Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 4
Ahrentshús (Lækjargötu 4) lianda l)eim og fluttist sjálfur jiangað. En Eyjólfshús seldi hann Pétri Pét- urssyni, föður dr. Helga Pjeturss. Pétur var frá Fremri-Kotum í Norðurárdal. Gerð- ist hann fyrst verzlunarmaður hér í Ileykjavik, en var síðan um 7 ára skeið skólastjóri Brunnastaða- skólans á Vatnsleysujströnd, en kom síðan til Reykjavíkur aftur og gerðist verzlunarmaður hjá Thomsen. Hann gerðist lögregluþjónn 1884 og gegndi því starfi til ársins 1891. Þá varð hann bæargjaldkeri og gegndi því starfi fram til ársins 1907. Hann hafði bæargjaldkeraskrifstofuna heima hjá sér, og þess vegna hlotnaðist Eyjólfshúsi nú sá heiður að vera bæarskrifstofa. A fyrstu gjaldkera- árum Péturs voru útsvörin 20—30 þúsund krónur, en voru komin upp í 50 þúsund áður en hann hætti. Árið 1882 er húsið talið við Steinsstaðastíg, en þó kallað Eyjólfshús, og fe rsvo fram þar til 1887, en þá er húsið talið á Smiðjustíg, en ekkert númer á því. En árið eftir er það kallað Smiðjustígur 5 og helzt svo síðan. Um þetta leyti mun nafnið Eyj- ólfshús hafa horfið, en nú var farið að kalla það Péturshús, og þeir er þóttust kunna sig bezt, kölluðu það Petersenshús. Heyrði ég gamalt fólk enn nota það nafn 1910—11. Kona Péturs var Anna Sigríður Thorarensen, sonardóttir séra Sigurðar Thorarensen í Hraun- gerði, en móðir hennar Ragnheiður dóttir Páls amtmanns Melsted. Frú Anna Sigríður var mjög listelsk kona og hafði sérstakt yndi af músík. Hún var fengin til að leika fyrir dansi á virðulegustu samkomum bæarins, og hún kenndi fjölda mörgum hljóðfæraleik. Er enginn efi á því, að glæsilegasti tími Eyjólfshúss var sá er þau Pétur áttu þar heima. En árið 1894 fluttust þau ]>aðan niður í svokallað Melstedshús á Lækjartorgi og bjuggu þar fram að aldamótum. Þá reisti Pétur stórt hús á lóðinni við endann á Eyolfshúsi og bjó þar til dauðadags (1909), og eftir hann sonur hans, dr. Ilelgi Pjet- urss. Eftir 1894 búa svo leigjendur í Evjólfshúsi. Fyrstu leigjendurnir voru frú Sigríður ekkja Stefáns prests Thordarsen og Helgi trésmiður sonur hennar. En lengst bjó þarna Dalhoff Halldórsson gullsmiður, eða um rúman aldarfjórðung. Síðan koma ýmsir, þar á meðal Brynjólfur Kjartansson skipstjóri. Sein- ast mun hafa búið þar Laufey Frímannsdóttir hús- frú frá 1937—1950. Eftir það fór húsið í eyði og var þá aldargamalt. Stóð það síðan þannig í 12 ár og lirörnaði auðvitað með hverju árinu sem leið. Nú er ])að horfið og einu sýnilegu minjarnar um ])að er far eftir gafl þess þar sem hann gekk að húsinu Smiðjustíg 5 b. Sovéf-Rússland lærir af sögunni Það má telja til gleðilegri tíðinda að heyra, að Sovét-Rússland hefur nú lært af sögulegri reynslu hinna kapitalisku landa. Annálar hins vestræna lieims sýna, að viirumerkið er ein merkasta upp- götvun, sem gerð hefur verið. Rússnesk yfirvöld hafa sem sé komizt að þeirri niðurstöðu, að lang flestar af öllum hinum mörgu „nafnlausu“ verksmiðjum ríkisins hafa þrátt fyrir hið strangasta eftirlit ])ess opinbera, framleitt gall- aðar og lélegar vörur. Skortur á upplýsingum á umbúðum eða vörunum sjálfum um framleiðslu- stað og uppruna þeirra, leiddi af sér skort á vand- virkni, en af því leiddi svo aftur léleg vörugæði. Af þessum ástæðum hafa nú rússnesk yfirvöld ákveðið, að aðgreina hinar ýmsu ríkisverksmiðjur á þann hátt, að gefa þeim ákveðin nöfn. Síðan hef- ur þess verið krafizt, að liver verksmiðja merki framleiðsluvörur sínar með ákveðnum vörumerkj- um. Rússneskur hagfræðingur, V. A. Nikiforov, hefur andum það kleift, að velja þá vöru, sem honum nýlega komizt svo að orði: „Vörumerkið gerir ncyt- líkar. Þetta verður lil þess, að neyða framleiðendur til þess að vanda gæði framleiðslu sinnar til sam- ræmis við kröfur neytandans. Á þennan liátt stuðl- ar notkun vörumerkja að því, að framleiðendur vandi vörur sínar og framleiðslu.“ Samkvæmt áætlun Rússa gera þeir ráð fyrir að á árinu 1965 muni verða komin á markað þar í landi útvarpstæki og grammófónar, sem seldi verði undir 30—40 mismunandi vörumerkjum og um 20 mismunandi sjónvarpstæki, en liingað til hafa allar ])essar vörur verið seldar merkislausar og af mjög svipaðri gerð. Má því segja, að Rússar hafi með dýrkeyptri reynslu lært, að vörumerkið er ein bezta verndin fyrir kaupandann. 4 F R .T 4 n S yEUZLTIN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.