Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 38
Þó þú berir brigður á að J)að sem ég segi sé satt,
sagði Illugi, af því að |>cssir prestar hafa troðið í
j>inn einfalda haus sínum nýmóðins kenningum, j)á
ætla ég nú samt að segja þér j)essa gömlu sögu.
Faðir minn sagði mér söguna skömmu áður en hann
dó, ég var })á á átjánda árinu. Faðir minn heitinn
var vandaður og sannorður maður og hann var
sjónar- og heyrnarvottur að J>ví er gerðist, j)á var
hann tólf til fjórtán ára, heimamaður í Raftavík
hjá Rögnvaldi gamla svarta, sem þá var ungur —
já, raunar var Rögnvaldur alltaf ungur, það var
eins og sá maður gæti aldrei orðið gamall,, þó hann
væri níræður eða meira, þegar hann dó skyndilega,
]>ar sem hann var að rölta út með sjónum ofan við
Selsker ytri.
Faðir minn sagði, að einn morgun í nóvember í
birtingu sáu J>eir frá Raftavík að stórt skip var
strandað á Selskerjum ytri. Það lá þar, }>etta stóra
og mikla skip, og barðist uin í briminu, lá og hall-
aðist mjög á móti holskeflunum. Annað mastrið
var fallið, j>eir sáu röð af fallstykkjum standa út
úr hlið skipsins. Þeir sáu bát settan á flot og hvolfa
strax. Þetta var í grenjandi stormi og hafróti. Þeir
héldu út fjörurnar, ]>ar var stöðugt að reka alls
konar brak og dauða menn. Að lítilli stundu liðinni
brotnaði skipið sundur og sökk jiarna út við sker-
in. Menn sögðu að ]>etta væri Indíafar, cn lítið
gagn var að ]>ví sem rak, sjórinn og stórgrýtið sá
fyrir |>ví að kurla ]>að allt sundur. Fjöldi manna
kom frá næstu bæjum, var og sent eftir presti.
gömlum manni, og kom hann eftir hádegið. Þá var
búið að bera um þrjátíu lík heim undir naustin,
lágu þau þar í röð á malarkambinum. Sat Rögn-
valdur einn yfir hinum dauðu, sem margir voru
svartir, sagði faðir minn, en aðrir hvítir og nokkr-
ir skrautklæddir. Flestir voru þó illa búnir eða lítt
klæddir, hafði hafrótið tætt af þeim spjarirnar.
Menn höfðu farið heim í bæ að fá sér mat, en
Rögnvaldur sat eftir. Faðir minn var þar og á linot-
skóg, eins og hvert annað forvitið barn, hann var
þar bakvið grjótgarð og athugaði hvað Rögnvald-
ur gerði. Rögnvaldur bylti til skrokkunum, reisti
])á upp til hálfs og skoðaði vandlega andlit og
hendur. Loks kom hann að einum dökkbrúnum
rum, liann tautaði yfir honum, hrissti hann og skók,
dró hann ofar á sjávarkambinn, undir grjóthrúgu,
þar scm skjól var. Svo kallaði hann á pabba, eins
og liann hefði vitað að liann var þarna. Sanuni,
komdu! Drengurinn var hræddur en gegndi þó.
Rögnvaldur var ekki frýnilegur. Færðu skrokkinn
þarna úr peysurifrildinu og flýttu þér, ormurinn
þinn, rétt si-sona, sagði llögnvaldur — og ef þú
ekki þegir eins og steinn yfir öllu sem þú sérð, þá
skaltu mig fyrir hitta, hver sem þig spyr, hvort það
er prestur, sýslumaður, hreppstjóri eði einhver ann-
ar. Svo þurrkaði hann froðuna at' kjafli ]>ess
dauða, rak spýtu milli tannanna og spennti upp
túlann á negranum. Eftir það lagðist hann ofan að
honum, kyssli hann af öllum kröftum, blés og blés.
Hvaða bölvtið lygi er þetta, Illugi, sagði nú
Arnór gamli, — kyssti sjódauðan negra!
Illugi hvessti augun á hann: Lygi, segir þú, segir
þú það lygi sem sjálfur faðir minn, einstakur sóma-
maður, sagði mér á dánarbeði. Eg veit annars ekki
af hverju ég er að segja þér þessa stórmerkilegu
sögu, sem ég hef engum sagt áður, þér nautheimsk-
um karlfauski.
Hvernig á nokkur maður að trúa þessu, sagði
Arnór, og þó get ég ekki rengt þig.
Mikið var.
Nei, þú myndir aldrei fara að ljúga því, að faðir
þinn sálugi hefði sagt þér þetta. Þú hefðir þá logið
uppá einhvern ónefndan eða barasta sjálfan þig.
Þögn um stund.
Svo segir Arnór: Og tókst honum að vekja negr-
ann upp?
Illugi sat góða stund og reri fram á liendur sínar,
þegjandi.
Já, Arnórs-skepna. Honum tókst það, þó hann
sleikti ekki froðuna af túlanum á honum, eins og
lög gera ráð fyrir. Það fór að koma líf í kauða,
liann gaut upp glyrnunum snöggvast, og það sagði
faðir minn að hefði verið ægileg sjón. Einn kol-
svartur augasteinn og allt hvítt í kring á öðru aug-
anu en blóðrautt á hinu.
Hlauptu heim strákur, öskraði Rögnvaldur,
hlauptu eins og djöfullinn sé á hælunum á þér og
segðu þeim að koma með brekán strax, og ekki
eitt orð meira.
Illugi hallaði sér afturábak í rúminu og þagnaði.
Gamli Arnór tók í nefið, meira að segja tvisvar.
Svona liðu nokkrar mínútur að hvorugur sagði
neitt.
Nú, hann licfur náttúrlega ekki verið dauður,
negrinn meina ég, sagði Arnór loks, heldur bara í
dái eftir volkið.
Þú segir það, anzaði Illugi, og var nú mildari
heldur í máli. Þetta sagði ég líka við föður minn
sálaða. En hann sagði, að ]>eir hefðu verið búnir
að grannskoða öll líkin, einnig þennan, bæði Bessi,
38
FRJÁP3 YPRZPUN