Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.12.1962, Blaðsíða 34
Magnús Ólafsson ljósmyndari, ó miðjum aldri Ilerdísar og Ólínu Andrésdætra. Magnús kvænt- ist ungur Guðrúnu Jónsdóttur Thorstensen bók- bindara Thorstensens sýslumanns. Eignuðust þau sjö börn, en þau voru: Ásta ríkisféhirðir, Ólafur ljósmyridari, Karl læknir, Pétur bankaritari, Tryggvi verzlunarstjóri Edinborgar og leikari, og Karólína skrifstofustúlka. Aðeins tvö eru á lífi, Pétur og Karólína. Magnús hóf verzlunarstörf í Stykkishólmi en fluttist 23 ára til Akrancss og tók að sér verzlunarstjórn hjá Th. Thomsen, sem rak Jjar um skeið umfangsmikla verzlun. Gegndi Alagn- ús því starfi unz Thomsen lagði verzlun sína á Akrancsi niður 1901. Magnús tók þátt í ýmsum félagsstörfum, stofnaði söngfélag í bænum og beitti sér fyrir stofnun bindindisfélags þar áður en til var nokkur góðtemplarastúka hér. Um tíma var Magn- ús oddviti Akraneshrepps og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum í byggðarlaginu. Fáir voru bjartsýnir á það, er Magnús fluttist með fjölskylduna til Reykjavíkur og flest börn í ómegð, að hann fór að leggja fyrir sig ljósmvnda- smíði. Hann fór utan og fullnumaði sig í henni hjá einum bezta ljósmyndara í Kaupmannahöfn, keypti síðan fullkomin tæki eftir því sem þá tíðkaðist, kom með þau heim og setti upp Ijósmyndastofu í Reykjavík, rak liana áratugum saman. Ekki lét hann sér það þó nægja, heldur tók hann að ferðast um landið og taka landslagsmyndir. Gerði hann það sumar eftir sumar í fylgd sonar síns Ólafs, sem lærði myndasmíði hjá föður sínum og tók síðar við stofu hans. Magnús var eiginlega brautryðjandi í töku landslagsmynda á íslandi. Þeir fluttu tækin á klyfjahcstum um landið, notuðu glerplötur, en úr þessu vann hann svo stereóskóp-myndir, er lengi voru vinsælar og útbreiddar bæði hérlendis og er- lcndis. Þetta varð til að vekja áhuga margra á landslagi og náttúrufegurð íslands. Fyrstur varð Magnús til að lita stækkaðar ljósmyndir, og notaði hann til þess vatnsliti. Benda þær myndir til þess, að hann hefði orðið góður málari, hefði hann lagt það fyrir sig. En skemmst er af að segja, að allt lék í höndum lians, og var hann fjölhæfur með afbrigðum. Hann var trésmiður góður og hugvitsmaður, söngnæmur og yfirleitt tónhneigður. Undirstöður söngfræðinn- ar lærði hann tilsagnarlaust, hann lék vel á orgel frá unga aldri og á efri árum gerði hann mikið af því að leika á fiðlu. Síðustu árin dró Magnús sig mikið í hlé sökum heyrnarbilunar. Ilann var ann- ars heilsuhraustur lengst ævinnar, þangað til hann kenndi hjartasjúkdóms, sem varð hans banamein. Magnús var orðlagt prúðmenni, yfirlætislaus og hugljúfur á heimili og utan. Honum virtist jafn- sýnt að fást við tækniuppfinningar og listir. Feðgamir Magnús Ólafsson og Ólafur staddir í Öxnadal ú myndatökuferðalagi um landið 34 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.