Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.04.1973, Qupperneq 53
Frá Washington: Staða Bandaríkjanna í heims- viðskiptunum — og efnahagsástandiö heima fyrir Aðstaða Bandaríkjanna í alheimsviðskiptum og' efnahags- þróunin heima fyxir eru helzta umræðuefni manna vestan hafs um þessar mundii'. Jafnt stjórnmálamenn og opinber- ir embættismenn sem allur almenningur hafa vaxandi áhyggj- ur vegna halla í viðskiptum við útlönd, gengisfellingu doll- arans og neikvæðra aðgerða helztu vina- og viðskiptaþjóða í markaðsmálum. John W. Holmes er yfirmaður iþeirrar deildar bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, sem fjallar um viðskiptasamninga við út- lönd. Hann varð vel við þeirri málaleitan Frjálsrar verzlunar að skýra í megindráttum stöðu Bandaríkjanna í milliríkjavið- skiptum og þá stefnu, sem stjórn landsins hyggst fylgja í þeim efnum á næstunni. EKKI EFNAHAGSLEGT RISAVELDI í upphafi vakti John W. Holmes athygli á þvi, að Banda- ríkin væru ekki lengur það efna- hagslega risaveldi, sem það virt- ist vera fyrir einum áratug eða svo. Á árabilinu 1962-1972 jókst útflutningur Bandaríkjanna tvisvar og hálfu sinni, en inn- flutningur jókst þrisvar sinnum á sama tíma. Sagði Holmes þetta glöggt dæmi um erfiða sam- keppnisaðstöðu í alþjóðavið- skiptum. Önnur vísbending um þetta er sú, að árið 1962 nam heildarútfiutningur Bandaríkj- anna 17% af öllum útflutningi ríkja annarra en kommúnista- ríkjanna, en árið 1972 var þetta hlutfall komið í 13.5%. Holmes sagði, að þessar breyt- ingar i verzlunarviðskiptum og efnahagsmálum væru mjög tengdar umskiptum í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna. Fyrir ein- um áratug hefðu hagsmunir Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, einu risaveldanna í heim- inum, rekizt á um heim alian. Stefna Bandaríkjanna í einstök- um heimshlutum hafi því mót- azt meira og minna af mati á valdaaðstöðunni hverju sinni. Bandaríkin og Sovétríkin eru enn einu risaveldin í hernaðar- legu tilliti. En veldi Kína er vax- andi. Og Japan og Vestur-Ev- rópuríkin eru þegar orðin risa- veldi í efnahagslegum skilningi. BREYTT VIÐHORF Meðal vestrænna lýðræðis- ríkja njótum við ekki neinnar sérstöðu eða samúðar fyrir göm- ul vináttubönd. Samkeppnisaðil- arnir í Evrópu og Japan leggja sig mjög fram að keppa við okk- ur, bæði hér heima og á hinum erlendu mörkuðum. Kommún- istaríkin eru líka að leysa sig úr Framleiðni í bílaiðnaðinum bandaríska hefur aukizt gífurlega með fullkomnari búnaði í bílaverksmiðjum, sem er að miklu leyti sjálfvirkur. — Þessi mynd sýnir framleiðslu á Vega-bílum hjá General Motors. Unx 95% allrar sambræðslu málmhluta í bílana fer fram með sjálfvirkum tækjum. FV 4 1973 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.