Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 81

Frjáls verslun - 01.04.1973, Page 81
Davíð Sigursson h.f., Síðu- múla 35, hefur umboð fyrir ítalska Fíatinn og nú fyrir skömmu fékk hann einnig einkaumboð fyrir pólska Fíaí bílnum. Fíat fólksbílar eru meðal mest seldu fólksbíla hér á landi, eins og i flestum ríkjum V-Evrópu og víðar um heim. Af þeim Fiat-bílum, sem hér eru á boðstólnum, má segja að Fiat 127 Berlína sé vinssel- astur. Fiat 127 Berlína er 5 manna, 2ja dyra fólksbíll, sem kostar frá 310.652.- Bílinn er framhjóladrifinn, 47 ha. (din), og íjögurra gíra. Fiat 127 er tiltölulega ódýr bíll og sagður vera sparneytinn og liðlegur í akstri. Pólski Fiat er nú fáanlegur hjá Davíð Sigurðssyni h.f. Saab hefur reynst vel á íslandi. Sveinn Björnsson & Co, Skeif- unni 11, hefur umboð fyrir sænsku SAAB-verksmiðjurnar. Tegundirnar frá SABB eru þrjár, þ.e.a.s. SAAB 99, 96 og 95. Bílarnir eru framhjóla- drifnir og á 15 tommu felgum, auk þess eru þeir með eld- traust áklæði, vandaða fjöð- run og búnir öryggisbúnaði sem vakið hafa athygli fyrir gæði, þar m.a. nefna ljósaþurr- kur. SAAB bílar hafa reynst vel á íslanai og endursölu- verð þeirra helzt nokkuð hátt að jafnaði. SAAB 96, 5 manna. 2ja dyra, kostar frá 548.000 krón- um en SAAB 95, 7 sæta, 3ja dyra, kostar frá kr. 610.000., og SAAB 99 kostar frá 643. OOO.krónum. Ræsir h.f. Skúlagötu 59, hefur umboð fyrir Mercedes Benz bílum frá Daimler- Benz A.G. í Stuttgart í V-Þýzkalandi. Fyrirtækið hefur um langt árabil flutt inn Mercedes Benz fólksbíla bæði sem einkabíla og leigubíla, auk þess sendi- ferðabíla, langferðabíla, vöru- flutningabíla og strætisvagna. Ræsir hefur á undan förn- um árum, selt hér flesta lang- ferða og vörubíla, enda hafa þeir reynst vel við okkar staðhælti. Glæsilegasti fólksbíllinn, sem Ræsir h.f. býður íslenzk- um bílakaupendum er Merced- es Benz 280 SE, sem er fáan- legur 5 eða 6 manna. Slíkur bíll er einn af vinningunum í Happdrætti DAS í ár, og kostar hann um 1700 þúsund krónur. FV 4 1973 81

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.