Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 23

Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 23
leiðslu, á hann þá ekki að fá hluta af hagnaðinum? „Við höf- um rætt þetta við krakkana, segir hann, en lausnin er enn ekki fundin“. Fulltrúar fyrir- tækisins segja, að hugmyndirn- ar, sem koma frá unglingunum séu frumstigshugmyndir og miklar rannsóknir þurfi að fylgja á eftir, til þess að kanna hvort það borgi sig að taka þær upp í framleiðslunni. HUGMYNDAFLUG STARFSFÓLKSINS Forráðamenn Perstorps AB binda vonir sínar ekki eingöngu við börnin, heldur einnig við starfsmenn fyrirtækisins. Starfsmenn hafa setið nám- skeið, þar sem þeir reyna að finna lausnir á ýmsum vanda- málum, sem varða fyrirtækið beint eða óbeint. Nokkur dæmi um verkefnin: lausn á umferð- arvandamálum, endurbætur á vaktavinnufyrirkomulagi, hvernig hægt sé að tryggja kon- um jafnrétti, hvernig þjálfa eigi nýtt starfsfólk með betri hag- kvæmni, og margt fleira. Per- storp AB hefur ekki enn tekið umræddar hugmyndir og lausn- ir vandamála inn í daglegan rekstur, en menn eru sammála um, að þetta hafi tekizt vonum framar og hleypt nýju blóði í starfsemina. Fyrirtækið er í sambandi við sérfræðinga, eins og de Bono, út um alla Evrópu, í von um að finna enn snjallari aðferðir til að auka hugmynda- flug starfsfólksins í lausn vanda- mála og rekstri verksmiðjunnar. „Fyrirtæki eins og þetta verð- ur að vera sterkt“, segir Wess- man, „en við getum ekki keppt við risafyrirtækin samkvæmt þeirra eigin leikreglum“. Hann segir, að Perstorp AB verði að setja sér sínar eigin reglur og finna lausn á eigin vandamál- um. Þótt árangur af þessu at- hyglisverða sumarstarfi táning- anna verði ekki mikill, er Wess- man samt sannfærður um, að þessi tilraun hafi margborgað sig fyrir Perstorp. Hann segir, að börnin séu alla vega verðandi starfsmenn og viðskiptavinir. „Kannski er þetta ein leið til þess að undirbúa framtíðarmál- in“, segir Wessman. FUÓTT OG VEL ■ Sumar vörur eru viðkvæmar í flutn- ingi og þola illa hnjask og langa geymslu. Hr" HÉ^^jSOT Öruggast, fljótast og hagkvæmast er því að ■ ™ flytja slíkar vörur milli landa með flugi. FV 8 1973 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.