Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 11
Niðurstaðan er sú, að aðstœður fyrir verksmiðj- una sjálfa væru á Suðurlandi beztar við lieykjavík eða Ilafnarfjörð, en á Norðurlandi nærri Akureyri. Munurinn á þessum stöðum er þó í þessu tilliti ekki svo mikill, að líklegt sé, að ]>að liafi úrslitaáhrif á staðarval. Kem ég ])á að því, sem mikilvægast er í þessu máli: raforkuverðinu, en ])að er eingöng\i á því, sem áhugi erlendra fyrirtækja á alúmíníumvinnslu hér á landi byggist. IJær athuganir sem þegar Iiggja fyrir, benda eindregið til þess, að tveir hag- kvæmustu virkjunarstaðir til alúmíníumframleiðslu, séu við Búrfell í Þjórsá og Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum. Virðast varla aðrar byggingarframkvæmd- ir koma til greina á þessum tveimur ám. Þegar meta skal orkuverð til alúmíníumframleiðslu frá hvorri þessara virkjana um sig koma hins vegar ýmis atriði til greina, og eru þessi helzt: 1. Virkjunarkostnaður miðað við fullan nýting- artíma. 2. Kostnaður við háspennulínu til verksmiðj- unnar. 3. Nýting á framleiðslugetu orkuversins. 4. Oryggi orkuframleiðslunnar. 5. Fjármagnskostnaður. Mun ég nú ræða hvert þessara atriða fvrir sig. Samkvæmt nýjustu áætlunum er gert ráð fyrir 104 þús. kílóvatta virkjun í Dettifossi, sem áætlað er að kosti 953 milljónir króna án háspennulínu og varaafls. Hagkvæmasta byrjunarvirkjun í Búrfelli virðist hins vegaar vera 150 þús. kílóvatta virkjun, er kostar á sama hátt reiknað 1.171 milljón króna. Miðað við hagstæð lánskjör mundi kílóvattsstundin við stöðvarvegg kosta 9,7 aura frá Búrfellsvirkjun en 11,3 aura eða 10% meira frá virkjun í Detti- fossi. Það er rétt að leggja áherzlu á það, að enn er unnið af ka])pi að athugunum og útreikningum á báðum þessum stöðum, eins og nánar mun koma fram í erindi raforkumálastjóra hér á eftir. Ekki virðist ])ó líklegt, að þessi hlutföll breytist veru- lega, en hugsanlegt er, að menn komist að öðrum niðurstöðum um heppilegustu virkjunarstærðir. Kem ég þá að öðru atriðinu: orkuflutningnum. Kostnaður við hann fer að sjálfsögðn að mestu eftir vegalengd og aðstæðum til byggingar há- spennulína. Ódýrast yrði að flytja orkuna norðan- Iands til Húsavíkur, cn sá ávinningur mundi alls ekki vega upp á móti því, hve þar eru miklu óhag- stæðari aðstæður til hafnargerðar og byggingar Tröllkonuhlaup í Þiórsó (Liósm. Þorst. Jósepsson verksmiðju við Eyjafjörð. Hins vegar virðist ekki vera mikill munur á kostnaðinum við flutning orku frá Búrfelli til Reykjavikursvæðisins og frá Detti- fossi til Eyjafjarðar, en þó mun hann Búrfelli held- ur í hag. Þriðja atriðið, sem áhrif hefur á raforkuverðið, er nýtingin á framleiðslugetu orkuversins. Þær töl- ur, sem ég nefndi áðan um orkuverð á kílóvatts- stund, eru miðaðar við fulla nýtingu, og þær mundu að sjálfsögðu þurfa að hækka, ef ekki yrði hægt að selja alla orkuna. Þetta þýðir, að alúmíníum- verksmiðjan þarf að vera nægilega stór til þess, að sem fyrst sé hægt að tryggja fulla nýtingu orku- versins. Sunnan lands er þetta vandamál miklu auðleystara vegna hinnar miklu aukningar, sem búast má við að eigi sér stað á komandi árum á núverandi orkuveitusvæði Suðvesturlands, sem segja má að nái frá Snæfellsnesi og austur í Skafta- fellssýslu. Þótt mikil afgangsorka verði fyrst í stað, mundu því ekki líða mörg ár, áður en hún væri fullnýtt. Nyrðra er liins vegar miklu minni þörf fyrir raforku, svo að nauðsynlegt er, að alúmíníum- verksmiðjan taki frá upphafi meginhluta orkunnar. Þau fyrirtæki, sem viðræður hafa farið fram við, vilja helzt ekki byrja með stærri verksmiðju en 27—30 þús. tonn, og raforkuþörfin mundi þá vera um 60—66 þús. kílóvött. Þetta mundi þýða, að afgangs yrðu á Suðurlandi rúm 80 þús. kílóvött, sem búast mætti við að yrðu fullnýtt til innan- landsnýtingar á átta árum. Er það fulllangur tími og væri hagkvæmara, að verksmiðjan væri um 45 þús. tonn og tæki um 100 þús. kílóvatta orku. Væri FRJÁLS VFRZT.TTN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.