum sínum og haldið verzluninni áfram, hclzt í félagi við einhvern traust- FRJÁLS VEHZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.