Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 7
því er hægt að veita þeim ólíkt betri þjónustu en verið hefir til þessa. Skipastóllinn endurnýjaður — Hvað er að segja um aukningu skipastólsins? — Eimskipafélagið hagnaðist vel á siglingum á styrjaldarárunum. Það var allt notað til að endur- nýja skipastólinn. 011 skij) félagsins í dag hafa verið byggð síðan, að tveim undanskildum, Reykjafoss, er keyptur var í Italíu, og Tröllafoss, sem félagið keypti frá Bandaríkjunum. Nú á félagið tíu skip, samtals 26802 brúttótonn að stærð. Rými í lestum er 1.636.296 rúmfet, og meðalaldur skipanna er 10,7 ár. Hafnir heima og erlendis — Hvernig cr áætlun skipanna? — Innanlands hafa skipin viðkomu á 50 höfnum, og þau sigla til 11 landa í Evrópu, koma í 50—60 hafnir erlendis. Fjögur skipanna sigla samkvæmt áætlun. Gullfoss siglir yfir sumarmánuðina hálfs- mánaðarlega leiðina Reykjavík-Leith-Kaupmanna- höfn-Leith-Ileykjavík, og þrjú skip, sem jafnframt hafa frystirúm, sigla á þriggja vikna fresti frá New York-Reykjavík-Rotterdam-Hambosg-Reykjavík- Dublin-New York. Þessi áætlun var ákveðin í árs- byrjun 1961, þegar fyrirsjáanlegt var, vegna skipa- bygginga framleiðenda á frystum fiski, yrðu ekki næg verkefni fyrir þrjú af frystiskipum félagsins. l’essi þrjú skip hafa, jafnhliða því að flytja vörur til og frá íslandi, annazt flutning á frystu kjöti frá Dublin til New York og frystum matvæluin til Rotterdam og Ilamborgar. Frá ágúst 1961 lil sama tíma í ár urðu brúttótekjur gjaldeyris á þessum flutningi um 65 milljónir íslenzkra króna. Seinni hluta þessa árs hefur dregið úr flutningi frá New Goðafoss York vegna aðgerða Efnahagsbandalags Evrópu og hækkaðra tolla á innfluttum matvælum til Evrópu. Félagið hefur fullan hug á að auka og bæta þjón- ustu sína við alla landsmenn og reyna í auknum mæli að sækja á erlendan markað til að skapa með því nýjar gjaldeyristekjur. Því treystir Eimskipa- fclagið því, að verzlunarmenn og framleiðendur meti viðleitni ])ess með því að trúa því fyrir vöru- flutningum sínum. Nýjung í vetrarferðum Gullioss — En breytingarnar í vetrarferðum Gullfoss? — Já, Gullfoss er þegar byrjaður vetrarferðirnar og eru í fyrstu cins margir farþegar og komast og bendir allt til þess, að þar verði skipað í livert rúm í öllum ferðum hans í vetur. Af 117 farþegum í fyrstu ferð tóku sér aðeins 28 far til að fara í land í Ilamborg og Höfn, en 89 fram og aftur með gist- ingu í skipinu á meðan það stendur við í borgunum })rem, Hamborg, Kaupmannahöfn og Leith. Höfð er dagsdvöl í Hamborg, síðan siglt um Kieler-skurðinn til Kaupmannahafnar. Mcðan skij)ið stanzar þar, verður efnt til tvcggja kynnisferða fyrir farþega, önnur um „íslendingaslóðir“ í Kaupmannahöfn, ek- ið í þægilegum bílum um þá staði, er koma helzt við sögu íslendinga í Höfn. Hin ferðin verður farin um Sjáland. ()g á heimleið er stanzað einn dag í Leith, svo farþegum gefst kostur á að litast um þar og í Edinborg. Þessar ferðir eru einstaklega ódýrar þrátt fyrir fullkominn aðbúnað, enda lízt fólki svo vel á ferðirnar, að ekki vantar mikið á, að upppantað sé í þær flestar. Þær standa yfir að- eins fram í marz. Þá fer skipið í flokkun. Verða þá gerðar ó því breytingar og endurbætur, t. d. verður reykingarsalurinn nýr og óþekkjanlegur cftir þær breytingar. Verður þetta væntanlega til að auka enn vinsældir þær, sem Gullfoss hefur aflað sér meðal farþega á þeim 12 árum, sem liðin eru síðan hann kom nýr til landsins. Byggð verði 2—3 ný vöruflutningaskip — Verður skipastóllinn stækkaður á næstunni? — Stjórn Eimskipafélagsins hefur ákveðið að leita tilboða erlendis frá í smíði tveggja eða þriggja vöruflutningaskipa, sem fermi um 900 tonn af vör- um og hafi um 70 þúsund teningsfeta lestarrými. Slík skip eru um 1000 tonn D. W. Með því að smíða slík skiyj telur Eimskipafélagið möguleika á að bæta verulega þjónustu sína við hafnir úti á landi, þannig að eitt af þessum skipum FRJÁLS VEUZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.