Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Page 42

Frjáls verslun - 01.06.1968, Page 42
42 FRJÁLS VERZLUN það er gott að breyta leshraða eft- ir því, sem efnið gefur tilefni til. MIKILVÆG LÍKAMLEG ATRIÐI. Líkamlegar hreyfingar geta haft mikil áhrif á það, hversu miklum árangri þú nærð með málflutn- ingi þínum. Samkvæmt rannsókn- um sérfræðinga er mat sjónvarps- áhorfandans á hæfileikum þínum grundvallað að 9/10 hlutum á því, sem hann sér til þín, en aðeins að 1/10 hluta á því, sem þú segir. Útvarpshlustandinn byggir mat sitt hins vegar nær eingöngu á því, sem hann heyrir til þín. Einmitt á þessu sviði er hvað nauðsynlegast að gera sér góða grein fyrir eðli viðkomandi fjöl- miðlunartækis. Þó að útvarps- hlustandinn sjái ekki til þín, veit hann þó um öll þín svipbrigði, því þau ber hljóðneminn honum í rödd þinni. Allar hreyfingar skaltu forðast sem mest, því þær valda sveiflum á raddstyrk þínum, þar sem hijóðneminn fylgir þér ekki eftir. Umfram allt skalt þú gæta þess að sitja sem beinast við hljóðnemanum, ekki stífur eða sperrtur, heldur rólegur og af- slappaður. Þegar þú kemur fram í sjón- varpi, er ýmislegt, sem þú verður að hafa í huga í sambandi við þessi mál: AUGUN. Þú horfir í augu annarra til að lesa hugsanir þeirra, og með eigin augum miðlar þú áhuga þínum. Rétt notkun augnanna er nauðsynleg til að ná góðum ár- angri í sjónvarpi. 1) Sjónstefna. Horfðu alltaf á þann, sem þú ert að tala við. Ef það er sjónvarpsáhorfandinn, horfðu þá beint í sjóngler mynda- vélarinnar. Horfðu ekki á mynda- vélina, ef orð þín eru ætluð ein- hverjum í upptökusalnum. Á hinn bóginn skaltu forðast að tala við einhvern í upptökusalnum, ef orð þín eru í rauninni ætluð áhorfand- anum. Það er mjög óheppilcgt að tala yfir fólki í stað þess að tala við það. Áhorfanda gremst þeim, er það gerir, eða verður áhugalaus. 2) Að líta niður. Ef þú lítur niður eitt andartak, gerir áhorf- andinn ráð fyrir, að þú hafir ver- ið að líta á minnisblað. Til þess

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.