Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 33
Mynd, sem Magnús Ólaísson tók suður Lækjargötu, óður en læknum var lokað ALDARMINNING Magnúsar Olafssonar ljósmyndara Á þessu ári voru liðin 100 ár frá fæðingu manns er fluttist til Reykjavíkur á fyrsta ári þessarar ald- ar, gerðist hér einn kunnasti ljósmyndari landsins, hafði áður verið verzlunarmaður á Akranesi, en í báðum bæjunum varð hann meðal fjölhæfustu manna og kunnustu borgara, Magnús Olafsson ljós- myndari, er lézt í Reykjavík 75 ára að aldri. Minjasafni Rcykjavíkur var nýlega gefið álitlegt safn Reykjavíkurljósmynda, er Magnús hafði tekið á fyrsta áratug aldarinnar, og Frjálsri verzlun þykir fengur í að geta birt hér eina af fjölmörgum Reykja- víkurmyndum hans, er ekki hefur áður birzt, sér- lega skemmtilega mynd frá læknum við Lækjar- götu, auk myndar af Magnúsi og annarrar af lion- um og Olafi ljósmyndara, syni hans, þar sem jieir eru á ferð í Oxnadal með hesta klyfjaða ljósmynda- tækjum. Þeir ferðuðust oft saman um landið og tóku ljósmyndir í öllum landsfjórðungum. Magnús Ólafsson var fæddur á Hvoli í Saurbæ í Dalasýslu 1862. Faðir hans var Ólafur jarðyrkju- maður Jónsson, er síðar gerðist lyfjafræðingur í Stykkishólmi, en móðir Þorbjörg Magnúsdóttir frá Skáleyjum. Systur Ólafs voru Sigríður móðir Björns ritstjóra og ráðherra Jónssonar, og María móðir FHJÁLS VERZLUN 33

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.