Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Síða 19

Frjáls verslun - 01.04.1973, Síða 19
áhrif á vöruflutninga um Lux- emborg, sem er eitt minnsta rik- ið á meginlandinu. þ. e. a. s. að árið 1971 voru vörufiutningar Cargolux um 29% af heildar- vöruflutningum um landið, en árið 1972 hafði hiutfallið aukizt í 66%. TÍZKUVÖRUR FRÁ HONG KONG. Fyrir skömmu átti FV kost á að kynna sér starfsemina í Luxemborg. Við það tækifæri var rætt m. a. við Einar Ólafs- son, framkvæmdastjóra. Einar hefur búið ásamt fjölskyldu sinni þar í landi undanfarin 8 ár; fyrst sem stöðvarstjóri Loft- leiða, en frá stofnun Cargolux hefur hann veitt félaginu for- stöðu. Það er jafnan mikið að gera hjá Einari, og það var ekki fyrr en að loknum vinnudegi, að við náðum tali af honum á Find- el-flugvelli. Þegar við komum á skrifstofuna, voru tvær Cargo- lux CL-44 að koma fullhlaðn- ar varningi, og a. m. k. önn- ur þeirra með tízkuvarning frá Hong Kong, sem dreifa átti í stórverzlanir i Belgiu, Hollandi og V-Þýzkalandi næsta dag. Þriðja vélin var við flugskýlið og átti að leggja af stað í vöru- fiug fljótlega. Fjórða flugvéiin var í París á leid til Afríku og sú fimmta var á flugi milli Karachi í Pakistan og Hong Kong. Einar var fyrst að því spurður hve margar flugáhafnir væru starfandi hjá Cargolux. —- Þær eru 11, eða samtals 55 flugliðar, svaraði hann. Flestir þeirra eru íslendingar, en auk þeirra starfa hjá okkur nokkrir Svíar. Starfslið Cargolux er mjög alþjóðlegt, þ. e. a. s. hér eru íslendingar, Luxemborgar- ar, þá Svíar, Finnar, Danir, Hol- lendingar, Ameríkani og Kan- adamaður. — Hvað búa margir íslend- ingar í Luxemborg? — Þetta er ört vaxandi íslend- inganýlenda. Ég held að starfs- menn Cargolux og Loftleiða, á- samt fjölskyldum þeirra, séu rösklega 200 manns. — Á hvaða flugleiðum fljúga vélar félagsins? — Aðallega er það Luxem- borg — Hong Kong — Lúxem- borg, með viðkomu á ýmsum stöðum í Asíu, eins og t. d. í Karachi, Singapore og Bangkok. — Er samkeppnin hörð? — Já, hún er vægast sagt mjög hörð. Það er enginn leikur að keppa t. d. við IATA-flugfé- lögin, sem geta bætt sér upp far- þegaskort með auknu fraktflugi á áætlunarleiðum. Ef þau hafa litla farþegaflutninga á ákveðn- um leiðum á ákveðnum árstím- um, þá geta vélarnar tekið meiri varning á hagstæðum flutnings- kostnaði. Það er vert að geta þess, að talið er að Cargolux flytji um Vz % af heildarvöruflutningum flugfélaga í öllum heiminum á ári, en raunverulega er ekki svo einfalt að reikna þetta hlutfall út. Cargolux er t. d. með 28% af öllum flutningum utan áætl- unarflugs frá Hong Kong. TÍZKUVÖRURNAR ERU FLUTTAR Á HERÐATRJAM. — Hvers vegna er ódýrara að tljúga með varning milli Hong Kong og Evrópu, en senda hann með skipum? — Það er vegna þess, að þessir flutningar eru mest tízkuvörur, sem þola ekki hina löngu sigl- ingu. Vorurnar væru komnar úr tízku, þegar þær loksins kæmu með skipum hingað! Þá er mun ódýrara að pakka þeim fyrir flug-, en sjóferð. Vörur frá Hong Kong eru ódýrar í Evrópu, vegna þess hve vinnuafl er ó- dýrt þar og dýrt hér. Við erum t. d. að gera tilraunir með að flytja tízkuvörur á herðatrjám í flugvélunum þaðan og hingað, einfaldlega vegna þess að það er ódýrara, en að láta hinn dýra evrópska vinnukraft vöruhús- anna pressa fötin upp úr kössun- um. Þetta hljómar ótrúlega en er satt engu að síður. Ef til- raunin tekst vel, koma öll tízku- föt á herðatrjám frá Hong Kong í Cargolux-vélum í framtíðinni. — Til hvaða annarra heims- álfa fljúga vélar félagsins? — Fyrir utan Asíu fara þær til Afríkuríkja og stöku sinnum til Suður-Ameríku. Beztu leið- irnar eru til Asíu og Afríku. Það borgar sig engan veginn að fljúga innan Evrópu með svo stórar vélar nema í einstökum tilfellum, eins og t. d. í verkföll- um. Þar að auki er samkeppnin við áætlunarflugfélögin erfið á Evrópuleiðum og vegalengdir of stuttar. CL-44 er langdræg flugvél og mjög heppileg í vöru- flutningaflug. — Hvað flytjið þið til og frá Afríku? — Við flytjum t. d. tómata og jarðarber þrisvar í viku frá Marokkó til Luxemborgar, sem síðan er dreift héðan til grann- ríkjanna. Einu sinni í viku fljúg- Einar Ólafsson, framkvæmdastjóri Cargolux. um við til Lusaka í Zambíu með vélar og tæki. Þaðan er farið til Asmara í Eþíópíu með alls kyns varning, en þar tökum við fersk- an grænan pipar til Evrópu. Það er mikil eftirspurn eftir græn- um pipar hér á meginlandinu, enda er hann miklu betri glæ- nýr úr flugvél, en eftir langa sjóferð. ÞOTUKAUP ÁFORMUÐ. — Það hefur verið rætt um það á íslandi, að þið hugleiðið þotukaup? — Það er rétt. Það er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir því, að þotur koma inn í mynd- ina fyrr eða síðar, en ekkert er ákveðið í málinu enn, Samt vil ég geta þess, að við verðum ef- laust komnir með þotur í flug- flotann í síðasta lagi haustið 1974 og kannski fyrr. — Hvað verður þá um CL- 44 vélarnar, þegar þið gangið í þotuklúbbinn? — Þær eiga langt líf fyrir sér. Við höfum alls ekki hug á að losna við þær. Þetta eru mjög hagkvæmar vöruflutningaflug- vélar og verða notaðar í a. m. k. 7 til 10 ár til viðbótar. — Fyrst við erum að ræða um þotur. Hvaða þotutegund er efst á óskalistanum? — Við höfum áhuga á DC-8, sem er rúmgóð og hentug í frakt- flug. — Er þota liagkvæmari en CL-44? — Það þarf að fljúga þotum miklu meira en skrúfuþotunum, FV 4 1973 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.