Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 18
á íslandi og þá fyrst og fremst jörðina Grunna-
sundsnes, sem verzlunarhús hans stóðu á. Þær jarð-
ir, sem hann hafði helzt ágirnd á, voru í konungs-
eign, en ekki falar með jafnhagstæðu verði og verzl-
unareignirnar. Þó festi hann næstu árin kaup á
Grunnasundsnesi og Melrakkaey í mynni Grund-
arfjarðar. Kostuðu þessar jarðir samtals 900 ríkis-
dali og áttu að borgast á 5 árurn með 5% ársvöxt-
um. Aður átti Hölter jörðina Bíldudalseyri, sem
verzlunarhúsin á Bíldudal stóðu á, en fyrir það
fékk hann árlega nokkurt lóðargjald.
Afkoma Hölters fyrstu órin í Stykkishólmi
Eins og flestir fyrrverandi starfsmenn konungs-
verzlunar, var Hölter fremur fátækur maður, þegar
hann byrjaði verzlun sína. Þau 10 ár, sem hann
var kaupmaður á Patreksfirði, mun hann ekki hafa
komizt yfir aðrar eignir á íslandi en Bíldudalseyri.
En eitthvað mun hann hafa fengizt við bátaútgerð
þau árin og haft af því nokkrar tekjur til viðbótar
kaupmannslaununum. Hafði hann því eitthvað af
handbæru fé til að leggja í verzlunina og átti auk
þess nokkra kunningja í Höfn, sem fáanlegir voru
til að liðsinna honum, meðal annars með því að
ganga í ábyrgð fyrir lánum, sem hann varð óhjá-
kvæmilega að taka hjá einkaaðilum þegar í upp-
hafi verzlunar sinnar. Þeir 2000 ríkisdalir, sem hann
fékk að láni hjá sölunefnd vorið 1788 og þeir pen-
ingar, sem hann átti sjálfur, dugðu nefnilega ekki
nema að nokkru leyti fyrir nauðsynlegum vörum
og öðrum tilkostnaði það ár. En eins og fyrr segir,
voru ýmsar þær vörur, sem fyrirliggjandi voru í
Stykkishólmi, ekki sem heppilegastar verzlunar-
vörur. Kom það sér meðal annars mjög illa, að sára-
lítið timbur var þar til, því að það var einmitt sú
vara, sem jafnan var talin langdýrust í flutningum
milli landa og því erfitt að selja það með nokkrum
teljandi hagnaði á íslandi. Til þess að bæta úr
timburþörfinni, varð Hölter þegar á öðru ári verzl-
unar sinnar að taka á leigu með allmiklum tilkostn-
aði sérstakt skip undir timbur frá Noregi.
Það bætti verulega úr byrjunarörðugleikum Hölt-
ers og annarra íslandskaupmanna, að innkaupsverð
á mörgum þeim vörum, sem þurfti til íslands, var
hagstætt fyrstu ár fríhöndlunarinnar, og sömuleiðis
gekk sala íslenzkra afurða heldur greiðlega. Eink-
um jókst mjög eftirspurn og verð á íslenzkri skreið
1791, er markaðir opnuðust fyrir hana að nýju í
löndum Habsborgara. En þeir markaðir höfðu þá
vcrið lokaðir um nokkurra ára skeið vegna mjög
hárra innflutningstolla, sem Jósef II. keisari hafði
lagt á erlendar fiskafurðir, en nú voru þessir tollar
afnumdir að rniklu leyti.
Eins og flestir aðrir íslandskaupmenn, var Ilölter
lengst af búsettur í Kaupmannahöfn til að annast
sjálfur málefni verzlunar sinnar þar, en hafði faktor
í Stykkishólmi. Framan af voru faktorar hans
danskir menn, sem starfað höfðu við konungsverzl-
unina á íslandi, en siðan tók íslenzkur maður, Jón
Kolbeinsson, við því starfi. Með þessu fyrirkomu-
lagi valt afkoma verzlunarinnar í rauninni eins
mikið á faktornum og á kaupmanninum sjálfum.
Eriftt er auðvitað að segja um það, hversu faktorar
Hölters voru starfinu vaxnir, en í bréfum hans til
sölunefndar verður ekki vart við neinar ásakanir
á hendur þeim eftir að erfiðleikarnir tóku verulega
að steðja að honum. Annað mál er það svo, að við
því var tæplega að búast að slíkir umboðsmenn
væru eins árvakir um hag verzlunarinnar og eig-
andinn sjálfur.
Hölter sjálfan taldi sölunefnd hvorki skorta kunn-
áttu í verzlunarmálum né dugnað en vera hins veg-
ar óvenjumikinn hrakfallabálk. Verzlun hans gekk
þó sæmilega fyrstu árin, og augljóst. er að sölu-
nefnd bar traust til hans þegar frá upphafi, því að
á árunum 1791—93 veitti hún honum þrjú pen-
ingalán, sem hvert nam 2—3000 ríkisdölum. Þau
lán voru að vísu veitt gegn ábyrgð og venjulcgum
4% ársvöxtum en með vægum afborgunarskilmál-
um, enda þurfti Hölter nú að greiða árlegar af-
borganir fyrir verzlunareignirnar og jarðirnar.
Það gerði annars afkomu Hölters erfiðari, að lmnn
þurfti ekki aðcins að frainfleyta sinni eigin fjöl-
skyldu, heldur og að miklu leyti fátækum fjölskyld-
um tveggja bræðra sinna.
Hallar undan fæti
Þegar kom fram á 1793 gerðist allt erfiðara um
vik hjá þeim, sem fengust við verzlun á íslandi
sökum styrjaldanna, er brutust út í Evrópu um
það leyti. En vegna þeirra samgöngutruflana, sem
þær ollu, lokuðust ýmsir mikilvægir markaðir fyrir
íslenzkar vörur, svo að þær seldust seint og illa og
lækkuðu stórum í verði. A hinn bóginn stórhækk-
aði innkaujisverð á korni og fleiri vörum, sem mest
eftirspurn var eftir á Islandi. Verst var þetta á ár-
unum 1794—95, þótt það væri að vísu nokkur bót
í máli fyrir kaupmenn þá, er ráku fasta verzlun á
íslandi, að lausakaupmenn hurfu því nær alveg á
brott um sinn, svo að fastakaupmenn urðu einir
18
FRJÁUS VERZUUN