Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 53

Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 53
Frá Washington: Staða Bandaríkjanna í heims- viðskiptunum — og efnahagsástandiö heima fyrir Aðstaða Bandaríkjanna í alheimsviðskiptum og' efnahags- þróunin heima fyxir eru helzta umræðuefni manna vestan hafs um þessar mundii'. Jafnt stjórnmálamenn og opinber- ir embættismenn sem allur almenningur hafa vaxandi áhyggj- ur vegna halla í viðskiptum við útlönd, gengisfellingu doll- arans og neikvæðra aðgerða helztu vina- og viðskiptaþjóða í markaðsmálum. John W. Holmes er yfirmaður iþeirrar deildar bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, sem fjallar um viðskiptasamninga við út- lönd. Hann varð vel við þeirri málaleitan Frjálsrar verzlunar að skýra í megindráttum stöðu Bandaríkjanna í milliríkjavið- skiptum og þá stefnu, sem stjórn landsins hyggst fylgja í þeim efnum á næstunni. EKKI EFNAHAGSLEGT RISAVELDI í upphafi vakti John W. Holmes athygli á þvi, að Banda- ríkin væru ekki lengur það efna- hagslega risaveldi, sem það virt- ist vera fyrir einum áratug eða svo. Á árabilinu 1962-1972 jókst útflutningur Bandaríkjanna tvisvar og hálfu sinni, en inn- flutningur jókst þrisvar sinnum á sama tíma. Sagði Holmes þetta glöggt dæmi um erfiða sam- keppnisaðstöðu í alþjóðavið- skiptum. Önnur vísbending um þetta er sú, að árið 1962 nam heildarútfiutningur Bandaríkj- anna 17% af öllum útflutningi ríkja annarra en kommúnista- ríkjanna, en árið 1972 var þetta hlutfall komið í 13.5%. Holmes sagði, að þessar breyt- ingar i verzlunarviðskiptum og efnahagsmálum væru mjög tengdar umskiptum í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna. Fyrir ein- um áratug hefðu hagsmunir Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, einu risaveldanna í heim- inum, rekizt á um heim alian. Stefna Bandaríkjanna í einstök- um heimshlutum hafi því mót- azt meira og minna af mati á valdaaðstöðunni hverju sinni. Bandaríkin og Sovétríkin eru enn einu risaveldin í hernaðar- legu tilliti. En veldi Kína er vax- andi. Og Japan og Vestur-Ev- rópuríkin eru þegar orðin risa- veldi í efnahagslegum skilningi. BREYTT VIÐHORF Meðal vestrænna lýðræðis- ríkja njótum við ekki neinnar sérstöðu eða samúðar fyrir göm- ul vináttubönd. Samkeppnisaðil- arnir í Evrópu og Japan leggja sig mjög fram að keppa við okk- ur, bæði hér heima og á hinum erlendu mörkuðum. Kommún- istaríkin eru líka að leysa sig úr Framleiðni í bílaiðnaðinum bandaríska hefur aukizt gífurlega með fullkomnari búnaði í bílaverksmiðjum, sem er að miklu leyti sjálfvirkur. — Þessi mynd sýnir framleiðslu á Vega-bílum hjá General Motors. Unx 95% allrar sambræðslu málmhluta í bílana fer fram með sjálfvirkum tækjum. FV 4 1973 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.