Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 15
Sigfús Hcrukur Andrésson, sagnfræðingur: Verzlunin í Sfykkishólmi 1788-1806 Peter Hölter verður kaupmaður í Stykkishólmi Við byrjun fríhöndlunar árið 1788 komst verzl- unin í Stykkishólmi í eigu Peters Hölters, sem þá hafði verið kaupmaður konungsverzlunar á Patreks- firði um 10 ára skeið. Hafði Hölter annars starfað við Islandsverzlunina allt frá æsku og byrjað feril sinn sem nemi (drengur) hjá Almenna Verzlunar- félaginu árið 1763 og síðan unnið sig smám saman upp. Hann mun hafa verið um fertugt, er fríhöndl- unin hófst og því enn á bezta starfsaldri, enda hugð- ist hann ekki aðeins reka verzlun í Stykkishólmi, heldur og útgerð og jafnvel einhverja verzlun á Patreksfirði eða Bíldudal og sömuleiðis eftir atvik- um í Olafsvík eða Grundarfirði. En minna varð úr þessu en ætlað var í upphafi og bar margt lil þess eins og nánar mun verða vikið að. Það var upphaflega ætlun Hölters að liafa félag við bróður hinn, Didrieh, sem var kaupmaður kon- ungsverzlunar í Stykkishólmi, en áræddi ekki að reyna þar verzlun upp á sitt eindæmi sökum fá- tæktar og heilsuleysis. En Didrieh Hölter andaðist í Stykkishólmi veturinn 1787—88 rneðan bróðir hans var í Kaupmannahöfn að samningum við sölunefnd verzlunareigna konungs. Andlátsfregnin barst til Hafnar í byrjun apríl 1788 í bréfi til sölu- nefndar frá Ólafi Stefánssyni, amtmanni í hinu ný- stofnaða vesturamti. Skýrði amtmaður og frá því, að þegar svona var komið og hann vissi ekki annað en verzlunareignunum í Stykkishólmi væri óráð- stafað, hefði hann afhent þær Hans Hjaltalín, kaup- manni konungsverzlunar á Arnarstapa, sem vildi hefja verzlun á eigin spýtur í Stykkishólmi. Þessar ráðstafanir Ólafs amtmanns voru í fullu samræmi við fyrirmæli rentukammers og sölunefnd- ar og þau u]>phaflegii tilboð, sem kaupmönnum höfðu verið gerð, cf þeir vildu taka við verzlununum á íslenzku höfnunum fyrir eigin reikning. Áttu þá kaupmenn að hafa forréttindi til verzlunareignanna á þeim höfnum, scm þeir störfuðu á og amtmenn að afhenda þeim þessar eignir í nafni sölunefndar og taka af þeim skuldabréf fyrir. Að þessum kaup- mönnum frágengnum mátti hins vegar afhenda eign- irnar kaupmönnum frá öðrum höfnum, eða öðrum mönnum á Islandi, sem amtmenn töldu hæfa. Nú hafði niðurstaðan orðið sú, að kaupmenn höfðu ekki talið sér fært að ganga að þeim tilboð- um, sem þeim voru gerð í auglýsingunni 18. ágúst 1786 urn fríhöndlunina og því nær enginn þeirra Lreysti sér heldur til að taka tilboði sölunefndar frá 24. júlí 1787, sem var að ýmsu leyti hagstæð- ara. Ilöfðu því flestir kaupmenn á fslandi haldið lil Kaupmannahafnar með verzlunarskipunum haustið 1787 til að reyna að ná enn hagstæðari samningum við sölunefnd. Bréf Ólafs amtmanns kom sölunefnd í nokkurn vanda, þar eð hún hafði þá lofað Hölter verzlun- inni í Stykkishólmi, þótt það væri raunar gert með tilliti til þess, að hann verzlaði í félagi við bróður sinn. Nefndin hafði nefnilega sjálf eindregið beðið amtmann að hvetja kaupmenn til að kaupa verzl- unareignirnar. Ólafi hafði að vísu ekki tekizt að fá Ilans Iljaltalín til að taka við Arnarstapa en hins vegar við Stykkishólmi, þar sem hafnarskilyrði voru betri. Þetta hafði amtmaður gert í góðri trú, þar eð honum virtist enginn annar eiga meira til- kall til staðarins, úr því að kaupmaðurinn þar var fallinn frá. Reyndi sölunefnd nú að leysa málið á þann hátt að bjóða Hölter Bíldudal í stað Stvkkis- hólms af því að þá var þegar búið að ráðstafa Pat- reksfirði, enda taldi hún sig ekki lengur bundna af samningum við hann um Stykkishólm, er bróðir hans var látinn. En Ilölter kvaðst annað hvort vilja Stykkis- hólm eða engan verzlunarstað ella, og eftir allmikið þjark fór svo, að hann hélt Stykkishólmi. Sölu- nefndin þóttist líka eiga í of miklum erfiðleikum FRJÁLS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.