Frjáls verslun - 01.04.1973, Blaðsíða 7
í STUTTII MÁLI...
• Iiiii og úi lllll »lll»»Ullll
Þegar ríkisstjórnin tók við völdum var
lagt kapp á að lengja lán Fiskveiðasjóðs og
lækka vextina. Var þetta af sumum talin hin
mesta hagspeki. Nú hefur hins vegar verið
tekið til bragðs að leggja sérstakt gjald á
sjávarútveginn til að fjármagna sjóðinn.
Það, sem gefið er með annarri hendinni, er
tekið aftur með hinni.
6 I*r«esieiitiii*cikiiíiigiir
Þj«»5viliaiis
Þjóðviljinn hefur reiknað út, að 1% vei'ð-
bólgunnar sé innlent en 9% af erlendum upp-
runa. I tölunni 9% eru hins vegar gengis
áhrif u. þ. b. 3% og síðan vega erlend
aðföng ekki meira en um þriðjung í fram-
leiðslunni, því að auk erlendra aðfanga þarf
að nota innlent vinnuafl og fjármagn. Kem-
ur það úr hörðustu átt, að hlutur vinnuafls-
ins skuli virtur að vettugi. Ef bera á hins
vegar saman verðbólgu hér og í kringum
okkur, verður að taka sambærilegar vísitöl-
ur. Verðbólgan mun þá hafa verið um 6% að
meðaltali sl. ár.
• Eiiclurliæfiiig
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
hefur í samvinnu við viðskiptadeild Háskóla
Islands haldið nokkur námskeið að undan-
förnu fyrir eldri viðskiptafræðinga og hag-
fræðinga í rafreiknum o. fl. Hafa undirtekt-
ir verið góðar, enda símenntun orðin nauð-
synleg í stað embættisprófa áður.
41 $kattakei*ÍLÍ5 í kaklás
Sú uppreisn gegn skattheimtu, sem nú á
sér stað í Danmörku og er að breiðast til
Noregs er allmerkilegt fyrirbæri. Flestir
hljóta að gera sér grein fyrir, að leggja verð-
ur sameiginlega í púkkið, en greinilegt ei,
að óánægja er með skattafyrirkomulagið og
réttlætið í skattheimtunni. Er fróðlegt að
líta á skattbreytingu vinstri stjórnarinnar
í þessu samhengi, en þá voru beinir skattar
einmitt auknir á öllum þorra fyrirvinnu-
manna. Virðist þetta hafa verið í andstöðu
við tímans rás, því að yfirleitt er stefnt að
því í nágrannalöndunum að auka óbeina
skatta að tiltölu við beina skatta.
• Lo5nir ii iii lófana
Eins og spáð hafði verið, hefur loðnuveiðin
orðið drjúg og verðlag snarhækkað. Verðlag
á frystum afurðum og saltfiski hefur einn-
ig hækkað verulega, svo að margir ættu að
vera loðnir um lófana.
• Breyii gildismat?
Sum fyrirtæki á Norðurlöndum hafa haft
á orði, að margir starfsmenn þeirra veigri
sér við ábyrgðarstöðum og þeir kjósi heldur
streituminna líf, enda þótt verr launað sé.
• Færeyjar í olíuslt»5?
Erlend olíufélög keppast nú um að fá
leyfi til borana i Færeyjum, en þau hafa trú
á að þar sé olíu að finna. Færeyingar ætla
að gefa sér tíma til að kynna sér leikreglur
Norðmanna á þessu sviði og móta löggjöf,
áður en leyfi verða veitt.
• ..15ii!irl<íiii;iii** í umbroli
Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa
skilað frá sér skýrslu um íslenzkan iðnað,
sem leggja á grundvöll að „iðnbyltingu" ríkis-
stjórnarinnar. Unnið mun vera að þýðingu
og prentun, en skýrslan gengur nú meðal
embættismanna og sérfræðinga ríkisstjórn-
arinnar. Sérstakur hópur fæst hins vegar við
útflutning iðnaðarvara, og er von á skýrslu
frá honum á útmánuðum.
FV 4 1973
7