Frjáls verslun - 01.04.1973, Qupperneq 8
ORÐSPOR...
Enn spyrja menn, hvenær
horfur séu á, að núverandi rík-
isstjórn fari frá völdum. Eng-
inn stuðningsmanna stjórnar-
innsr vill spá neinu þar um,
þó að svo sé að heyra á sum-
um, að verulegra breytinga sé
að vænta innan skamms, enda
greinilegt að Hannibal Valdi-
marsson og Bjöm Jónsson ætla
að ganga í eina sæng með kröt-
um. Einn þátt málsins vilja
menn leggja áherzlu á um þess-
ar mundir og það eru eftir-
launamál þeirra Hannihals og
Lúðvíks Jósefssonar. Það er
brýnt fjárhagslegt atriði fyrir
þessa tvo ráðherra að sitja
fram á haustið til þess að þeir
hafi þar með gegnt ráðherra-
embætti samanlagt í fimm ár,
og er f.vrra vinstristjómar-
tímabilið þá taJið með.
Fimm ára ráðhcrradómur er
nokkurs metinn í eftirlauna-
kerfi ríkisins.
Olof Palme, forsætisráðherra
Svía, mun hafa tjáð Gylfa Þ.
Gíslasyni á dögunum, að sænska
stjórnin liti það alvarlegum aug-
um, ef bandaríska varnarliðið
hyrfi héðan á brott, vegna þess
tómarúms, sem þá myndi skap-
ast á N-Atlantshafi. og vaxandi
hættu á að sovézki flotinn færði
sig þar enn méira upp á skaftið.
Til þess að Svíar njóti sín á al-
þjóðavettvangi sem forystuþióð
Norðurlandanna, telja ráða-
menn þar nauðsynlegt að fram-
hald verði á nánu samstarfi ís-
lendinga og Bandaríkjamanna á
vesturkanti „hins sænska áhrifa-
svæðis á Norðurlöndum“ til að
vega upp á móti áhrifum Rússa
á austurmörkunum, þ. e. a. s. í
Finnlandi.
Samningaviðræður standa
nú yfir milli fulltrúa Reykja-
vikurborgar og Seltjarnarnes-
hrepps um breytingar á mörk-
um borgarinnar og Seltjarnar-
ness. Ætla Seltirningar að reisa
miðbæ sinn við Eiðsgranda, þar
sem n.ú er vestasti hluti Reykja-
víkurlands, ef samningar nást.
Á Reykjavík þá að fá samsvar-
andi landspildu af Seltjarnar-
neshreppi og lögsögu yfir eyj-
unum á Kollafirði. Eitt mann-
legt vandamál mun hafa komið
fram í sambandi við þessar
hugsanlegu breytingar, sem sé,
að heimili eins af heiðursfélög-
um Reykvíkingafélagsins verði
flutt yfir í Seltjamarneshrepp
ef af þeim verður.
í Bandaríkjunum ku vera í
undirbúningi bók um heims-
meistaraeinvígið í skák, sem hér
var haldið í fyrra. Það er Brad
Barrach, sá er skrifaði um ein-
vígið í tímaritið Life, er hyggst
nú segja frá ýmsu, sem gerðist
á bak við tjöldin í sambandi við
þennan sögulega viðburð. Tvær
íslenzkar stúlkur hafa unnið að
öflun ýmissa gagna í þessu sam-
bandi fyrir höfundinn og er sagt
að margir málsmetandi aðilar,
íslenzkir og erlendir, fái það ó-
þvegið hjá Barrach. Hann held-
ur því meðal annars fram, að
símahleranir hafi viðgengizt hjá
Landssíma íslands meðan mótið
stóð yfir, brugðið er upp drama-
tískum lýsingum af drykkju-
skap nokkurra þekktra borgara
í Reykjavík, ævintýralegum
næturreisum sem Bobby Fischer
var boðið í o. s. frv. Höggvið
mun nærri Bobby í frásögnum
Barrachs og er unnið að því
vestan hafs að koma i veg fyrir
útgáfu bókarinnar.
Margir velta vöngum yfir
skipulagi á málefnum flugfé-
laganna eftir að þau hefja nán-
ari samvinnu eða sameinast.
Mjög er um það hugsað meðal
starfsfólks félaganna, hver
framtíð þess verði og í hvaða
tröppu það lendi, þegar farið
verður að endurskoða starfs-
mannahaldið. Væntanleg yfir-
stjórn þykir að sjálfsögðu á-
hugaverðust. Talið er líklegt,
að Flugfélagsmaður verði for-
maður stjórnar en Loftleiða-
maður framkvæmdastjóri.
Sennilega munu nýir menn
koma inn í myndina í æðstu
áhrifastöðum, ef af sameining-
unni verður. Blaðafulltrúi fél-
agsins verður að sjálfsögðu
Siggi Sæm!
— • —
Rekstur bílaleigu virðist vera
ábatasöm atvinnugrein hér á
landi því að ekki færri en fjórar
nýjar bílaleigur verða opnaðar
á næstunni. Verður þá m. a.
hægt að fá leigðar stærri fólks-
bifreiðir en hefur verið til
þessa.
— • —
Miðstjórnarvaldið í málefn-
um sjávarútvegsins blómstrar.
Þrjú verkfræðifyrirtæki, sem
lagt liöfðu sérstaka stund á
tæknimál varðandi útreikn-
inga ' sambandi við skipakaup,
standa nú uppi verkefnalausar
vegna þess að sjávarútvegsráð-
herrann hefur sett upp verk-
fræðiþjónustu hjá Fiskifélag-
inu, þar sem veitt verður „ó-
keypis þjónusta“ af þessu tagi
við sjávarútveginn. Þar með
ræður Lúðvík Jósefsson yfir
ráðstöfun fjármagnsins til
skipasmíðanna og líka umsögn-
um, sem gerðar verða um ein-
stök áform útgerðarmanna
varðandi skipakaup. Sami ráð-
herra hefur gefið tilskipun um,
að togarar Utgerðarfélags Ak-
ureyringa, sem spænska skipa-
smíðastöðin hætti við, verði
smíðaðir austan tjalds.
8
FV 4 1973