Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.06.1968, Qupperneq 40
4D við líka með bólsturiðju og fram- leiðum t. d. sjálfir sófasett. Þá fá- um við annaðhvort leyfi til að framleiða einhverja erlenda „týpu“ eða þá við teiknum það sjálfir. Við höfum líka að sjáif- sögðu samband við framleiðend- ur erlendis og flytjum inn frá t. d. Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Þýzkalandi. Við reynum þó eftir megni að stilla innflutningi í hóf. — Nú kvarta margir undan því, að húsgögn séu óhóflega dýr. — Góð húsgögn eru vissulega nokkuð dýr. Þá held ég að inn- lend húsgögn hafi, hvað verð snert- ir, staðið nokkuð í stað síðastliöin þrjú ár. Það er líka alvegnauðsyn- legt fyrir framleiðendur hérlendis, því að annars fengi innflutningur- inn of mikil ítök. — Hvernig finnst þér kaup- mátturinn vera í dag? — Við höfum nú verið með þessa verzlun í þrjú og hálft ár og höfum ekki yfir neinu að kvarta, verzlunin hefur aukizt nokkuð jafnt og þétt hjá okkur. Við höfum þó að sjálfsögðu orðið varir við að kaupmátturinn er nokkuð minni, þótt það sé fjarri því, að um nokkuð hrun sé að ræða. Ég er ekki frá því, að það sé til góðs að nokkru leyti. Fólk er miklu vandlátara, þegar það þarf að kaupa hluti og hugsar sig betur um. Unga fólkið fylgist líka vel með, kaupir og les blöð um hús- gögn og innréttingar og kemur til okkar með alveg ákveðnar hug- myndir. Sumir biðja okkur um að panta fyrir sig sérstaklega, og við gerum það auðvitað, ef við getum. Við seljum svo með afborgunar- skilmálum eins og allir aðrir. — Og hvernig gengur að inn- heimta það? — Það gengur mjög vel. Það verða auðvitað einhver vanskil öðru hvoru, en það kemur ekki oft fyrir. Unga fólkið er sérstak- lega passasamt með að greiða reglulega. Það kemur auðvitað fyrir, að það er illa statt í einn eða tvo daga, eftir að víxillinn fellur, en við erum ekkert að fetta fingur út í það, enda gerir það öll sín við- skipti upp við okkur, en borgar ekki víxlana í banka. Þannig höf- um við líka samband við okkar viðskiptavini í allt að því ár, eftir að þeir festa kaup á húsgögnum og vitum því, ef þeir eru óánægðir með eitthvað og eitthvað þarf að bæta úr fyrir þá. — Hvenær er mest að gera hjá húsgagnaverzlunum ? — Hjá okkur er mesti annatím- inn frá septemberbyrjun og fram að áramótum. Janúar og febrúar eru nokkuð rólegir, en svo er mik- ið að gera á vorin. — Eruð þið ánægðir með stað- setningu verzlunarinnar? FRJALS VERZLUN Aðalsteinn Hallsson. — Já, mjög ánægðir, hún gæti vart verið betri. Við erum svotil mitt í nýju hverfunum, þar sem verið er að byggja dag og nótt, og í ný hús þarf auðvitað ný hús- gögn. Svo er eitt vandamál, sem við erum alveg lausir við, og það er skortur á bílastæðum. Verzlanir við Laugaveg eiga í óskaplegum erfiðleikum vegna þessa, en við erum svo heppnir að hafa mikil og góð bílastæði fyrir framan dyrnar hjá okkur. — Eru einhverjar nýjungar á döfinni? — Já, við erum t. d. að byrja með mjög falleg sófasett úr ekta leðri. Það er fínasta uxahúð, og það hefur verið mikill skortur á slíku hérlendis. Svo erum við einnig með tvær nýjar gerðir af sófasettum, en það er erfitt að lýsa þeim, sjón er sögu rikari. — Ef við snúum okkur aðeins að fjármálahliðinni, hvernig hefur ykkur gengið að fá fyrirgreiðslu í bönkum? — Við höfum ekki undan neinu að kvarta í því efni. Við höfurn lengstum átt viðskipti við Búnað- arbankann og Iðnaðarbankann, og ég held, að þau viðskipti hafi ver- ið báðum hagstæð. Verzlunin stóð nokkuð höllum fæti, þegar við tókum við henni, og það hefði ver- ið ógerlegt að rétta hana við, ef við hefðum ekki haft lánstraust fyrir. Við höfum því ástæðu til að vera ánægðir, bæði með okkur og aðra. Híbýlaprýði, Hallarmúla, er snyrtileg verzlun með mikið úrval ný- tizku húsgagna.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.