Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 2
Árni Óla, lithöfundur:
Gömul bæjarskriísfofa hverfur
Ryjólfshús ■— Smiðjustígur 5
Enginn héraðsbrestur verður þótt gamalt hús
hverfi. Menn sakna þess ef til vill fyrst í stað, finnst
svipur bæarins hafa breytzt og einhver ömurleiki
hvíla yfir svæðinu, þar sem það stóð áður. En er
frá líður, gleymist gamla Iiúsið. Það e reitt af lög-
málum hverfleikans, að blæa gleymskunnar breið-
ist j'fir hið liðna.
Með gömlu húsunum hverfur flcira en þau sjálf.
Þá hverfa einnig seinustu drættirnir úr svip bæ-
arins á fyrri öld. Sú Reykjavík, sem stóð hér um
miðja 19. öld, kyrrlátt þorp með lágum og risbrött-
um húsum, er að hverfa, og gömlu húsin kasta
kveðju á nýu borgina um leið og j)au falla. En ]>að
má líka kasta kveðju á gömlu húsin, þegar ]>au
kveðja og rifja upp sögu þeirra, rita eftirmæli
]>eirra eins og hverra annarra góðra borgara.
Nú var citt af gömlu húsunum að kveðja fyrir
skemmstu. Það hét upphaflega Eyjólfshús, en sein-
ast Smiðjustígur 5. Talið er að það hafi verið 112
ára og séinustu árin mörg var það ekki nema svip-
ur hjá sjón. Það var líkast gamalmenni, sem lengi
hefir legið í kör og hefir misst bæði heyrn og sjón.
Það var svo vesaldarlegt, að ]>að hlaut að vekja
meðaumkun allra, sem á það litu. Fúi hafði af-
skræmt vaxtarlag þess, ryð liafði etið sundur þak
]>ess og spellvirkjar höfðu kastað grjóti í gluggana,
svo að þeir voru nú birgðir með hlerum.
En húsið mátti muna tvenna tímana. Það var
snikkari, sem reisti það handa sér. Þá var engin
byggð þarna um kring, engin hús til þess að skyggja
á það. Húsið stóð þarna eitt sér, vandað í alla
staði og með heiðan æskusvip yfir sér. Engin gata
var þarna nærri nema Vegamótastígurinn, sem nú
kallast Laugavegnr. Frá honum lá göngustígur nið-
ur að húsinu og áfram niður að Arnarhólströðum,
því að þá var engin Hverfisgata til. Húsið var reist
í þeim stíl, er þá var algengur á byggingum í
Reykjavík, veggir lágir, en þak hátt og bratt. Fyrir
útidyrum voru dyrabrandar til skrauts. Gluggar
voru stórir, miðað við stærð hússins, og með mörg-
um litlum rúðum. Það mun hafa verið varúðarráð-
stöfun að hafa rúður litlar, |>ví að þá varð tjónið
minna þótt ein og ein brotnaði. En ])essir smárúðu-
gluggar settu einkennilega hlýan og heimilislegan
svip á stofurnar. Þann svip þekkja eigi ])eir, sem
alizt hafa uj)p við glugga, sem eru eins og vind-
augu á heyhlöðum. Og fáir muna nú eftir hve nota-
Iegt var að sitja í stofum gömlu húsanna, þar sem
timbrið í þiljum og lofti var málað, bitar í lofti og
lágt undir loft, en hurðirnar með litlum glóandi
koparhúnum. Það var ekki fyrr en löngu seinna
að farið var að skemma þessar stofur með því að
setja á þær veggfóður, sem fór þar álíka ankanna-
lega og silkibót á vaðmálsfati.
Eyjólfur Þorvarðarson hét sá er húsið reisti. Og
vegna þess að það stóð ekki við neina götu og hann
gaf því ekki sérstakt nafn, var það kallað Eyjólfs-
hús og gekk lengi undir því nafni. Þess er fyrst
getið í húsvitjanabók 1850, svo rétt mun vera að
það hafi verið reist um ])nð leyti. Þarna bjó Eyjólfur
í 5 ár. Ivona hans hét Sigríður Jónsdóttir og áttu
þau þrjú börn, Hólmfríði, Vilhelminn og Guðbrand.
Arið 1850 eru þau komin þangað Guðmundur
Jóhannesson smiður og Kristjana Jóh. Jóhannes-
dóttir kona hans, en þau bjuggu síðar í svonefndu
Einarshúsi um langt skeið.
Árið 1857 býr í Eyjólfshúsi ekkja, sem Guðrún
Sigurðardóttir hét, með tveimur börnum sínum,
Gunnlaugi Friðrikssyni 21 árs og Sigríði Friðriks-
dóttur 7 ára, Áj'ið eftir er Guðrún gift manni, sem
2
FBJÁLS VERZLUN