Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 24

Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 24
Loftleiðaþota af gerðinni DC-8-63. Nokkrar umræður hafa farið fram um hugsanleg kaup Loftleiða á breiðþotu og þá fyrst og fremst Boeing 747. Sigurður Helgason telur. að mjög hæpið sé að leggja út í slík kaup og bendir á, að Loftleiðir hafi ævinlega fylgt þeirri steti, u :Vð vera eir.u skrefi á eftir öðrum hvað flugvélakost snertir og boðið þar af leiðandi lægri fargjöld en aðrir. endur leggja á að kynna hugsan- legum kaupendum framleiðslu sína. Sigurður er eins og áður segir forstjóri fyrirtæk' ;ins Loftleið- ir h.f. í New York og við byrj- uðum samtalið á því að spyrja, af hverju þetta félag hefði ver- ið stofnað á sínum tíma. —Jú. Það gerðist árið 1954 og stuðluðu að því ýmis lagaleg atriði og skattamál, því að eng- inn tvísköttunarrammi var þá t. d. í gildi milli íslands og Bandaríkjanna. Slíkt hið sama gerðist hjá ýmsum öðrum er- lendum fyrirtækjum og var SAS meðal þeirra, sem stofnuðu hér sérstakt bandarískt félag um svipað leyti og Loftleiðir. Árið 1953 urðu nokkrar breyt- ingar á stjórn Loftleiða heima og kom ég þá inn í hana í fyrsta sinn ásamt m. a. Kristjáni Guð- laugssyni, núverandi stjórnar- formanni. Þá blés ekki byrlega fyrir félaginu og voru uppi radd- ir um að leggja skóna á hilluna hvað flugið snerti en kaupa aft- ur á móti olíuskip. Úr því varð þó ekki. því að menn sáu mögu- leikann á að nota landfræðilega afstöðu íslands og stunda At- lantshafsflug i stærra mæli en áður. Ég hafði myndað mér ákveðn- ar skoðanir um þessi mál og var kjörinn í stjórnina. og hefur hún haldizt óbreytt síðan. að undan- skilinni einni breytingu, sem varð vegna dauðsfalls. Um sama leyti og ég hóf stjórnarstörf, tók ég að mér viss verkefni fyrir félagið. sem fóru smám saman vaxandi, þannig að árið 1962 losaði ég mig úr starfi hjá Orku h.f., þar sem ég var í föstu starfi, og tók við forstjórastöðu hjá Loftleiðum hér í New York. Þangað til höfðu Bandaríkja- menn gegnt henni. — Telur þú heppilegt, að stjórn hlutafélags og fram- kvæmdastjórnin, er annast dag- legan rekstur, séu skipaðar sömu mönnum eins og á sér stað hjá Loftleiðum? — Ég er ekki sannfærður um að svona mikið miðstjórnarvald sé æskilegt innan fyrirtækis, en bendi þó í því sambandi á, að hér í Bandaríkjunum er algengt að stjórnir fyrirtækja séu skip- aðar mönr.um er gegna föstu starfi í þágu þeirra. — En ef við víkjum nú að Loftleiða-undrinu í flugsam- göngum á N-Atlantshafsleið- inni. Hvert var raunverulega upphaf 'þess máls? — Það má rekia til ársins 1945, þegar loftferðasamningur var gerður milli íslands og Bandaríkjanna í framhaldi af hinni svonefndu Chicago-ráð- stefnu. þar sem Alþióðaflug- málastofnunin var sett á lagg- irnar. Þá var ísland miög mikilvæg- ur áninparstn?!ur flugvéla á leið yfir hafið milli Bandaríkjanna og meginlands Evrónu. Árið 1946 hóf bandaríska félagið Am- erican Overseas Airways reelu- bundið flug um ísland sem Pan American Airways tók svo við og hefur haldið upni siðan. Loft- leiðir stnnduðu mest leiguflug í millilandafluginu á árunum fyr- ir 1950 og þá oftast til S-Amer- íku. en í maí 1952 var byrjað reglulegt áætlunarflug til Bandaríkjanna tvisvar í viku. Bandaríkjamenn hafa verið mjög frjálslyndir í afstöðu sinni til réttinda flugfélaga. en sam- komulag um þau hefur verið byggt á tveimur alþjóðlegum samningum, þ. e. a. s. í fyrstu á Chicago-samningnum, sem fól ekki í sér neinar kvaðir um verð eða ferðafjölda, en síðar Ber- nruda-samningnum, sem gerir ráð fyrir ákvæðum um flutn- ingsmagn . Nú felast í samning- um okkar ákvæði um, að Loft- leiðir megi auka sætaframboð sitt árlega um % af meðaltals- aukningu síðustu fimm ára. Samkvæmt því ættum við að bjóða 450 þús. sæti á ári nú en þau eru í raun 350 þúsund. — En hefur ráðamönnúm hér samt ekki óað við vexti og viðgangi Loftleiða á undanförn- um árum? — Þess hefur ekki orðið vart. Við höfum haft mjög frjáls- lynda stefnu í fjargjaldamálum eins og flestir vita, og með því að tengja saman tvær flugleiðir með viðkomu á íslandi höfum við hlotið skilning ráðamanna og almennings hér á sérstöðu okkar. Það er lika metið að verð- leikum í þessu landi að við er- um eina erlenda einkafyrirtæk- ið, fyrir utan gríska flugfélagið Olympic í eigu Onassis, sem heldur uppi flugi á N-Atlants- hafsleiðinni. Hin eru öll rekin með ríkisþátttöku að meira eða minna leyti. Ef bandarísk yfirvöld hefðu við síðustu samninga, árið 1970, ákveðið að sýna hörku í við- skiptum við okkur, er ég sann- færður um að almenningsálitið hefði mjög snúizt á sveif með okkur enda eru þeir ótaldir for- eldrarnir, sem farið hafa viður- kenningarorðum um okkur fyr- ir að félagið hafi með lágum fargjöldum gefið sonum þeirra og dætrum tækifæri til að skoða sig um erlendis. 24 FV 4 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.