Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 37
Kunnáttumenn? Biddu fyrir þér, nci. nei, allt útdautt í dag, ekkert nema Helgakver og biblíu- sögur og nýmóðins kvæði eftir Matthías og Stein- grím og hvað þau nú heita þes.si skáld okkar nú. Já, því segi ég það, eins og Arnaldur heitinn á Ilrygg sagði: Sannið þið til, um aldamót næstu þekkir enginn hér á landi galdrastaf frá venjulegu meinlausu pírumpári. Nei, það þurfti ekki svo lang- an tíma til þess, því enn eru góð fimm ár eftir af öldinni. Ekki er nú eftirsjón að göldrunum ætla ég, sagði Arnór gamli og nuddaði tóbakspunginn, bretti svo upp á hann og tók í nefið. Mikið djeskoti geturðu troðið miklu upp í slóna, karlfugl, og hvað verður af þessu öllu? — En um galdrana, já, það rná kannske segja að þeir mega fara, gleymast, því oftast voru þeir notaðir til hins verra, þó út af brygði. En það var hættulegt að leika sér að þeim eldi, því eldur var það, vítiseldur og illir andar. Þurfti mikla kunnáttu til þess að hemja þau öfl og stjórna þeim. Lærðir þú nokkuð til þeirra vísinda norður þar, Illugi minn Samsonarson? O, sei-sei-nei, ekkert, ekkert, sem orð er á ger- andi. Rögnvaldur gamli faðir Grímúlfs og afi þess Rögnvalds, er nú býr í Raftavík milli Gnúpa, dó nær níræður að aldri er ég var sextán ára gamall. Gamli Rögnvaldur var alkunnur vísindamaður og reiknimeistari, hanu las framtíð og örlög í stjörn- um og kunni fuglamál að sögn. Sagt var að hann hefði ætíð haft þjóna, sem ósýnilegir voru öðrum en honum. Mér stóð nokkur ótti af honum, enda var brúnin þung og augun oft eins og eldslogi. Hann var svarthærður og svartskeggjaður og hærðist aldrei. Krafta hafði hann ótrúlega til liins síðasta, gekk oft með sjó og þuldi. Þá vildi hann vera einn. En ekki talaði hann margt svo ég heyrði. Þó heyrði ég hann oft segja við Grímúlf son sinn: Farðu ekki á sjó í dag, eða: Smalið þið nú fjallið í dag og þá brást aldrei að liið versta veður kom bráðlega, þótt útlit hefði annars verið gott. Já, hann gamli Rögn- valdur, svarti var hann stundum kallaður, hanri vissi nú lengra en nef hans náði. Það er undarlegt, sagði Arnór, að þú hefur aldrei fyrr sagt mér neitt um llögnvald. Undarlegt, mannskepna, af hverju undarlegt? Ég hef ekki komið hingað í þrjú ár, og áður varstu að vinna. Það er fyrst nú, að þú ert orðinn ræfill og getur ekkert nema tekið í nefið og étið. En FIIJÁLS VEUZLUN segðu mér, Arnór, heyrðir þú aldrei sögur um Rögn- vald í Raftavík? Jú, jú, eitthvað heyrði maður um hann talað fyrir langa-löngu. En prestarnir hérna, fyrst séra Símon, svo séra Jón og að ég ekki tali um séra Sigurð, þeir sögðu mönnum að Ieggja engan trúnað á þessar hégiljur og hjátrú, þeir, sem sagt, kváðu niður trú fólks á galdra og kunnáttumenn. Ætli maður fari ekki nærri um það, sagði Illugi. Svo þagnaði hann drykklanga stund. Arnór gamli tók nú klút upp og snýtti sér vel og lengi. Tók svo enn í nefið. Mikið treður þú í nefið maður. Presturinn, blessaður, lætur mig aldrei skorta það, enda sker ég fyrir okkur báða. Nei, það er ekki skorið við nögl sér, frekar cn annað hér á Felli. Eg gæti sagt þér sögu, sagði lllugi, gamla, sanna sögu um Rögnvald og kunnáttu hans. Arnór gamli sletti í góm: Jú, þessar gömlu, sönnu sögur, ég gef lítið fyrir þær. Illugi settist nú framan á rúmstokkinn. Tungl skein inn um gluggann og var hálfbjart inni, enda þótt nótt væri komin — skemmdegisnótt um miðj- an dag. Örvhendi fiðluleikarinn 37

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.