Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 31

Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 31
Hvernig er þeim í stórum dráttum háttað? — Útbúnað í sjálfvirku stöðvarnar kaupum við mest frá L. M. Ericson í Svíþjóð og ennfremur mest af talfærun- um. Þýzka fyrirtækið Siemens gerum við líka mikil viðskipti við í tækjabúnaði en til fróðr leiks má geta þess, að venju- legt símatæki til heimilisnota kostar 3000-—4000 krónur í innkaupi og símritunartæki eins og fyrirtæki hafa vegna telex-sambandsins kostar um 300 þús. Jarðstrengi og ýmsan annan búnað kaupum við svo frá mórgum framleiðendum í ýmsum löndum. Viðskipti okkar við L. M. Ericson hafa verið mjög góð og við fáum kannski betri til- boð frá þeim í ýmsum tilvik- um en símstöðvar heima fyr- ir. Við verzlum beint við þetta fyrirtæki eins og önnur og er það samkvæmt venju, sem skapazt hefur hjá símastjórn- um í Evrópu. En við leggjum okkur fram um að halda tengsium við aðra framleiðend- ur. Þannig höfum við keypt símritunartæki frá Olivetti á Ítalíu og venjuleg símatæki frá Belgiu, svo að dæmi séu nefnd. Samkeppnismöguleikum höld- um við alltaf opnum. — Hefur orðið áberandi samdráttur í póstsendingum hér á landinu? — Póstsendingum fjölgar, þó að hægt sé. Þeim fjölgaði um 546 þúsund eða 2,9% í fyrra. Það er greinilegt, að íslending- ar nota póstinn minna en tíðk- ast í nágrannalöndunum en grípa frekar til símans. — Það er ekki óalgengt, að kvartað sé undan seinagangi í póstafgreiðslu hér innanlands og menn geti nefnt dæmi um póst, sem berst miklu hraðar að úr fjarlægum löndum en milli staða innanlands. Hvað veldur því? — Póstur fer alltaf með fyrstu ferð og nú er flugið not- að í æ ríkara mæli. Tryggð ihafa verið sérstök póstflug í framhaldi af áætlunarflugi um Vestíirði, Norðurland og Aust- urland. Við þekkjum dæmi þess, að flugferðir hafi fallið niður vegna veðurs og þegar fært var orðið hafi far- þegar verið látnir ganga fyrir en póstur skilinn eftir. Teknar hafa verið upp viðræður við viðkomandi aðila, sem ég vona að leiði til aukins hraða og öryggis í meðferð á póstinum. í sambandi við samanburð við útlönd verður að hafa hug- fast, að í mörgum tilfellum eru greiðari samgöngur við staði erlendis en hér innanlands. — Og a'ð lokum, póst og símamálastjóri. Hvert er helzta framtíðarmál póst- og síma- málastjórnarinnar? — Fyrir utan endui’bæturn- ar á símakerfinu er einna brýnast að byggja nýtt sund- urgreiningarpósthús í Reykja- vík, þar sem afgreiðsla færi fram á öllum pósti, bæði almennum bréfum, bögglum og tollpósti. Samgönguráð- herra hefur skipað nefnd til að undirbúa þetta mál og leita eftir heppilegri stað- setningu. Það er einsýnt, að nýtt aðalpósthús þarf að vera nálægt flugstöð og er ég að gera mér vonir um að það geti risið í vestanverðri Öskju- hlíðinni. Svo má til gamans nefna að við æt.lum að koma upp póst- og shnaminjasafni í gömlu lög- reglustöðinni við Pósthús- stræti, en þar var eitt sinn að- setur pósts og síma. Vonandi verður safnið tilbúið á næsta ári. vélsagir. Fljótvirkar og léttar í medförum. 711 Bestsaw □5TER Leitid upplýsinga hjá: G. J. FOSSBERG, vélaverzlun h.f. Skúlagotu 63 Sími 18560 Ft J.y JS» 'v 8’ fíllll ; - .;. - > . ' 71^ :: r ■■ S :t\ ■ ■ tÆ- 'I ' r FV 8 1973 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.