Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 20
farminn. Að vísu hafði sölunefnd gefið honum greiðslufrest svo sem fyrr segir, en hann skorti fé til vörukaupa handa verzluninni fyrir næsta ár, þar eð hann þurfti að taka nærri sér til að geta staðið í skilum við ýmsa einkaaðila. Með því að hann hafði frétt að skipið hefði komizt heilu og höldnu til Stykkishólms, batt hann vonir sínar við það allan veturinn, að það hefði teppzt þar um haustið. Alkunna var nefnilega, að norðanvindar gerðu skip- um oft afar erfitt að komast út úr Stykkishólms- höfn á haustin, og hann hafði frétt, að vetur hefði lagzt snemma að haustið 1796. Þótt þessi tilgáta hefði reynzt rétt, voru horf- urnar samt ærið dapurlegar fyrir Hölter og verzlun lians. Engin von var um það, að hann gæti sent þangað nauðsynlegar vörur vorið 1797, en allar líkur til að verzlun myndi að mestu liggja. niðri í Stykkishólmi það ár, og var þess vart. að vænta, að hann rétti nokkru sinni við eftir slíkt áfall. Þessi vandræði sín tjáði Hölter sölunefnd í byrj- un ársins 1797 og fór nú fram á 7—8000 ríkisdala lán til að kaupa skip og vörur. Tveir kaupsýslu- menn, sem ráku fyrirtæki í Höfn undir nafninu Schött & Herlew, buðust lil að ganga í sjálfskuldar- ábyrgð fyrir hann, og varð niðurstaðan sú, að hon- um var enn veitt 8000 ríkisdala lán úr konungs- sjóði með sæmilegum afborgunarskilmálum. Við þessar aðgerðir vonaði sölunefnd að málum Hölters væri borgið og verzlun hans myndi nú eflast þannig, að hann gæti staðið í skilum með allar af- borganir þegar þar að kæmi. Reyndar höfðu fregn- irnar um afdrif skipsins Salvator þá enn ekki bor- izt til Hafnar. En bjartsýni nefndarinnar stafaði þó einkum af því, að innkaupsverð á kornvörum, sem jafnan voru eftirsóttar á íslandi, hafði þá ný- lega lækkað til muna, svo að von var um að meiri hagnaður yrði af þeim en verið hafði þrjú næstu árin á undan. Vonir sölunefndar rættust þó ekki og bar margt til þess. Tjón Hölters við missi skipsins Salvator var mjög mikið, þar eð það hafði meðferðis mikið af verðmætum vcirum, sem voru aðeins vátryggðar að litlum hluta. Stafaði þetta af j)ví, að hann hafði ekki vitað fyrirfram hve mikið af vörum ski])ið myndi fá á íslandi og orðið að tryggja þær eftir ágizkun, eins og kaupmenn urðu reyndar jafnan að gera. Hafði hann áætlað vörurnar miklu minni en þær reyndust vera, en sjálft skipið hafði hann vátryggt eftir kaupverði þess. Hölter eignaðist nú að vísu eina af duggum fyrr- verandi konungsverzlunar, sem var gott skip, og árið 1799 komst hann yfir annað skip til viðbótar og hafði eftir það nægan skipakost fyrir verzlun sína. En svo einkennilega vildi til, að skipum hans ldekktist meira eða minna á flest ár, og urðu bæði af því miklar tafir og mikill aukakostnaður. Það var raunar ekkert óalgengt, að íslandsför- um hlekktist á og að ski]) færust á þeirri leið. En hvernig ólánið elti Hölter i þessu tilliti, hlýtur að hafa stafað af því, að hann hafi oftast verið heldur óheppinn með skipstjóra og áhafnir. Þessi ár hugðist Hölter líka efna til allmikillar útgerðar á íslandi í félagi við Herning kaupmann á Patreksfirði, og keyptu þeir fiskiskútu, sem stunda átti veiðar allt árið, j>egar fært væri. í j)essu skyni var j>eim veitt sérstakt lán úr konungssjóði, og gerðu þeir sér góðar vonir um hagnað af útgerð- inni. En skútan var aðeins tiltölulega nýkomin til landsins, þegar hún eyðilagðist í fárviðri árið 1799. Höfðu þeir þannig aðeins skaðann einn af j)essu fyrirtæki og það ])ví fremur sem skútan var óvátryggð, enda vildu tryggingarfélög i Kaup- mannahöfn })á ekki taka að sér vátryggingu á skipum, sem gera átti út frá íslandi allt árið. Þessi stöðugu skakkaföll Hölters urðu til þess, að sölunefnd sá sér ekki annað fært en útvega hon- um smám saman fleiri lán og framlengja þau lán, sem honum höfðu þegar verið veitt, að vísu gegn 4% ársvöxtum. Þessi hjálpsemi nefndarinnar staf- aði sumpart af meðaumkun með honum vegna hinna stiiðugu óhappa, sem hann varð fyrir en virtist ekki eiga sök á, j)ví að enn sem fyrr taldi hún hann hvorki skorta verzlunarhæfileika né góð- an vilja. Eftir að Schiitt og Herlew gerðust ábyrgð- armenn fyrir hluta af skuldum hans, virtist lika áhættan stórum minni en áður. Og loks var alls- endis óvíst hvort nokkur fengist til að kaupa eignir hans á íslandi á nokkru viðunanlegu verði, ef hann yrði að gefast upp á verzluninni, en kon- ungssjóður átti fyrsta veðrétt í öllum eignum hans. Þá þótti það og skipta allmiklu máli, að stöðug verzlun héldist í Stykkishólmi. Gjaldþrot Hölters Vorið 1802 gerði sölunefnd sér von um, að hagur Hölters myndi upp frá ])ví fara batnandi, þar eð líkur voru lil að hann fengi góðan kaupsýslumann í Höfn í félag við sig um verzlunina. Átti þá sá maður að annast málefni verzlunarinnar þar, en Hölter að setjast um kyrrt í Stykkishólmi, enda 20 FBJÁLS VEBZUUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.