Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 8
Jóhannes Nordal, bankastjóri:
Virkjanir og sfóriðja á íslandi
r n
I sumar eð leið (8. júlí) var haldinn á Akureyri fundur
að tilhlutan alþingismanna Norður- og Austurlands. J'ar
voru mættir alþingismenn allir, I(i, og 43 fulltrúar bæjar-
og sýslufélaga á þessu svæði. En aðrir gestir fundarins
voru dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri, Jakob Gíslason
raforkumálastjóri og Eiríkur Briem rafmagnsveitustjóri.
Var fundurinn haldinn einkum vegna áformaðrar virkj-
unar Jökulsár á Fjöllum, en þar var raunar rætt um orku-
mál og stóriðju á Islandi. J upphafi fundar flutti dr.
Jóhannes Nordal fyrirlestur þann, er hér fer á eflir.
V_____________________________________________________________J
Forráðamenn þessa fundar hafa boðið mér að
koma hingað til þess að gefa íundarmönnum upp-
lýsingar, er máli kunna að skipta varðandi það efni,
sem hér hefur verið tekið til umræðu. Er ég hingað
boðinn fyrir hönd nefndar, sem kölluð hefur verið
stóriðjunefnd og starfað hefur í rúmt ár á vegum
ríkisstjórnarinnar að undirbúningi mála, er varða’
stofnun nýrra atvinnufyrirtækja hér á landi með
þátttöku erlendra aðila. Nefndin hefur ekki haft það
hlutverk að gera almennar rannsóknir á því, hvaða
nýjar framleiðslugreinar hér á landi væru líklegastar
til vaxtar og viðgangs, heldur hefur hún einskorð-
að störf sín við athuganir og undirbúning mála,
er voru komin það langt áleiðis, að raunverulegur
áhugi væri vaknaður á að hrinda þcim í fram-
sigli í áætlunarferðum umhverfis landið og hin tvö
skipin milli íslands og Evrópuhafna, með það fyrir
augum fyrst og fremst, að þau flytji vörur beint
til hafna úti á landi án umhleðslu i Reykjavík.
Með þessu móti fá vörueigendur vörurnar fyrr í
hendur en ella, og við það sparast einnig mikill
umhleðslukostnaður. llugmyndin er að hraða sem
mest nauðsynlegum undirbúningi að framkvæmdum
og verður fyrst unnið að öflun tilboða í nýsmið-
arnar, útvegun lána og nauðsynlegi'a byggingar-
leyfa.
kvæmd bæði meðal innlendra og erlendra aðila.
Til nefndarinnar hefur fyrst og fremst verið vísað
tveimur málum: byggingu alúmíníumverksmiðju
og byggingu kísilgúrverksmiðju. Hefur nefndin unn-
ið að margvíslegum undirbúningi beggja þessara
mála og átt um þau ýtarlegar viðræður við þá er-
lendu aðila, sem áhuga hafa haft á þeim.
Úr því að mér hefur verið gefinn kostur á að
segja frá störfum nefndarinnar hér á þessum fundi,
þykir mér rétt að gera i aðalatriðum grein fyrir
báðum þessurn málurn, enda varðar annað þeirra
beinlínis viðfangsefni þessa fundar, en liitt hlýtur
engu síður að vera áhugaefni þeirra. sem til lians
hafa boðað.
Sameiginlegt með þessum tveimur framkvæmd-
um er, að um er að ræða nýjar atvinnugreinar, sem
nýta íslenzkar auðlindir, sem áður hafa verið lítt
eða ekki notaðar. I öðru lagi er hér um að ræða
framkvæmdir, sem óhugsandi væri, að Islendingar
gætu stofnað til af eigin rammleika án verulegrar
erlendrar þátttöku. í þriðja lagi hefur vaknað vcru-
legur áhugi hjá erlendum fyrirtækjum, sem ástæða
er til að bera fyllsta traust til, á því að kanna
möguleika á þátttöku í þessum fyrirtækjum hér á
landi. Áhugi hinna erlendu aðila, sem mikla reynslu
hafa í þessum efnum, er í sjálfu sér ákvcðin vís-
bending um það, að hér geti verið um að ræða arð-
bærar framkvæmdir. Það var þó engu að síð.ir tal-
ið nauðsynlegt að afla sem mestra upplýsinga um
það, hvort líklegt væri, að aðrar stórframkvæmdir
kynnu að vera Islendingum hagstæðari. Á þetta
sérstaklega við um stórframkvæmdir, er byggðust
á ódýrari raforku. Kemur þar að sjálfsögðu ýmis-
legt til álita annað en alúmíníum, svo sem frarn-
leiðsla köfnunarefnisáburðar, magnesíum o. s. frv.
Hafa allar þær athuganir, sem unnt hefur verið að
gera til þessa, bent eindregið til j>ess, að eins og nú
er háttað, væri alúmíníumframleiðsla langlíklegásta
8
FRJÁLS VERZLUN