Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 9
stóriðja til útflutnings sem unnt væri að koma á
fót hér á landi á grundvelli ódýrrar rafmagnsorku,
ef ekki sú eina.
Varðandi kísilgúrframleiðsluna er ekki á sama
hátt um val að ræða, þar sem um er að ræða hrá-
efni, sem aðeins er hægt að nota í ákveðnum til-
gangi. Hér virðist þó tvímælalauast vera um að
ræða mikilvægasta iðnaðarhráefni, sem fundizt hef-
ur hér á landi til þessa.
Eg mun nú snúa mér að því að ræða þessi tvö
viðfangsefni hvort fyrir sig og vil þá byrja á því að
ræða um stofnsetningu alúmíníumverksmiðju.
Áhugi á því að kanna möguleika á framleiðslu
á alúmíníum hér á landi liefur komið fram hjá er-
lendum fyrirtækjum hvað eftir annað um margra
ára skeið svo að ekki sé minnzt á Titanfélagið
forðiun. Þó má segja, að alvarlegar viðræður um
þessi mál hafi fyrst hafizt á síðastliðnu ári, en þá
hófust viðræður fyrst við svissneskt og síðan við
franskt fyrirtæki, sem bæði virðast liafa fullan hug
á því að kanna þessi mál til hlítar. Enn sem komið
cr hefur eingöngu verið um könnunarviðræður að
ræða, enda liggja enn ekki fyrir nægilega fullkomnar
ujiplýsingar urn virkjunarkostnað og aðrar aðstæð-
ur til þess að endanlegir samningar geti hafizt.
Auk þess hljóta allar framkvæmdir í þessum efn-
um að fara eftir því, hvort takast megi þegar þar
að kemur, að afla fjár til virkjanaframkvæmdanna.
en í viðræðunum hingað til hefur verið gengið út
frá því, að orkuverin væru algjörlega í eign íslend-
inga, en alúmíníumverksmiðjan að mestu leyti eign
hinna erlendu aðila. Er ])á .ætlunin sú, að gerður
yrði langur orkusölusamningur, t. d. til 20—30 ára,
milli virkjunarinnar og hins erlenda aðila, en með
því væri dregið úr áhættu Islendinga og öflun láns-
fjár gerð auðveldari. Stofnkostnaður alúmíníum-
verksmiðju ásamt nauðsynlegum virkjunum er gíf-
urlega mikill á íslenzkan mælikvarða og óhjá-
kvæmilegt að afla meginhluta fjármagnsins erlend-
is. Þannig mundi 27—30 þús. tonna alúmíníum-
verksmiðja, sem er líklegasta byrjunarstærðin og
jafnframt minnsta verksmiðja, sem hagkvæmt gæti
verið að byggja hér á landi, kosta II—1200 millj.
íslenzkar krónur, en minnstu orkuverin sem til
greina kemur að reisa í Jökulsá eða Þjórsá, mundu
kosta 1200—1500 milljónir króna að varaafli frá-
töldu.
Aður en lengra er haldið og rætt um aðstæður
hér á landi varðandi staðsetningu verksmiðju og
virkjunar, er rétt að reyna að svara þeirri spurn-
Dettiioss
ingu í stuttu máli, hvað það sé, sem beini áhuga
alúmíníumframleiðenda að íslandi og er þá nauð-
synlegt að gera nokkra grcin fyrir alúmíníumfram-
leiðslu og kostnaði við hana.
Aðalhráefnið til framleiðslu á alúmíníum er baux-
ít, sem er blanda af alúmíníumoxídi og ýmsum
öðrum steintegundum. Fyrsta stig framleiðslunnar
er að hreinsa þessi steinefni úr bauxítinu og framí
leiða hreint alúmíníumoxíd. Fer sú framleiðsla nú
orðið að mestu leyti fram nálægt bauxítnámum, en
flestar þeirra liggja í suðrænum löndum, svo sem
Suður-Evrópu, Afríku og Mið-Ameríku. Lokastig
framleiðslunnar er svo að framleiða hreint alúmín-
íum úr alúmíníumoxídi. Fcr framleiðsla fram í
bræðsluofnum með aðstoð raforku. Er orkuþörfin
geysilega mikil eða nærri því 20 þús. kílóvattstundir
á hvert tonn af alúmíníum. Er því æskilegt að til
framleiðslunnar fáist sem ódýrust orka, og hefir
það leitt til þess, að alúmíníumbræðslur eru yfir-
leitt staðsettar í löndum, þar sem ódýr orka er
fyrir hendi og þá sérstaklega vatnsafl. Þannig er
mjög mikil alúmíníumframleiðsla bæði í Kanada
og Noregi. Þótt þessi lönd séu langt frá bæði hrá-
efnisnámunum og stærstu mörkuðum. í Noregi er
nú t. d, hægt að fá raforku til alumíníumframleiðslu
9
PBJÁLS VERZLTTN