Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.04.1973, Qupperneq 8
ORÐSPOR... Enn spyrja menn, hvenær horfur séu á, að núverandi rík- isstjórn fari frá völdum. Eng- inn stuðningsmanna stjórnar- innsr vill spá neinu þar um, þó að svo sé að heyra á sum- um, að verulegra breytinga sé að vænta innan skamms, enda greinilegt að Hannibal Valdi- marsson og Bjöm Jónsson ætla að ganga í eina sæng með kröt- um. Einn þátt málsins vilja menn leggja áherzlu á um þess- ar mundir og það eru eftir- launamál þeirra Hannihals og Lúðvíks Jósefssonar. Það er brýnt fjárhagslegt atriði fyrir þessa tvo ráðherra að sitja fram á haustið til þess að þeir hafi þar með gegnt ráðherra- embætti samanlagt í fimm ár, og er f.vrra vinstristjómar- tímabilið þá taJið með. Fimm ára ráðhcrradómur er nokkurs metinn í eftirlauna- kerfi ríkisins. Olof Palme, forsætisráðherra Svía, mun hafa tjáð Gylfa Þ. Gíslasyni á dögunum, að sænska stjórnin liti það alvarlegum aug- um, ef bandaríska varnarliðið hyrfi héðan á brott, vegna þess tómarúms, sem þá myndi skap- ast á N-Atlantshafi. og vaxandi hættu á að sovézki flotinn færði sig þar enn méira upp á skaftið. Til þess að Svíar njóti sín á al- þjóðavettvangi sem forystuþióð Norðurlandanna, telja ráða- menn þar nauðsynlegt að fram- hald verði á nánu samstarfi ís- lendinga og Bandaríkjamanna á vesturkanti „hins sænska áhrifa- svæðis á Norðurlöndum“ til að vega upp á móti áhrifum Rússa á austurmörkunum, þ. e. a. s. í Finnlandi. Samningaviðræður standa nú yfir milli fulltrúa Reykja- vikurborgar og Seltjarnarnes- hrepps um breytingar á mörk- um borgarinnar og Seltjarnar- ness. Ætla Seltirningar að reisa miðbæ sinn við Eiðsgranda, þar sem n.ú er vestasti hluti Reykja- víkurlands, ef samningar nást. Á Reykjavík þá að fá samsvar- andi landspildu af Seltjarnar- neshreppi og lögsögu yfir eyj- unum á Kollafirði. Eitt mann- legt vandamál mun hafa komið fram í sambandi við þessar hugsanlegu breytingar, sem sé, að heimili eins af heiðursfélög- um Reykvíkingafélagsins verði flutt yfir í Seltjamarneshrepp ef af þeim verður. í Bandaríkjunum ku vera í undirbúningi bók um heims- meistaraeinvígið í skák, sem hér var haldið í fyrra. Það er Brad Barrach, sá er skrifaði um ein- vígið í tímaritið Life, er hyggst nú segja frá ýmsu, sem gerðist á bak við tjöldin í sambandi við þennan sögulega viðburð. Tvær íslenzkar stúlkur hafa unnið að öflun ýmissa gagna í þessu sam- bandi fyrir höfundinn og er sagt að margir málsmetandi aðilar, íslenzkir og erlendir, fái það ó- þvegið hjá Barrach. Hann held- ur því meðal annars fram, að símahleranir hafi viðgengizt hjá Landssíma íslands meðan mótið stóð yfir, brugðið er upp drama- tískum lýsingum af drykkju- skap nokkurra þekktra borgara í Reykjavík, ævintýralegum næturreisum sem Bobby Fischer var boðið í o. s. frv. Höggvið mun nærri Bobby í frásögnum Barrachs og er unnið að því vestan hafs að koma i veg fyrir útgáfu bókarinnar. Margir velta vöngum yfir skipulagi á málefnum flugfé- laganna eftir að þau hefja nán- ari samvinnu eða sameinast. Mjög er um það hugsað meðal starfsfólks félaganna, hver framtíð þess verði og í hvaða tröppu það lendi, þegar farið verður að endurskoða starfs- mannahaldið. Væntanleg yfir- stjórn þykir að sjálfsögðu á- hugaverðust. Talið er líklegt, að Flugfélagsmaður verði for- maður stjórnar en Loftleiða- maður framkvæmdastjóri. Sennilega munu nýir menn koma inn í myndina í æðstu áhrifastöðum, ef af sameining- unni verður. Blaðafulltrúi fél- agsins verður að sjálfsögðu Siggi Sæm! — • — Rekstur bílaleigu virðist vera ábatasöm atvinnugrein hér á landi því að ekki færri en fjórar nýjar bílaleigur verða opnaðar á næstunni. Verður þá m. a. hægt að fá leigðar stærri fólks- bifreiðir en hefur verið til þessa. — • — Miðstjórnarvaldið í málefn- um sjávarútvegsins blómstrar. Þrjú verkfræðifyrirtæki, sem lagt liöfðu sérstaka stund á tæknimál varðandi útreikn- inga ' sambandi við skipakaup, standa nú uppi verkefnalausar vegna þess að sjávarútvegsráð- herrann hefur sett upp verk- fræðiþjónustu hjá Fiskifélag- inu, þar sem veitt verður „ó- keypis þjónusta“ af þessu tagi við sjávarútveginn. Þar með ræður Lúðvík Jósefsson yfir ráðstöfun fjármagnsins til skipasmíðanna og líka umsögn- um, sem gerðar verða um ein- stök áform útgerðarmanna varðandi skipakaup. Sami ráð- herra hefur gefið tilskipun um, að togarar Utgerðarfélags Ak- ureyringa, sem spænska skipa- smíðastöðin hætti við, verði smíðaðir austan tjalds. 8 FV 4 1973
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.