Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Síða 12

Frjáls verslun - 01.04.1973, Síða 12
Varnarliðið Drjúgar tekjur af dvöl herliðsins Aðstaða bandaríska NATO- liðsins á Keflavíkurflugvelli er framlag íslendinga til varn- arsamstarfs vestrænna ríkja innan Atlantshafsbandlagsins. Engu að síður hefur þjóðin drjúgar tekjur af dvöl herliðs- ins hér á landi, sem nemur nú á milli 10-12% heildarútflutn- ingsverðmætum landsmanna. Til dæmis má nefna það, að 763 íslendingar, sem starfa á vegum Varnarliðsins, fengu greidd laun fyrir reikningsárið 1972, sem nam hátt í 45 millj- ónum ísl. króna. Bandaríska herliðið greiddi fyrir vörur og þjónustu frá íslenzkum fyrirtækjum á s.l. ári $ 19.800.000.-, en þar eru meðtalin laun fyrrgreindra íslendinga og ýmsar greiðslur til íslenzka rikisins. Varnar- liðið greiðir m.a. fyrir bygg- ingaframkvæmdir, raforku og vatn, talsambandsþjónustu, starfsfólk, flutninga, matvæli mjólkurafurðir, flugvallarað- stöðu og kostnað. Erfitt er að reikna út verðmæti flugstöð- varinnar, en ef Atlantshafs- bandalagið ætti að byggja sambærilega stöð, þ.e.a.s. ef íslendingar óska eftir brott- flutnmgi hersins, Þá nemur sú upphæð um 1,5 milljörðum dollara. Á s.l ári greiddi varnarlið- ið m.a. fyrir eftirtalin atriði: fyrir byggingar og viðhald á Keflavíkurflugvelli $ 5.1 millj., fyrir vörur og þjónustu $ 2.8 millj., fyrir flutninga á efni og vörum $ 1.8., fyrir raf- magn, viðhald og fjarskipta- samband $ 700 þúsund, elds- neyti $ 500 þúsund og leigu- gjöld $ 200 þúsund og til íslenzkra ríkisstofnana $ 100 þúsund. Við þetta bætast svo fyrrnefnd laun og auk þess greiðslur Bandaríkjamanna, sem dvelja á vellinum, sem óbeinar greiðslur, en þær voru á árinu 1972 alls um $3.-4 milljónir. Bandaríski herinn flytur mestallan póst sinn til og frá landinu með flugvélum Loft- leiða, samkvæmt samningi við Póst os síma, en fyrir það og leigu á strandgæzlustöðinni á Sandi, voru greiddir $ 700.000 á s.l. ári, eða tæplega 70 millj- ónir króna. FRAMKVÆMDIR FYRIR 11,5 MILLJ. DOLLARA í ÁR Á undanförnum árum hafa orðið verulegar hækkanir á fyrrgreindum gjöldum varnar- liðsins hér á landi. Til dæmis má nefna, að árið 1970 greiddi varnarliðið íslenzkum starfs- kröftum $ 2.600.000 í laun, en á þessu ári er reiknað með að launagreiðslur nemi $ 5.3 millj- ónum. Árið 1970 nam bygginga- og viðhaldskostnaður $ 4.700. 000, en á þessu ári verður þessi upphæð $ 11.5 millj., miðað við gerðar áætlanir. Á árinu 1970 námu greiðslur til íslenzkra aðila fyrir flutninga á vörum og efni $1. 2 millj., en í fyrra $ 1. 8 millj., og á þessu ári er áætlað, að sömu aðilar fái $ 2.100.000 fyrir sömu þjónustu, eða nánar, upp- hæðin hefur tvöfaldast á fjór- um árum. ÓBEIN EYÐSLA BANDARÍKJAMANNA Óbein eyðsla Bandaríkja- manna, sem eru hér á vegum hersins, var á árinu 1970 tvær millj, dollara, sem eru opinberar tölur, en á þessu ári mun verða um $ 9 milljónir, eða tæplega helmingi meiri. Hér er um að ræða greiðslur, m.a. fyrir húsnæði, þjónustu, vörukaup, o.m.fl. Miðað við umrædd atriði, þá er áætlað, að dvöl varnarliðsins kosti Bandaríkjamenn $ 28.5 milj- ónir, þ.e.a.s. sú upphæð, sem greiðist til íslenzkra aðila, eða ríkisins. 3600 STARFSMENN EÐA 3,3 MILLJÓNIR VINNUSTUNDA Ekki er ósennilegt, að árlega þurfi varnarliðið á starfskröft- um 3.600. íslendinga að halda, beint eða óbeint, eða því sem nemur 3.3 milljónum vinnu- stunda. Flestar vinnustund- anna eru á unnar sviði flutn- inga á sjó, landi og í lofti; þar næst við byggingaframkvæmd- ir og viðhald, þá á sviði land- búnaðar (þ.e.a.s. þeir sem framleiða landbúnaðarafurðir- nar sem varnarliðið kaupir. Ekki má gleyma verzlunar- og íbúðaeigendum, og ýmsum öðrutn, sem veita umræddum aðilum þjónustu. Þar að auki skila fyrrgreind- ir 76? íslenzkir launþegar varnarliðsins 1.526.180 vinnu- stundum á ári, en alls eru þetta 3.270.702 vinnustundir, sem unnar eru á ári. fyrir varnarliðið beint eða óbeint. Bandaríski herinn greiðir fyrir rekstur og viðhaldskostn- að Keflavíkurflugvallar 'að mestu leyti. Ef íslenzk stjórn- völd og skattgreiðendur ættu að taka við þessum rekstri má reikna með að það kosti milli 180-190 milljónir króna á ári, þ.e.a.s. ef miðað er við þann kostnað, sem bandarískir skattgreiðendur greiða árlega fyrir, rekstur og starfsemi flugvallarins, eins og málum er nú háttað. 3212 HERMENN Á ÍSLANDI Bandaríska ríkið og banda- rískir einstaklingar, sem dvelja hér á vegum þess, greiða umræddar upphæðir beint og óbeint til landsmanna. Margir kunna að spyrja: hve margir eru þeir menn, sem koma með þessar gjaldeyris- tekjur til íslands. Opinberar tölur írá 30. júní í fyrra segja, að hér hafi þá verið 3212 hermenn og með þeim voru 2.454 eiginkonur og börn. Auk þess voru hér 28 opinberir bandarískir starfsmenn og 47 óbreyttir borgarar. Ekki er ó- sennilegt, að þessi fjöldi sé svipaður nú. 12 FV 4 1973
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.