Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 5

Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 5
FRJALS VERZLUN 8. TBL. 1973 Efnisyfirlit: í STUTTU MÁLI ....... 9 ORÐSPOR ............. 11 Útlönd Júgcslavneskt stórfyrirtæki . . 17 Nýjung hjá sænsku fyrirtæki . . 20 Júgóslavneskt stórfyrirtæki Ástæða er til þess að vekja athygli á grein, sem við birtum í þessu blaði um júgóslavneskan athafna- mann, Blum að nafni, sem er forstjóri fyrirtækja- samsteypunnar Energoinvest í Júgóslavíu. Þetta er risafyrirtæki, sem í mörgu svipar til þeirra stórfyrir- tækja, er einkaframtækið rekur á Vesturlöndum. Undir niðri er þó grundvallarmunur og fróðlegt er að sjá hvernig nefndafargan og skriffinnska tröllríð- ur atvinnulýðræðinu þar eystra. Þrátt fyrir það er Blum kóngur í sínu ríki, sem undirmennirnir bera takmarkalausa virðingu fyrir. Út á við er staða hans ekki ósvipuð forstjórastöðum stórfyrirtækja á Vestur- löndum. Hann geysist í einkaflugvélum heimshorna á milli til að gera viðskiptasamninga fyrir hönd fyrir- tækja sinna. Samtíðarmaður Jón Skúlason, póst og símamálastjóri, er forstöðu- maður eins stærsta fyrirtækis á landinu. Þjónustu- stofnun eins og Póstur og sími er stöðugt undir smá- sjá almenningsálitsins eins og vænta má. Upp á síð- kastið hefur mjög verið kvartað undan gífurlegu álagi á sjálfvirka kerfið um land allt og óeðlilega löngum töfum, sem verða á því að menn geti náð sambandi milli landshorna. Að þessum málum, ásamt mörgu öðru, er vikið í samtali FV við póst- og símamála- stjóra. Sérefni: Landshlutar. Nú leggjum við leið okkar um Suðurnes, Vestur- land, Vestfirði og Norðurland, og kynnum athafnalíf á einstökum stöðum, ýmist fyrirtækjarekstur eða op- inberar framkvæmdir. Því miður verður því ekki við komið að heimsækja hvert einasta kauptún á leið um landið. Þar sem viðdvöl er höfð vinnst held- ur ekki tími til að hitta alla að máli, sem þó væri áhugavert að ræða við. í mörgum tilvikum hefur FV áður kynnt atvinnurekstur í byggðarlögum, sem sleppt er að þesu sinni. En við viljum vekja athygli á, að við verðum áfram á ferðinni og hyggjum gott til kynna af þeim framámönnum í atvinnulífinu úti á landi, sem við höfum enn ekki átt kost á að heim- sækja. Samtíðarmaður Jón Skúlason, póst- og síma- málastjóri ............... 25 Greinar og viðtöl Er hagvöxtur skaðlegur?..... 35 Sérefni Sandgerði .................. 39 Sjöstjarnan hf........... . . 40 Skipasmíðastöð Ytri-Njarðvíkur 41 Hafnarfjörður............... 43 Akranes ................... 45 Húfuverksmiðjan í Borgarnesi 47 Neshúsgögn ................. 49 Byggingaframkvæmdir í Borg- arnesi .................... 51 Stykkishólmur .............. 53 Ólafsvík ................... 55 Patreksfjörður ............. 57 Skagaströnd .................58 Sauðárkrókur ............... 59 Siglufjörður ............... 60 Austurstræti Haukur Jacobsen ............ 63 Steinar Þórðarson ......... . 63 Sveinn Björnsson ........... 65 Thorvaldsensbasar .......... 69 Jóhann Ágústsson ........... 71 Fyrirtæki, vörur, þjónusta Storebest-innréttingar ...... 75 Gilbeys-verksmiðjurnar ...... 77 Segulnálin Úr Strandasýslu ............. 79 A markaðnum Frjáls verzlun kynnir að þessu sinni frystikistur og frystiskápa, framleiðendur þeirra og innflytjend- ur, og birtir helztu upplýsingar um þessi þörfu heim- ilistæki. Þættir þessir hafa reynzt mörgum gagnlegir við val á vörum og þjónustu. Á markaðnum Frystikistur, frystiskápar .... 85 UM HEIMA OG GEIMA...... 63 FRÁ RITSTJÓRN ......... 98 FV 8 1973 5

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.