Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.06.1968, Qupperneq 13
FRJÁLS' VERZLUN 13 STARFSKYNNING STARF FLUGFREYJUNNAR FlugfreYÍufélag íslands hefur hafið samstarf við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og kynnir F.V. í því sambandi starf flugfreyjunnar. Flugfreyjustarfið hefur jafnan haft mikið aðdráttarafl fyrir ung- ar stúlkur og okkur er ekki grun- laust um, að í sumum tilfellum ráði rómantíkin einhverju um. Stúlkurnar sjá sjálfar sig í glæsi- legum, aðskornum einkennisbún- ingum, gjarnan við hlið ungs og myndarlegs flugmanns, og þær skoða fjarlæg lönd og njóta lífs- ins. Því miður er þetta ekki annað en draumsýn. Víst er starf flug- freyjunnar fjölbreytt og skemmti- legt, en það er líka erfitt og eftir langar flugferðir eiga þær enga ósk heitari en að komast sem lengst burt frá öllum flugmönn- um og kasta sér í bólið dauðupp- gefnar á sál og líkama. Anna Harðardóttir hefur unnið hjá Loftleiðum hf. í fjögur ár og starfað bæði sem skrifstofustúlka og flugfreyja, og við ræddum við hana stundarkorn um flugfreyju- starfið. — Hvers vegna gerðist þú flug- freyja? — Áður en ég byrjaði á því starfi, vann ég í banka, þar sem. vinnutíminn var fastákveðinn og starfið heldur tilbreytingarlítið. Mig langaði til að reyna eitthvað nýtt og skemmtilegt og sótti því um flugfreyjustarf hjá Loftleið- um. — Hvaða skilyrði eru sett fyrir starfsveitingu? — Umsækjendurnir þurfa að hafa náð tvítugsaldri og hafa að minnsta kosti lokið gagnfræða- prófi. Við þurfum að tala eitt norðurlandamál og ensku, en það er æskilegt að frönsku- eða þýzku- kunnátta sé einnig fyrir hendi. — Hvernig er svo þjálfun hátt- að? — Ja, þegar við höfum sent inn umsóknir, erum við kallaðar til viðtals. Ef maður sleppur heill á húfi út úr því, er læknisskoðun næst á listanum og svo þriggja vikna námskeið, þar sem kennt er, hvernig skuli bregðast við ýmsum vandamálum um borð. Við erum t. d. þjálfaðar í sambandi við nauðlendingar og læknir kenn- ir nokkur nauðsynlegustu undir- stöðuatriði sjúkrahjálpar. Þegar þessu námskeiði er lokið, göng- umst við undir próf og eftir eina reynsluferð er eldrauninni lokið. — f hverju er svo ykkar dag- lega starf fólgið eftir það? — Eins og ég sagði áðan, er starfið tilbrevtingaríkt, en það er líka erfitt. Flugferðir eru reglu- legar og ákveðið með nokkrum fyrirvara, hvernig áhöfnin verður skipuð. Við höfum strangar reglur um hvíldartíma og fáum því oft - Anna Harðardóttir: Flugfreyja á að líta á sig sem þjónustustúlku en en ekki gestgjafa.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.