Frjáls verslun - 01.04.1973, Síða 50
ÍSLANDSMÁL I WASHINGTON
Þó að samstarf Islands og Bandaríkjanna um varnarmál, sé á hvers manns vörum hér
heima fyrir, verður þess tæpast vart á stjórnarskrifstofum í Washington, þar sem um
málefni íslands er sérstaklega fjallað, að ákvæði stjórnarsáttmálans um brottför varn-
arliðsins af Islandi sé verulegt íhugunarefni manna þar.
Þvert á móti voru það
björgunaraðgerðir í þágu
Vestmannaeyinga, opnun til-
boða í Sigölduvirkjun og efl-
ing menningarlegra sam-
skipta við ísland, sem starfs-
menn ráðuneyta voru að
fjalla um, þegar tíðindamenn
FV sóttu þá heim fyrir
nokkru.
Hin opinbera stefna stjórn-
valda vestan hafs virðist
vera sú, að hafa hljótt um
varnarmálin í bili og huga
fremur að öðrum verkefnum
varðandi samskiptin við ís-
land.
• I
utanríkis-
ráðuneytinu
Eftir ferðir í lyftum og um
langa ganga byggingar utan-
ríkisráðuneytisins í Washing-
ton komum við inn á skrif-
stofu Eriks Fleischers, sem af
embættismönnum í ráðuneyt-
inu hefur mest samband við
bandaríska sendiráðið í
Reykjavík og fulltrúa sendi-
ráðs íslands i Washington.
Fleischer er sænskrar ætt-
ar, talar skandinavisku, er
sagnfræðingur að mennt og
bjó um skeið í Tórshavn í
Færeyjum, þar sem hann var
bandarískur konsúll. Mál-
verk frá Mykinesi og Klaks-
vik í Færeyjum, sem uppi á
veggjum hanga í skrifstofu
hans, benda til þess, að hann
hafi tekið nokkru ástfóstri
við eyjarnar.
í þeirri deild, sem Fleischer
starfar fyrir, er farið með
málefni Norðurlandanna,
Bretlands og írlands og
Möltu. Áður var starfandi
sérstök deild fyrir Norður-
lönd í ráðuneytinu en af
sparnaðarástæðum var þeim
komið fyrir í þessum nýja fé-
lagsskap.
Sjö manns starfa í deild-
inni, en Fleischer annast mál
íslands og Noregs. Deildin
heyrir undir valdsvið Stoes-
sels, aðstoðarráðherra, sem
fer með málefni Evrópu, síð-
an undir Rogers, utanríkis-
ráðherrra.
VEGABRÉFSÁRITUN
STÖÐVUÐ
Vestmannaeyjamálin voru
mjög á dagskrá hjá Fleischer
þá stundina. Hann hafði náið
samband við íslenzka sendi-
ráðið og var að beita sér fyr-
ir því í samvinnu við fulltrúa
varnarmálaráðuneytisins, að
nýi dælubúnaðurinn fengist
handa Vestmannaeyingum.
Þá hafði sérstaklega verið
kannað, hvernig hægt væri
fyrir varnarliðið að rýma
húsnæði í Keflavík og ná-
grenni til þess að Vestmanna-
eyingar gætu fengið afnot af
því. Er búið að setja reglur
um að ættingjar varnarliðs-
manna fái ekki að flytjast
50
FV 4 1973