Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Page 29

Frjáls verslun - 01.06.1968, Page 29
FRJAL5 VERZLUN 29 á ári og verSi afköstin síSan auk- in í tveimur áföngum í 60.000 tonn. Hvernig verður framkvœmd- um við þessa tvo síðari áfanga háttað? P.M.: Samkvæmt samningnum er ráð fyrir því gert, að miðáfanga verði lokið eigi síðar en í septem- ber 1972 og síðasta áfanga í júní 1975. Ég býst þó fastlega við, að farið verði að vinna með fullum afköstum þó nokkru fyrir þann tíma og einnig geri ég ráð fyrir, að í stað þess, að verksmiðjan verði stækkuð í tveimur áföngum, verði það gert í einum. Hafa verð- ur markaðshorfur einnig í huga og má geta þess, að þýzki mark- aðurinn, sem gert var ráð fyrir að selja framleiðslu þessarar verksmiðju á, verður væntanlega fullur, þegar hún hefur starfsemi sína, og er ekki annað séð, en að selja verði framleiðsluna til Bandaríkjanna. F.V.: HvaS munduS þér vilja segja um möguleika á byggingu annarrar álverksmiðju á íslandi og þátttöku ALUSUISSE í slíkri byggingu? P. M.: Ég álít, að sem stendur, sé ekki unnt að segja, að ALU- SUISSE hafi mikinn áhuga á því, því kostnaður við byggingu heill- ar verksmiðju með öllu, sem til heyrir, er mjög mikill. Á það má og benda, að þótt ekki sé gert ráð fyrir, að verksmiðjan afkasti meiru en 60.000 tonnum árlega, hefur byggingum verið þannig fyrir komið, að á Straumsvíkur- svæðinu er unnt að byggja verk- smiðju, sem afkastað getur 187,- 000 tonnum á ári, en til að ná þeim afköstum, verða bræðsluhús (pot rooms) að verða fjögur og auka verður verulega við önnur mannvirki á staðnum. Það er því augljóst, að ef auka ætti álfram- leiðslu á íslandi, bæri fyrst og fremst að auka afköst þeirrar verksmiðju, sem nú er í byggingu. F.V.: HvaS vilduð þér að lok- um segja um möguleika á full- vinnslu áls hér á landi og útílutn- ing slíks varnings? P. M.: Um það skal ég ekki segja að svo stöddu, en um þessar mundir fer fram athugun á veg- um ALUSUISSE að beiðni ís- lenzkra stjórnvalda á slíkum möguleikum. Hinn hái flutnings- kostnaður, sem leiðir af legu landsins og þeir háu tollar, sem Islendingar verða að greiða, með- an þeir standa utan tollabanda- laganna, hljóta að gera það að verkum, að verulegir örðugleikar eru á sölu fullunninna álvara, en hlutverk þeirra, sem athuga þessa möguleika, er meðal annars að kanna, hvort unnt sé, að koma einhverjum íslenzkum álvörum á erlendan markað.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.