Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Page 26

Frjáls verslun - 01.06.1968, Page 26
26 FRJALS VERZLUN FRAMKVÆMDIR UNNT ER AÐ BYGGJA YERKSMIÐJU, SEM GETUR AFKASTAÐ 187.000 TONNUM Skipulagi Straumsvíkursvœðisins heíur verið hagað þannig, að unnt er að stœkka verksmiðjuna frá 60000 tonnum upp í 187000 tonn. Framkvæmdir við álverksmiðj- una í Straumsviik hafa nú staðið síðan í apríl 1967 og hafði FRJÁLS VERZLUN tal af Philipp Múller, einum af framkvæmda- stjórum ÍSALS, en Muller hefur bæði starfað á aðalskrifstofum ALUSUISSE og við ýmsar af verksmiðjum fyrirtækisins. Mull- er er framkvæmdastjóri stjórnar- deildar (administration) ÍSALS, en deild sú annast daglegan rekst- ur framkvæmda nú ogframleiðslu, þegar hún hefst. F.V.: Hve Iangt eru fram- kvœmdir nú komnar? P.M.: Segja má, að framkvæmd- ir við byggingu álverksmiðjunn- ar sjálfrar séu um það bil hálfn- aðar. Lokið hefur verið við húsa- byggingar og skyldarframkvæmd- ir að 70—80% og lokið er um það bil fimmta hluta þeirra fram- kvæmda, sem lúta að niðursetn- ingu véla. í þessar framkvæmdir hefur verið varið nálægt 13 millj- ónum dollara. Samningar hafa ver- ið gerðir um framkvæmdir, sem nema um 29 milljónum dollara, en alls er áætlað, að kostnaður muni nema um 35 milljónum. F.V.: Hafa framkvœmdir stað- izt ácetlun? P.M.: Við verksmiðjuna sjálfa má segja, að framkvæmdir hafi fyllilega staðizt. Að vísu er á fá- einum sviðum um að ræða smá- vægileg frávik, en þau munu ekki

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.