Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 71

Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 71
ar vörur eru seldar meS löng- afborgunarskilmálum með lág- um vöxtum. Áætlunin gerir ráð fvrir að bandarískir út- flytjendur selja islenzkum innflytjendum umræddar vör- ur. Innflytjendurnir greiða síðan íslenzkum stjórnvöldum fyrir vörurna með stuttum lánakjörum. íslenzka stjórnin greiðir síðan banarískum stjórnvöldum fyrir vörukaupin með lögum lánum, en banda- rísku stjórnvöldin greiða bandarísku útflytjendunum fyrir vöruna strax. Með þessu móti fær íslenzka stjórnin lán til margra ára með afar hag- stæðum kjörum. Núverandi samningur um viðskiptin var undirritaður 4. des. 1972, en í honum er gert ráð fyrir sölu á 4000 lestum af nveiti fyrir $ 626.000, og 177 lestum af tóbaki og tóbaks- vörum (t.d. sígarettum) fyrir $ 390.000, eða samtals fyrir um á að greiða 10% af and- $ 1.016.000. Samkv. samningn- virði varningsins strax, og 35% á 12 mánaða tímabili, eftir að síðasti hluti vöru- magnsins hefur verið afhentur Eftirstöðvarnar, sem í þessu tilfelli eru $ 558.800 greiðast með jöfnum afborgunum á 15 ára tímabili með 6%% vöxt- um. PL 480 er því efnahags- aðstoð frá Bandaríkjunum í formi til margra ára, sem greiðist með lágum vöxtum. MIKIL ÍSLENZK FJÁRFESTING í USA. — Fað er sagt að islenzk fjárfesting í Bandaríkjunum sé mun hærri, en bandarísk fjárfesting á íslandi. Hve mikil er ísl. fjárfesting í Bandaríkjunum, og hin banda- ríska á íslandi samkv. yðar upplýsingum? — Það er álitið að banda- rísk fjárfesting á íslandi sé milli $ 2-3.000.000, en íslenzk fjárfesting í Bandaríkjunum nemur líklega milli $ 15-20. 000.000, AUKIN BANDARÍSKA FJÁR- FESTING Á ÍSLANDI? — Ilafa bandarísk stjórn- völd gert einhverjar ráðstaf- anir til þess að auka banda- ríska fjárfestingu á íslandi? — Bandaríska stjórnin hef- ur ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir. eða aðrar ráðstaf- anir, til þess að hvetja banda- rísk iyrirtæki til þess að fjár- festa á íslandi, en bandarísk stjórnvöld eru fús til að að- stoða við fjárfestingu hér í gegnum Import - Export bank- ann í Washington, þ.e.a.s. ef verkefnið hér krefst varnings og þjónustu frá Bandaríkjun- um, en auk þess eru þau fús til að greiða að takmörkuðu leyti innlendan framkvæmda- kosnað með sama hætti. Import - Export bankinn hefur þegar útvegað Lands- bankum lán að upphæð $ 1.000.000, sem nota á til þess að veita lán með lágum vöxtum til kaupa á vörum frá Bandaríkjunum. Robert Garrity forstjóri Menningarstofnunarinnar og Hörður Bjarnason deildarstjóri. FV 4 1973 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.