Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 16
Stykkishólmur, elzta ljósmynd þaðan, tekin 1876. Næst t. v. er hús konungsverzlunarinnar, en t. h. Claussnshús, nú íbúðarhús Sigurðar kaup- og alþingismanns Agústssonar. Á bak við það „Norska húsið", nú elzta hús í Stykkishólmi, er Árni Thorlacius lét byggja, um 130 ára. með að koma verzlunareignunum út til að láta alla samninga við Hölter stranda á ráðstöfunum Olafs amtmanns, sem höfðu líka verið gerðar með þeim fyrirvara, að nefndin féllist á þær. Einnig var von um, að Hans Hjaltalín fengist til að taka við Arnar- stapa, ef Búðir fylgdu mcð. Verzlunaraðstaðan í Stykkishólmi Miðað við flesta aðra landshluta voru tiltölulega margir verzlunarstaðir á Snæfellsnesi fyrr á tímum, eða alls 5 þegar hér var komið sögu, nefnilega Búðir, Arnarstapi, Ólafsvík, Grundarfjörður og Stvkkishólmur. Stafaði þetta af hinu mikla útræði, sem jafnan var stundað af Snæfellsnesi, einkum utanverðu nesinu og þar af leiðandi miklu fram- boði af fiski. Til Stykkishólms barst hins vegar fullt eins mikið af landbúnaðarafurðum sem sjávarafurðum, því að auk þess sem menn sóttu þangað verzlun úr sumum sveitum Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og allri Dalasýslu, leituðu menn einnig allmikið þangað til verzlunar úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og meira að segja úr innstu héruðum Strandasýslu og eitthvað úr vestustu héruðum Húnavatnssýslu. Með landbúnaðarafurðum er hér ekki aðeins átt við kjöt, tólg, ull, gærur o. þ. h., hcldur engu síður prjónles, einkum sokka og vettlinga, sem voru afar mikilvægar útflutningsvörur frá íslandi fyrr á tím- um, sérstaklega úr þeim landshlutum, þar sem sjó- sókn var lítil eða engin. Prjónlesið þótti ærið mis- jafnt að gæðum, aðallega af Suður- og Vesturlandi, og gekk oft illa að selja sumt af því erlendis. Af sjávarafurðum, sem allmikið bai'st aif lil Stykkishólms, má nefna æðardún, sellýsi og sel- skinn, sem allt voru eftirsóttar vörur erlendis. Að sjálfsögðu barst þangað einnig allmikið af fiski og þorskalýsi þótt aðalútgerðarstöðvarnar væru ann- ars utantil á Snæfellsnesi eins og fyrr var sagt. En það var einmitt vegna fiskafurðanna, sem Hölter hafði hug á að koma sér upp verzlunarbækistöðv- um í Grundarfirði og Olafsvík. Einhverja verzlun rak hann líka í Olafsvík, að minnsta kosti annað slagið. Og það gerði honum hægara um vik, að á ýmsu valt um verzlunina þar fram um aldamótin 1800. Þannig var Jakob Severin Plum, sem tók við eignum konungsverzlunarinnar í Ólafsvík, heldur 16 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.