Frjáls verslun - 01.06.1968, Side 16
16
FRJÁLS VERZLUN
Ritstjóri Frjálsrar verzlunar
hefur farið þess á leit við mig, að
ég skrifaði pistla um auglýsingar
og auglýsingastarfsemi, og er mér
það af ýmsum ástæðum ánægju-
efni. Mér finnst nauðsynlegt að
byrja á því að skýra í stuttu máli
frá afskiptum mínum af auglýs-
ingastarfsemi til að sýna fram á,
að ég' er hvorki sérfræðingur á
þessu sviði né algjör viðvaningur.
Aðalstarf mitt hefur undanfarin
ár verið blaðamennska, en um
þær mundir, sem auglýsingastofa
Gísla B. Björnssonar, teiknara,
var komin vel á laggirnar, hófust
fyrstu kynni mín af þessu fagi.
Gísli B. Björnsson fór þess eitt
sinn á leit við mig, að ég gerði
textatillögur og áætlun um, hvern-
ig verja skyldi ákveðnu fé í til-
tekinn tíma, til að viðskiptavinur-
inn fengi sem mesta nýtingu á því
fé, sem hann vildi verja í auglýs-
ingaherferðina. Þetta var skemmti-
legt verkefni, og ég varð eiginlega
býsna undrandi, þegar viðskipta-
vinurinn lagði blessun sína yfir
skástu textatillögurnar og áætlun-
ina í heild. Með þessu verkefni
vaknaði áhugi minn á auglýsing-
um og auglýsingaaðferðum og
kannski einkum áhugi á betri
skilningi milli þeirra, sem vinna
auglýsingar og þeirra, sem kaupa
þá vinnu. Hér skal strax tekið
fram, að með orðinu auglýsingar
á ég jafnt við blaðaauglýsingar,
umbúðir, vörumerki, auglýsinga-
SIGURJÓN JÓHANNSSON:
AUGLÝSINGA-
STARFSEMI
skilti og hvaðeina það, sem unnið
er á auglýsingastofum. Ég vann
að textatillögum, hugmyndavinnu
og auglýsingaáætlunum í auka-
vinnu um alllangt skeið, en vann
síðan eingöngu við auglýsingar
hjá auglýsingastofu Gísla B.
Björnssonar í rúmt ár, eða fram
í febrúar sl. Mér finnst nauðsyn-
legt að taka þetta fram til að
sýna fram á, að ég hef talsverða
þekkingu á þessari starísgrein og
hef séð ýmsar hugmyndir verða
að býsna lærdómsríkum veru-
leika.
Látum þetta nægja sem kynn-
ingu á eigin verðleikum á þessu
sviði. En ég minntist áðan á betri
skilning milli auglýsenda og
þeirra, sem gera auglýsingar.
Því miður hef ég enn ekki kom-
ið í verk að kynna mér helztu
atriði í þróun íslenzkrar auglýs-
ingagerðar, en óhætt er að segja,
að þeir, sem fyrstir settu á stofn
vísi að auglýsingastofum í líkingu
við sambærileg erlend fyrirtæki,
hafi verið Atli Már og Ásgeir Júl.
og reyndar Halldór Pétursson,
sem er nú þekktari ,,illustrator“
og listmálari en auglýsingateikn-
ari. Mér hefur verið tjáð, að Ás-
geir Júl. hafi verið býsna sleipur
textasmiður, en margir virðast
álíta, að góður texti eða „slogan“
komi af sjálfu sér og sé ekki borg-
unar verður, en það er áreiðan-
lega mikill misskilningur, sem við
getum rætt um síðar. Atli Már er
enn í fullu fjöri og vonast ég til
að geta kynnt hann og verk hans
síðar.
Hin „nýja“ kynslóð íslenzkra
auglýsingateiknara hefur látið
mikið til sín taka á undanförnum
árum, og nú eru starfandi fyrir
utan þá, sem ég minntist á áðan,
nokkuð samlitur og samstilltur
hópur yngri manna, sem hafa
komið á stofn „Félagi íslenzkra
teiknara“, og vinnur að sameigin-
legum áhuga- og framfaramálum
þessarar nýju stéttar. Þetta fólk
hefur tekið mið af erlendum stétt-
arbræðrum sínum og hefur reynt
að fá atvinnuheitið auglýsinga-
teiknari viðurkennt og virt. Jafn-
framt hefur það reynt að útfæra
þjónustuna við viðskiptavininn
þannig, að hann þurfi ekkert um
málið að hugsa, eftir að auglýs-
ingarnar og kostnaðaráætlun hef-
ur verið samþykkt. Til að skilja
betur ákjósanlegt verksvið aug-
lýsingastofu, skal ég segja frá því
í stórum dráttum, hvernig aug-
lýsingastofa erlendis er rekin:
Erlend auglýsingastofa leitast
við að þjóna fyrirtæki í einu og
öllu, er lýtur að auglýsingaþörf
þess. Fyrirtækin gerast yfirleitt
samningsbundnir viðskiptavinir
til eins árs í senn og geta síðan
sagt samningum lausum með fyr-
irvara og snúið sér til annars aug-
lýsingafyrirtækis, ef óánægja rík-
ir með úrlausn verkefna. Auglýs-
ingastofan tilkynnir opinberlega.