Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 48

Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 48
Borgarnes séð úr Brákarey. I Borgarnesi — er beðið eftir brú, sem stytta mun vegalengdina til Reykjavíkur um 30 km. Óviða á landinu er kaupfé- lagsvaldið jafnáberandi og í Borgarnesi. Kaupfélag Borg- firðinga rekur næstum alla verzlun í Borgarnesi og hef- ur auk þess tvö útibú á Akra- nesi, eitt á Hellissandi, annað í Stykkishólmi og hið briðja á Vegamótum á Snæfellsnesi. At- vinnurekstur í Borgarnesi er að verulegu Ieyti á vegum kaupfélagsins og bændur í nærliggjandi héruðum gera svo til öll viðskipti sín þar, — Ieggja inn allar afurðir hjá kaupfélaginu og taka þaðan út vörur í staðinn. Þær eru margar sögurnar, sem sagðar eru af viðskiptum bænd- anna og starfsmanna kaupfé- lagssins og dæmi nefnd um það, að hafi bóndi viljað taka út reiðufé aif mjólkurreikningi sínum, hafi yfir hann dunið spurningar um hvað hann ætl- aði að gera við peningana, hvar hann ætlaði að eyða þeim o. s. frv. Með hnýsni af þessu tagi hef- ur kaupfélaginu líka tekizt að hafa stjórn á félagsmönnum sín- um og viðskiptaaðilum, sem ekki kæra sig um að standa í neinum útistöðum við það. MJÓLK í BENZÍNSKÁLA. Lítils samræmis virðist gæta í viðskiptareglum, þegar kaupfé- lagið á í hlut annars vegar og einkaframtakið hins vegar. Sala á neyzlumjólk er að sjálfsögðu öll á hendi kaupfélagsins. Einka- verzlunin hefur ekki fengið hana til sölu. Og á sama tíma og Verzlunin Stjarnan í Borgar- nesi er einkafyrirtæki, sem verzlar með húsgögn, heimilis- tæki, skó, leikföng og ýmsa gjafavöru. Þetta fyrirtæki var stofnað árið 1967 sem hlutafélag og hét Bækur og húsgögn og starfaði í leiguhúsnæði. Verzl- unin Stjarnan tók síðan til starfa í janúar 1970 og eru eigendur hennar þeir Björn Arason og Bragi Jósafatsson. núverandi landbúnaðarráð- herra, fyrrum sveitarstjóri í Borgarnesi, fór mörgum orðum um nauðsyn fullkomnustu verzl- unaraðstöðu til mjólkurdreifing- ar í ræðu á Alþingi, var verið að selja mjólk í benzínskála Esso í Borgarnesi. Ekki nóg með það, heldur hefur þar verið notazt við kæliborð, sem áður var í eigu verzlunarfélags, er varð undir í samkeppninni við kaup- félagið. Verzlunarfélagið fékk ekki á sínum tíma að selja mjólk á þeim forsendum að það hefði ekki nægilega góða aðstöðu til að geyma hana, en notaði þó þetta sama kæliborð. í fyrra réðust þeir félagar í byggingu nýs verzlunarhúss, sem er á tveimur haeðum, 300 fermetrar hvor. Á þeirri neðri er lager, en uppi eru seldar þær vörutegundir, sem að framan greindi. Er skósalan veigamesti liðurinn og þar næst húsgögnin. Kaupfélag Borgfirð- inga er ekki með þessar vörur og styrkir það að sjálfsögðu að- stöðu Stjörnunnar og gerir hún Endurskipulagning og þrotlaus vinna 48 FV 8 1973

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.